Gagnrýnir töf á friðlýsingum svæða Heimir Már Pétursson skrifar 26. mars 2015 13:51 Formaður Vinstri grænna gagnrýnir umhverfisráðherra harðlega fyrir tafir á framkvæmd vilja Alþingis um friðlýsingu svæða. vísir/vilhelm Formaður Vinstri grænna gagnrýndi umhverfisráðherra harðlega á Alþingi í morgun fyrir seinagang í friðlýsingu svæða. Ráðherra sagði mörg svæði bíða friðlýsingar og kostnaður við friðlýsingar væri mikill. En ríkisstjórnin skerti framlög til málaflokksins á síðasta ári að sögn formanns Vinstri grænna. Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna spurði Sigrúnu Magnúsdóttur um stöðu friðlýsinga á svæðum og virkjanakostum í verndarflokki. Samkvæmt rammaáætlun séu mörg svæði í verndarflokki og þá eigi samkvæmt lögum þegar að hefja vinnu við friðlýsingu þeirra. Haldlítil svör hafi hins vegar borist við skriflegri fyrirspurn til umhverfisráðherra um hvernig þessum friðlýsingum vindi fram allt frá því í nóvember 2013. Katrín sagði að rúmu ári seinna eða í desember síðast liðnum hafi nánast sömu svör komið við sams konar fyrirspurn. „Það er unnið að því að móta hugmyndir um stækkun Vatnajökulsþjóðgarðs það er í skoðun hvort svæðið geti fallið að Vatnajökulsþjóðgarði, enn liggur ekki fyrir afmörkun svæðisins, enn liggur ekki fyrri hvernig friðlýsing verður útfærð, enn liggur ekki fyrri niðurstaða um friðlýsingu, nákvæm afmörkun liggur ekki fyrir, enn liggur ekki fyrir hvernig friðlýsing verður útfærð, unnið hefur verið að breytingum, enn liggur ekki fyrir hvernig hægt verður að ná fram markmiðum um vernd svæðisins,“ taldi Katrín upp úr fyrri skriflegum svörum umhverfisráðherra. Þetta væri algerlega ófullnægjandi árangur því meðan svæðin væru ekki formlega friðlýst væri hægt að gera tillögur annars konar nýtingu á þeim. Sigrún Magnúsdóttir umhverfisráðherra sagði rétt að unnið væri í þessum málum. „Ef til vill erum við kannski með fullmargar friðlýsingar undir og það tefji málið,“ svaraði umhverfisráðherra. Þá hafi landfræðilegar afmarkanir ekki verið nógu nákvæmar í þingsályktun um þau svæði sem sett væru í verndarflokk. „Ég segi það, ég vil frekar að við tökum og setjum í forgang ákveðnar friðlýsingar og jafnvel þá stærri svæði og gerum það vandlega og skiljum það að friðlýsing þýðir líka að það þarf að setja frjármagn varðandi vöktunina og að það sé hugsað um það. En það hefur ekki oft verið gætt að því. Og það þýðir ekki bara að friðlýsa, maður verður líka að hugsa um hinn endann, hvað þetta þýðir til framtíðar varðandi rekstur og annað þess háttar,“ sagði Sigrún. Katrín spurði hvort ráðherrann teldi of mörg svæði vera í verndarflokki og væri því óssammála samþykkt Alþingis og minnt ráðherrann á hver hefði tekið ákvörðun um að skerða fjármagn vegna kostnaðar við friðlýsingar. „Það var þessi sami hæstvirti ráðherra og sá stjórnarmeirihluti sem hún tilheyrir sem ákvað, tók þá pólitísku ákvörðun, að skera niður frjármagn til friðlýsinga. Þannig að það er ekki boðlegt herra forseti að koma hér upp og segja; það eru of mörg svæði, þetta eru of margar friðlýsingar, fullmargar friðlýsingar. Þetta er það sem Alþingi hefur samþykkt,“ sagði Katrín Jakobsdóttir. Alþingi Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Innlent Fleiri fréttir Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í gæsluvarðhaldi síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Sjá meira
Formaður Vinstri grænna gagnrýndi umhverfisráðherra harðlega á Alþingi í morgun fyrir seinagang í friðlýsingu svæða. Ráðherra sagði mörg svæði bíða friðlýsingar og kostnaður við friðlýsingar væri mikill. En ríkisstjórnin skerti framlög til málaflokksins á síðasta ári að sögn formanns Vinstri grænna. Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna spurði Sigrúnu Magnúsdóttur um stöðu friðlýsinga á svæðum og virkjanakostum í verndarflokki. Samkvæmt rammaáætlun séu mörg svæði í verndarflokki og þá eigi samkvæmt lögum þegar að hefja vinnu við friðlýsingu þeirra. Haldlítil svör hafi hins vegar borist við skriflegri fyrirspurn til umhverfisráðherra um hvernig þessum friðlýsingum vindi fram allt frá því í nóvember 2013. Katrín sagði að rúmu ári seinna eða í desember síðast liðnum hafi nánast sömu svör komið við sams konar fyrirspurn. „Það er unnið að því að móta hugmyndir um stækkun Vatnajökulsþjóðgarðs það er í skoðun hvort svæðið geti fallið að Vatnajökulsþjóðgarði, enn liggur ekki fyrir afmörkun svæðisins, enn liggur ekki fyrri hvernig friðlýsing verður útfærð, enn liggur ekki fyrri niðurstaða um friðlýsingu, nákvæm afmörkun liggur ekki fyrir, enn liggur ekki fyrir hvernig friðlýsing verður útfærð, unnið hefur verið að breytingum, enn liggur ekki fyrir hvernig hægt verður að ná fram markmiðum um vernd svæðisins,“ taldi Katrín upp úr fyrri skriflegum svörum umhverfisráðherra. Þetta væri algerlega ófullnægjandi árangur því meðan svæðin væru ekki formlega friðlýst væri hægt að gera tillögur annars konar nýtingu á þeim. Sigrún Magnúsdóttir umhverfisráðherra sagði rétt að unnið væri í þessum málum. „Ef til vill erum við kannski með fullmargar friðlýsingar undir og það tefji málið,“ svaraði umhverfisráðherra. Þá hafi landfræðilegar afmarkanir ekki verið nógu nákvæmar í þingsályktun um þau svæði sem sett væru í verndarflokk. „Ég segi það, ég vil frekar að við tökum og setjum í forgang ákveðnar friðlýsingar og jafnvel þá stærri svæði og gerum það vandlega og skiljum það að friðlýsing þýðir líka að það þarf að setja frjármagn varðandi vöktunina og að það sé hugsað um það. En það hefur ekki oft verið gætt að því. Og það þýðir ekki bara að friðlýsa, maður verður líka að hugsa um hinn endann, hvað þetta þýðir til framtíðar varðandi rekstur og annað þess háttar,“ sagði Sigrún. Katrín spurði hvort ráðherrann teldi of mörg svæði vera í verndarflokki og væri því óssammála samþykkt Alþingis og minnt ráðherrann á hver hefði tekið ákvörðun um að skerða fjármagn vegna kostnaðar við friðlýsingar. „Það var þessi sami hæstvirti ráðherra og sá stjórnarmeirihluti sem hún tilheyrir sem ákvað, tók þá pólitísku ákvörðun, að skera niður frjármagn til friðlýsinga. Þannig að það er ekki boðlegt herra forseti að koma hér upp og segja; það eru of mörg svæði, þetta eru of margar friðlýsingar, fullmargar friðlýsingar. Þetta er það sem Alþingi hefur samþykkt,“ sagði Katrín Jakobsdóttir.
Alþingi Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Innlent Fleiri fréttir Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í gæsluvarðhaldi síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Sjá meira