Bergrisi við Austurvöll Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar 12. október 2012 00:00 Þegar bergrisi ákveður að taka til í kringum sig getum við hin átt fótum okkar fjör að launa. Nú ber við að bergrisinn við Austurvöll virðist í ham því draga skal úr fjárútlátum ríkissjóðs vegna kostnaðarþátttöku við lyfjameðferð við ADHD um ríflega 200 milljónir. Sjálfur er ég ekki sérfróður um vinnuferli við fjárlagagerð en fæ ekki betur séð en að þingnefnd hafi farið full stórum við undirbúning á þessum þætti fjárlagafrumvarpsins. Í drögum að fjárlögum má finna meinta tilvísun í klínískar leiðbeiningar Landlæknis þess efnis að metýlfenídatlyf (ADHD-lyf) séu einungis ætluð börnum. Þeim sem hafa kynnt sér málið er þó fulljóst að hér er vísað í gamla lyfjaskrá – í klínísku leiðbeiningunum er hins vegar kýrskýrt að lyfjagjöf er talin virka mjög vel á fullorðna sem börn. Starfsmaður velferðarráðuneytis segir þó einungis að um óheppilegt orðalag sé að ræða. Ráðherra bætti um betur í fréttum Stöðvar 2 þann 3/10 og ítrekaði að greiðsluþátttöku ríkissjóðs ætti að ná niður um tvo þriðjuhluta á einu ári. Ég varð þess heiðurs aðnjótandi að sitja fund með 6 starfsmönnum velferðarráðuneytisins ásamt formanni og framkvæmdastjóra ADHD-samtakanna föstudaginn 5/10. Er að vísu stjórnarmaður í samtökunum en sat fundinn fyrst og fremst á eigin forsendum sem einstaklingur með ADHD. Sjálfur tók ég lyfin þann morguninn og var nokkuð skýr í kollinum. Áður en lengra er haldið skal hrósa því sem vel var gert – og kristallast best í fyrirsögn síðustu fréttar á vef ráðuneytisins þann 10/10: „Lyfjameðferð vegna ADHD og misnotkun fíkla á metýlfenídati eru óskyld mál." Um þetta voru allir fundarmenn sammála. Eftir fundinn var maður nokkuð bjartsýnn, þó reynslan kenni að fagna ekki of snemma. Ráðuneytið samþykkti að ganga frá nokkurs konar fundargerð til birtingar ásamt eigin frétt um málið á heimasíðu sinni. Fréttin birtist eftir hádegi 10/10 undir yfirskriftinni „Mikilvægar staðreyndir vegna umræðu um ofvirknilyf". Ráðuneytið áréttaði enn og aftur að ætlunin væri að lækka fjárframlög um ríflega tvo þriðjuhluta. Þessu til stuðnings var birt merkilegt súlurit sem sýndi hvernig lyfjanotkun einstaklinga eldri en 20 ára hefur stóraukist og er nú svo til jöfn notkun þeirra sem yngri eru. Þó var látið undir höfuð leggjast að tiltaka að yngri hópurinn telur um 6.000 einstaklinga á meðan í eldri hópurinn eru líklega allt að 10.000 manns. Eins er einungis „viðurkennt" að þessi lyf geti nýst fullorðnum einstaklingum en í engu getið að ADHD-greiningum hjá fullorðnum fer einfaldlega fjölgandi. Þetta heitir í mínum bókum að ljúga með tölum – að sleppa óþægilegum þáttum til að fegra eigin málstað. Sem fyrr er gert ráð fyrir að lækka megi lyfjakostnað úr 340 í 120 milljónir á einu ári. Til frekari upplýsinga bendir ráðuneytið „á umfjöllun í Læknablaðinu 02. tbl. 97. árg. 2011 um mikla notkun ADHD-lyfja hér á landi: Met í notkun ADHD-lyfja" þar sem rætt er við Kristin Tómasson, Pál Matthíasson og Geir Gunnlaugsson. Sú lesning er stórgóð og kemur skýrt fram að læknarnir telja að víða sé pottur brotinn og of algengt að kerfið sem slíkt bjóði upp á mistök og jafnvel misnotkun. Þar er líka að finna þessa ágætu tilvitnun: „Ef við reiknum með að sparnaður ríkisins vegna minnkandi notkunar lyfsins geti numið allt að 200 milljónum á ári er ljóst að fjárhagslegur ávinningur er umtalsverður. En mikilvægara er þó að tryggja með öruggum hætti að þeir sem þurfa lyfin fái þau, um leið og dregið verður úr misnotkun lyfjanna." Þessu virðast nefndarmenn Alþingis síðan hafa snúið upp í hinn fullkomna sannleik: Skera skal kostnað niður strax um ríflega 200 milljónir – svo á að sjá til hvort nýtt sérfræðiteymi geti mögulega útfært önnur úrræði. Hvur skrambinn – er hér aftur komið hið ónákvæma orðalag? Bergrisinn farinn að berja höfði við stein og mögulegi sparnaðurinn orðinn að heilögum sannleika! Ágætu ráðherrar fjármála og velferðarmála: Finnst ykkur þetta boðleg vinnubrögð fyrir Alþingi Íslendinga? Ég óska eftir að þið svarið þessu greinarkorni skilmerkilega á opinberum vettvangi. Eins bið ég þess skemmstra orða að jötnum þeim er nú virðast ríða húsum í sölum Alþingis verði veitt viðeigandi aðstoð – AHDH-samtökin gætu jafnvel veitt ráðgjöf þar að lútandi. Ónákvæmt orðalag er vinsamlegast afþakkað. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Vilhjálmur Hjálmarsson Mest lesið Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson skrifar Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Ný nálgun – sama markmið: Heimili fyrir fólkið í borginni Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson skrifar Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar Skoðun Þjóðkirkjan engu svarar – hylur sig í fræðilegri þoku Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Borgarstefna kallar á aðgerðir og fjármagn Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru álverin á Íslandi útlensk? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller skrifar Sjá meira
Þegar bergrisi ákveður að taka til í kringum sig getum við hin átt fótum okkar fjör að launa. Nú ber við að bergrisinn við Austurvöll virðist í ham því draga skal úr fjárútlátum ríkissjóðs vegna kostnaðarþátttöku við lyfjameðferð við ADHD um ríflega 200 milljónir. Sjálfur er ég ekki sérfróður um vinnuferli við fjárlagagerð en fæ ekki betur séð en að þingnefnd hafi farið full stórum við undirbúning á þessum þætti fjárlagafrumvarpsins. Í drögum að fjárlögum má finna meinta tilvísun í klínískar leiðbeiningar Landlæknis þess efnis að metýlfenídatlyf (ADHD-lyf) séu einungis ætluð börnum. Þeim sem hafa kynnt sér málið er þó fulljóst að hér er vísað í gamla lyfjaskrá – í klínísku leiðbeiningunum er hins vegar kýrskýrt að lyfjagjöf er talin virka mjög vel á fullorðna sem börn. Starfsmaður velferðarráðuneytis segir þó einungis að um óheppilegt orðalag sé að ræða. Ráðherra bætti um betur í fréttum Stöðvar 2 þann 3/10 og ítrekaði að greiðsluþátttöku ríkissjóðs ætti að ná niður um tvo þriðjuhluta á einu ári. Ég varð þess heiðurs aðnjótandi að sitja fund með 6 starfsmönnum velferðarráðuneytisins ásamt formanni og framkvæmdastjóra ADHD-samtakanna föstudaginn 5/10. Er að vísu stjórnarmaður í samtökunum en sat fundinn fyrst og fremst á eigin forsendum sem einstaklingur með ADHD. Sjálfur tók ég lyfin þann morguninn og var nokkuð skýr í kollinum. Áður en lengra er haldið skal hrósa því sem vel var gert – og kristallast best í fyrirsögn síðustu fréttar á vef ráðuneytisins þann 10/10: „Lyfjameðferð vegna ADHD og misnotkun fíkla á metýlfenídati eru óskyld mál." Um þetta voru allir fundarmenn sammála. Eftir fundinn var maður nokkuð bjartsýnn, þó reynslan kenni að fagna ekki of snemma. Ráðuneytið samþykkti að ganga frá nokkurs konar fundargerð til birtingar ásamt eigin frétt um málið á heimasíðu sinni. Fréttin birtist eftir hádegi 10/10 undir yfirskriftinni „Mikilvægar staðreyndir vegna umræðu um ofvirknilyf". Ráðuneytið áréttaði enn og aftur að ætlunin væri að lækka fjárframlög um ríflega tvo þriðjuhluta. Þessu til stuðnings var birt merkilegt súlurit sem sýndi hvernig lyfjanotkun einstaklinga eldri en 20 ára hefur stóraukist og er nú svo til jöfn notkun þeirra sem yngri eru. Þó var látið undir höfuð leggjast að tiltaka að yngri hópurinn telur um 6.000 einstaklinga á meðan í eldri hópurinn eru líklega allt að 10.000 manns. Eins er einungis „viðurkennt" að þessi lyf geti nýst fullorðnum einstaklingum en í engu getið að ADHD-greiningum hjá fullorðnum fer einfaldlega fjölgandi. Þetta heitir í mínum bókum að ljúga með tölum – að sleppa óþægilegum þáttum til að fegra eigin málstað. Sem fyrr er gert ráð fyrir að lækka megi lyfjakostnað úr 340 í 120 milljónir á einu ári. Til frekari upplýsinga bendir ráðuneytið „á umfjöllun í Læknablaðinu 02. tbl. 97. árg. 2011 um mikla notkun ADHD-lyfja hér á landi: Met í notkun ADHD-lyfja" þar sem rætt er við Kristin Tómasson, Pál Matthíasson og Geir Gunnlaugsson. Sú lesning er stórgóð og kemur skýrt fram að læknarnir telja að víða sé pottur brotinn og of algengt að kerfið sem slíkt bjóði upp á mistök og jafnvel misnotkun. Þar er líka að finna þessa ágætu tilvitnun: „Ef við reiknum með að sparnaður ríkisins vegna minnkandi notkunar lyfsins geti numið allt að 200 milljónum á ári er ljóst að fjárhagslegur ávinningur er umtalsverður. En mikilvægara er þó að tryggja með öruggum hætti að þeir sem þurfa lyfin fái þau, um leið og dregið verður úr misnotkun lyfjanna." Þessu virðast nefndarmenn Alþingis síðan hafa snúið upp í hinn fullkomna sannleik: Skera skal kostnað niður strax um ríflega 200 milljónir – svo á að sjá til hvort nýtt sérfræðiteymi geti mögulega útfært önnur úrræði. Hvur skrambinn – er hér aftur komið hið ónákvæma orðalag? Bergrisinn farinn að berja höfði við stein og mögulegi sparnaðurinn orðinn að heilögum sannleika! Ágætu ráðherrar fjármála og velferðarmála: Finnst ykkur þetta boðleg vinnubrögð fyrir Alþingi Íslendinga? Ég óska eftir að þið svarið þessu greinarkorni skilmerkilega á opinberum vettvangi. Eins bið ég þess skemmstra orða að jötnum þeim er nú virðast ríða húsum í sölum Alþingis verði veitt viðeigandi aðstoð – AHDH-samtökin gætu jafnvel veitt ráðgjöf þar að lútandi. Ónákvæmt orðalag er vinsamlegast afþakkað.
Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun
Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar
Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar
Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun
Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun