Gögnin um Geir gætu endað í skjalageymslu 20. janúar 2012 06:30 Starfsmenn Hæstaréttar bera inn hluta málsgagna þegar málið var þingfest fyrir Landsdómi 7. júní í fyrra. fréttablaðið/gva Allt bendir til þess að málsgögn saksóknara Alþingis komi ekki fyrir sjónir almennings í langan tíma, fari svo að landsdómsmálið verði fellt niður. Alþingi hefur því í hendi sér hvort uppgjör stjórnmálanna við hrunið fer fram eður ei. Á það hefur verið bent að með því að draga ákæruna til baka væri Alþingi að bregðast fyrirheitum um rannsókn og uppgjör eftir hrun. Með efnislegri meðferð Landsdóms muni fást svör við fjölmörgum spurningum sem brenna á þjóðinni; því gefist aðeins þetta eina tækifæri til að greina mikið magn gagna um aðkomu stjórnmálamanna í aðdraganda hrunsins, og þá í samhengi við vitnisburð Geirs H. Haarde og annarra lykilmanna í þeirri atburðarás. Því er knýjandi spurning hvað verður gert við málsgögnin ef Alþingi fellur frá málsókninni, þar sem það virðist ekki augljóst. Sigríður Friðjónsdóttir, saksóknari Alþingis, segist ekki hafa íhugað það hvernig farið verði með gögnin. Að stofni til séu þau sömu gögn og rannsóknarnefnd Alþingis hafði undir höndum, enda málið grundvallað á niðurstöðu hennar. „Þetta yrði þá sakamál sem fellt væri niður og það þyrfti að skoða það hvort í gildi séu reglur um hvort aðgangur að þeim gögnum sé heimill eða hvort þau yrðu þá komin úr augsýn í ákveðinn tíma á grundvelli upplýsingalaga,“ segir Sigríður. „Ef þetta væri venjulegt mál fyrir Hæstarétti yrðu málsgögn hjá réttinum í ákveðinn tíma og svo færu þau á Þjóðskjalasafnið.“ Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra telur, samkvæmt upplýsingum sem hann aflaði sér vegna fyrirspurnar Fréttablaðsins, að „þau gögn sem fengist hafa til vinnslu við meðferð málsins [séu] þegar orðin opinber gögn“. Opinber gögn í hvaða skilningi? Þeirri spurningu hefur Ögmundur ekki haft svigrúm til að svara, þegar þetta er skrifað. Um 3.700 síður af gögnumÞað má teljast öruggt að öll málsgögn sem saksóknari Alþingis hefur safnað saman vegna málarekstursins fyrir Landsdómi verði lokuð almenningi í áratugi, fari svo að sakamál á hendur Geir H. Haarde verði fellt niður. Í lögum um landsdóm nr. 8/1963 segir ekkert um meðferð málsgagna sem falla til við málareksturinn. Hins vegar segir í 51. grein að lög um meðferð sakamála skuli gilda um þau atriði sem ekki eru sérstaklega skýrð í Landsdómslögunum. Um er að ræða tíu hefti með málsgögnum sem nema 3.683 blaðsíðum. Skjalaskrá gagnanna er 122 blaðsíður að lengd, eins og kemur fram á heimasíðu saksóknara Alþingis. Meðal þeirra gagna sem saksóknari aflaði, og er þá stiklað á stóru, áður en ákæra var gefin út 10. maí 2011 er tölvupóstur Geirs á tímabilinu 15. júní 2006 til 1. febrúar 2009 ásamt fundargerðum og minnisgreinum frá ráðherrafundum ríkisstjórna Geirs á sama tímabili. Eins önnur gögn úr forsætisráðuneytinu; frá rannsóknarnefnd Alþingis og þingmannanefndinni sem fjallaði um störf hennar. Upplýsingalögin gilda bara um starfsemi stjórnvalda, ekki dómstóla eða Alþingis. Gögn í landsdómsmálinu eru væntanlega gögn í samspili á milli Alþingis og dómstóla og erfitt að ímynda sér að þau teljist gögn frá stjórnvöldum. Gögn sem saksóknari Alþingis hefur fengið frá Þjóðskjalasafninu, sem eru stærsti hluti málsgagnanna, verða væntanlega hluti málsskjala hans í málinu; yrðu hluti rannsóknargagna. Þau eru svo hluti af skjalasafni saksóknara Alþingis. Hvenær þau koma til Þjóðskjalasafns er óvíst; gögnum er jafnan ekki skilað strax til Þjóðskjalasafns. Þau munu hins vegar verða vistuð þar í fyllingu tímans. Aðgangur takmarkaðurUm aðgang að skjölum og öðrum gögnum sem varðveitt eru í Þjóðskjalasafni Íslands er fjallað í 9. grein laga nr. 66/1985 um Þjóðskjalasafn Íslands. Þar segir að um aðgang að gögnum í safninu gildi ákvæði upplýsingalaga. Um aðgang að öðrum gögnum og skjölum, sem upplýsingalög og lög um upplýsingarétt um umhverfismál taka ekki til, skal mælt fyrir í reglugerð gefinni út af ráðherra mennta- og menningarmála að fengnum tillögum þjóðskjalavarðar. Það á meðal annars við um gögn frá dómstólum. Það flækir málið hins vegar að slík reglugerð hefur ekki verið sett. Þar sem slík reglugerð er ekki fyrir hendi fer líklega um aðgang að þessum gögnum samkvæmt ákvæðum laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála, eins og áður segir, en í 16. grein er fjallað um aðgang að gögnum í sakamálum. Af því ákvæði verður ráðið að aðgangur að þeim gögnum sem eru í vörslu safnsins er takmarkaður við aðila máls. Rétt er að geta þess að gögn sem rannsóknarnefndin safnaði heyra undir lög um Þjóðskjalasafn, en allt sem saksóknari Alþingis aflar sjálfur fellur undir lög um meðferð sakamála. Því ber þetta allt að sama brunni. Án efnislegrar meðferðar málsins fyrir Landsdómi er þess langt að bíða að frekari upplýsingar um aðkomu stjórnmálanna að hruninu rati fyrir sjónir fólksins í landinu. Í reglum um notkun og aðgengi að opinberum skjalasöfnum kemur fram að gögn sem undanþegin eru upplýsingarétti séu meðal annars fundargerðir ríkisstjórna, bréfaskipti stjórnvalda og vinnuskjöl. Almennt eru þau lokuð í 30 ár, jafnvel lengur. Landsdómur Mest lesið Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Innlent Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Fleiri fréttir „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Sjá meira
Allt bendir til þess að málsgögn saksóknara Alþingis komi ekki fyrir sjónir almennings í langan tíma, fari svo að landsdómsmálið verði fellt niður. Alþingi hefur því í hendi sér hvort uppgjör stjórnmálanna við hrunið fer fram eður ei. Á það hefur verið bent að með því að draga ákæruna til baka væri Alþingi að bregðast fyrirheitum um rannsókn og uppgjör eftir hrun. Með efnislegri meðferð Landsdóms muni fást svör við fjölmörgum spurningum sem brenna á þjóðinni; því gefist aðeins þetta eina tækifæri til að greina mikið magn gagna um aðkomu stjórnmálamanna í aðdraganda hrunsins, og þá í samhengi við vitnisburð Geirs H. Haarde og annarra lykilmanna í þeirri atburðarás. Því er knýjandi spurning hvað verður gert við málsgögnin ef Alþingi fellur frá málsókninni, þar sem það virðist ekki augljóst. Sigríður Friðjónsdóttir, saksóknari Alþingis, segist ekki hafa íhugað það hvernig farið verði með gögnin. Að stofni til séu þau sömu gögn og rannsóknarnefnd Alþingis hafði undir höndum, enda málið grundvallað á niðurstöðu hennar. „Þetta yrði þá sakamál sem fellt væri niður og það þyrfti að skoða það hvort í gildi séu reglur um hvort aðgangur að þeim gögnum sé heimill eða hvort þau yrðu þá komin úr augsýn í ákveðinn tíma á grundvelli upplýsingalaga,“ segir Sigríður. „Ef þetta væri venjulegt mál fyrir Hæstarétti yrðu málsgögn hjá réttinum í ákveðinn tíma og svo færu þau á Þjóðskjalasafnið.“ Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra telur, samkvæmt upplýsingum sem hann aflaði sér vegna fyrirspurnar Fréttablaðsins, að „þau gögn sem fengist hafa til vinnslu við meðferð málsins [séu] þegar orðin opinber gögn“. Opinber gögn í hvaða skilningi? Þeirri spurningu hefur Ögmundur ekki haft svigrúm til að svara, þegar þetta er skrifað. Um 3.700 síður af gögnumÞað má teljast öruggt að öll málsgögn sem saksóknari Alþingis hefur safnað saman vegna málarekstursins fyrir Landsdómi verði lokuð almenningi í áratugi, fari svo að sakamál á hendur Geir H. Haarde verði fellt niður. Í lögum um landsdóm nr. 8/1963 segir ekkert um meðferð málsgagna sem falla til við málareksturinn. Hins vegar segir í 51. grein að lög um meðferð sakamála skuli gilda um þau atriði sem ekki eru sérstaklega skýrð í Landsdómslögunum. Um er að ræða tíu hefti með málsgögnum sem nema 3.683 blaðsíðum. Skjalaskrá gagnanna er 122 blaðsíður að lengd, eins og kemur fram á heimasíðu saksóknara Alþingis. Meðal þeirra gagna sem saksóknari aflaði, og er þá stiklað á stóru, áður en ákæra var gefin út 10. maí 2011 er tölvupóstur Geirs á tímabilinu 15. júní 2006 til 1. febrúar 2009 ásamt fundargerðum og minnisgreinum frá ráðherrafundum ríkisstjórna Geirs á sama tímabili. Eins önnur gögn úr forsætisráðuneytinu; frá rannsóknarnefnd Alþingis og þingmannanefndinni sem fjallaði um störf hennar. Upplýsingalögin gilda bara um starfsemi stjórnvalda, ekki dómstóla eða Alþingis. Gögn í landsdómsmálinu eru væntanlega gögn í samspili á milli Alþingis og dómstóla og erfitt að ímynda sér að þau teljist gögn frá stjórnvöldum. Gögn sem saksóknari Alþingis hefur fengið frá Þjóðskjalasafninu, sem eru stærsti hluti málsgagnanna, verða væntanlega hluti málsskjala hans í málinu; yrðu hluti rannsóknargagna. Þau eru svo hluti af skjalasafni saksóknara Alþingis. Hvenær þau koma til Þjóðskjalasafns er óvíst; gögnum er jafnan ekki skilað strax til Þjóðskjalasafns. Þau munu hins vegar verða vistuð þar í fyllingu tímans. Aðgangur takmarkaðurUm aðgang að skjölum og öðrum gögnum sem varðveitt eru í Þjóðskjalasafni Íslands er fjallað í 9. grein laga nr. 66/1985 um Þjóðskjalasafn Íslands. Þar segir að um aðgang að gögnum í safninu gildi ákvæði upplýsingalaga. Um aðgang að öðrum gögnum og skjölum, sem upplýsingalög og lög um upplýsingarétt um umhverfismál taka ekki til, skal mælt fyrir í reglugerð gefinni út af ráðherra mennta- og menningarmála að fengnum tillögum þjóðskjalavarðar. Það á meðal annars við um gögn frá dómstólum. Það flækir málið hins vegar að slík reglugerð hefur ekki verið sett. Þar sem slík reglugerð er ekki fyrir hendi fer líklega um aðgang að þessum gögnum samkvæmt ákvæðum laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála, eins og áður segir, en í 16. grein er fjallað um aðgang að gögnum í sakamálum. Af því ákvæði verður ráðið að aðgangur að þeim gögnum sem eru í vörslu safnsins er takmarkaður við aðila máls. Rétt er að geta þess að gögn sem rannsóknarnefndin safnaði heyra undir lög um Þjóðskjalasafn, en allt sem saksóknari Alþingis aflar sjálfur fellur undir lög um meðferð sakamála. Því ber þetta allt að sama brunni. Án efnislegrar meðferðar málsins fyrir Landsdómi er þess langt að bíða að frekari upplýsingar um aðkomu stjórnmálanna að hruninu rati fyrir sjónir fólksins í landinu. Í reglum um notkun og aðgengi að opinberum skjalasöfnum kemur fram að gögn sem undanþegin eru upplýsingarétti séu meðal annars fundargerðir ríkisstjórna, bréfaskipti stjórnvalda og vinnuskjöl. Almennt eru þau lokuð í 30 ár, jafnvel lengur.
Landsdómur Mest lesið Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Innlent Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Fleiri fréttir „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Sjá meira