Brottfall nemenda stóreykst í verkfalli Snærós Sindradóttir skrifar 19. mars 2014 09:13 Heimavist Menntaskólans á Ísafirði stendur nærri auð í verkfalli framhaldsskólakennara VÍSIR/Pjetur Skólastjórar framhaldsskóla hafa þungar áhyggjur af því að verkfall muni stórauka brotfall nemenda úr skólum. Hefðbundið hlutfall brottfalls úr framhaldsskólum er um 20 prósent en það er langt yfir meðaltali OECD-ríkjanna.Jón Reynir Sigurvinsson, skólameistari Menntaskólans á Ísafirði, segir að brottfall hafi aukist mjög í síðasta verkfalli framhaldsskólakennara árið 2000 sem stóð yfir í átta vikur.Af kynningarfundi Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu um nýja skýrslu í skólamálumVÍSIR/Stefán„Það er alltaf hætt við því að þó verkfall sé stutt þá verði aukið brottfall en hættan er þó meiri eftir því sem lengra líður.“ Jón segir að heimavist skólans sé nánast auð enda hafi flestir nemendur farið heim þegar verkfall hófst.Lára Stefánsdóttir, skólameistari Menntaskólans á Tröllaskaga, tekur í sama streng: „Brottfall hjá okkur er mjög lágt en þau eru mörg sem réðu sig í vinnu og þá er freistandi að fara ekki úr henni ef verkfall dregst á langinn.“ Hún segir að erfitt hafi verið að koma nemendum í gang eftir verkfall framhaldsskólakennara árið 2000 „Þeir sem standa höllum fæti eru þeir sem við getum ekki haldið utan um meðan á verkfalli stendur.“Lára Stefánsdóttir skólameistari Menntaskólans á TröllaskagaVÍSIR/Gísli KristinssonBrottfall nemenda úr framhaldsskólum kostar þjóðfélagið 14 milljónir á hvern nemanda eða 52 milljarða króna fyrir nemendahópinn í heild. Þetta kemur fram í útreikningum Eyjólfs Sigurðssonar hagfræðings sem birtir voru í nýrri skýrslu Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu sem kynnt var á mánudag. Í skýrslunni kemur fram að kostnaðurinn skýrist meðal annars af þeim tekjum sem vænta megi að einstaklingar hefðu haft ef þeir hefðu haldið áfram námi. Búast má við því að einstaklingur með háskólapróf fái 88 prósent hærri tekjur um ævina en þeir sem aðeins ljúka grunnskólaprófi. Kennaraverkfall Tengdar fréttir Nemendur nú þegar hættir vegna verkfalls Dæmi eru um að nemendur hafi nú þegar hætt í námi vegna verkfallsins til að byrja að vinna. Þá segja forsetar nemendafélaganna í MH og MR óvissuna vera algjöra fyrir nemendur sem stefna á nám erlendis næsta haust. 17. mars 2014 19:45 Brotið tvöfalt á fötluðum nemendum í kennaraverkfallinu Í verkfalli framhaldsskólakennara fá fatlaðir nemendur hvorki sérstaka aðstoð við námið né þjónustu sem tengist fötlun þeirra. Nemandi sendur heim á morgnana úr skammtímavistun vegna verkfallsins. Foreldrar bjarga málum frá degi til dags. 19. mars 2014 09:01 Engin lausn í sjónmáli í kennaradeilu: "Við gefumst aldrei upp" Framhaldsskólakennarar eru í baráttuhug og tilbúnir í langt verkfall ef þörf krefur. Kennarar sem rétt var við í dag segja ummæli menntamálaráðherra um styttingu náms blauta tusku í andlitið og segja hann skulda þjóðinni svör. 18. mars 2014 20:00 Nemendur mæta til að læra - Óvissir hvað verður Verkfall framhaldsskólakennara hófst á miðnætti og framhaldsskólanemendur gátu því sofið út í morgun. Það voru þó ekki allir sem nýttu sér það tækifæri. 17. mars 2014 14:00 Mest lesið Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Fönguðu háhyrninga velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Erlent Fleiri fréttir Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Sjá meira
Skólastjórar framhaldsskóla hafa þungar áhyggjur af því að verkfall muni stórauka brotfall nemenda úr skólum. Hefðbundið hlutfall brottfalls úr framhaldsskólum er um 20 prósent en það er langt yfir meðaltali OECD-ríkjanna.Jón Reynir Sigurvinsson, skólameistari Menntaskólans á Ísafirði, segir að brottfall hafi aukist mjög í síðasta verkfalli framhaldsskólakennara árið 2000 sem stóð yfir í átta vikur.Af kynningarfundi Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu um nýja skýrslu í skólamálumVÍSIR/Stefán„Það er alltaf hætt við því að þó verkfall sé stutt þá verði aukið brottfall en hættan er þó meiri eftir því sem lengra líður.“ Jón segir að heimavist skólans sé nánast auð enda hafi flestir nemendur farið heim þegar verkfall hófst.Lára Stefánsdóttir, skólameistari Menntaskólans á Tröllaskaga, tekur í sama streng: „Brottfall hjá okkur er mjög lágt en þau eru mörg sem réðu sig í vinnu og þá er freistandi að fara ekki úr henni ef verkfall dregst á langinn.“ Hún segir að erfitt hafi verið að koma nemendum í gang eftir verkfall framhaldsskólakennara árið 2000 „Þeir sem standa höllum fæti eru þeir sem við getum ekki haldið utan um meðan á verkfalli stendur.“Lára Stefánsdóttir skólameistari Menntaskólans á TröllaskagaVÍSIR/Gísli KristinssonBrottfall nemenda úr framhaldsskólum kostar þjóðfélagið 14 milljónir á hvern nemanda eða 52 milljarða króna fyrir nemendahópinn í heild. Þetta kemur fram í útreikningum Eyjólfs Sigurðssonar hagfræðings sem birtir voru í nýrri skýrslu Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu sem kynnt var á mánudag. Í skýrslunni kemur fram að kostnaðurinn skýrist meðal annars af þeim tekjum sem vænta megi að einstaklingar hefðu haft ef þeir hefðu haldið áfram námi. Búast má við því að einstaklingur með háskólapróf fái 88 prósent hærri tekjur um ævina en þeir sem aðeins ljúka grunnskólaprófi.
Kennaraverkfall Tengdar fréttir Nemendur nú þegar hættir vegna verkfalls Dæmi eru um að nemendur hafi nú þegar hætt í námi vegna verkfallsins til að byrja að vinna. Þá segja forsetar nemendafélaganna í MH og MR óvissuna vera algjöra fyrir nemendur sem stefna á nám erlendis næsta haust. 17. mars 2014 19:45 Brotið tvöfalt á fötluðum nemendum í kennaraverkfallinu Í verkfalli framhaldsskólakennara fá fatlaðir nemendur hvorki sérstaka aðstoð við námið né þjónustu sem tengist fötlun þeirra. Nemandi sendur heim á morgnana úr skammtímavistun vegna verkfallsins. Foreldrar bjarga málum frá degi til dags. 19. mars 2014 09:01 Engin lausn í sjónmáli í kennaradeilu: "Við gefumst aldrei upp" Framhaldsskólakennarar eru í baráttuhug og tilbúnir í langt verkfall ef þörf krefur. Kennarar sem rétt var við í dag segja ummæli menntamálaráðherra um styttingu náms blauta tusku í andlitið og segja hann skulda þjóðinni svör. 18. mars 2014 20:00 Nemendur mæta til að læra - Óvissir hvað verður Verkfall framhaldsskólakennara hófst á miðnætti og framhaldsskólanemendur gátu því sofið út í morgun. Það voru þó ekki allir sem nýttu sér það tækifæri. 17. mars 2014 14:00 Mest lesið Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Fönguðu háhyrninga velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Erlent Fleiri fréttir Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Sjá meira
Nemendur nú þegar hættir vegna verkfalls Dæmi eru um að nemendur hafi nú þegar hætt í námi vegna verkfallsins til að byrja að vinna. Þá segja forsetar nemendafélaganna í MH og MR óvissuna vera algjöra fyrir nemendur sem stefna á nám erlendis næsta haust. 17. mars 2014 19:45
Brotið tvöfalt á fötluðum nemendum í kennaraverkfallinu Í verkfalli framhaldsskólakennara fá fatlaðir nemendur hvorki sérstaka aðstoð við námið né þjónustu sem tengist fötlun þeirra. Nemandi sendur heim á morgnana úr skammtímavistun vegna verkfallsins. Foreldrar bjarga málum frá degi til dags. 19. mars 2014 09:01
Engin lausn í sjónmáli í kennaradeilu: "Við gefumst aldrei upp" Framhaldsskólakennarar eru í baráttuhug og tilbúnir í langt verkfall ef þörf krefur. Kennarar sem rétt var við í dag segja ummæli menntamálaráðherra um styttingu náms blauta tusku í andlitið og segja hann skulda þjóðinni svör. 18. mars 2014 20:00
Nemendur mæta til að læra - Óvissir hvað verður Verkfall framhaldsskólakennara hófst á miðnætti og framhaldsskólanemendur gátu því sofið út í morgun. Það voru þó ekki allir sem nýttu sér það tækifæri. 17. mars 2014 14:00