WOW Air flýgur til tólf staða í Evrópu Magnús Þorlákur Lúðvíksson skrifar 24. nóvember 2011 11:00 Kex Hostel í gær Jóna Lovísa Jónsdóttir, prestur á Akureyri og fitnessmeistari, opnaði vef WOW Air og blessaði fyrirtækið á blaðamannafundi í gær. Fréttablaðið/Anton ViðskiptiLággjaldaflugfélagið WOW Air mun hefja flug til og frá Íslandi 1. júní. Skúli Mogensen, stjórnarformaður félagsins, kynnti starfsemi þess á blaðamannafundi á Kex hosteli í gær. Sala farmiða hófst í gær en flogið verður til tólf áfangastaða í Evrópu. Á fundinum sagði Skúli að félagið myndi leggja áherslu á að bjóða upp á ódýra og skemmtilega þjónustu. Það yrði samkeppnishæft og stundvíst á sínum leiðum og myndi bjóða frábæra þjónustu. Skúli sagði Íslendinga oft gleyma því hve Ísland væri magnað. Útlendingar sem hingað kæmu upplifðu Ísland sem "WOW“ og það væri upplifunin sem flugfélagið vildi kynna farþega sína fyrir. „Við erum ekki að horfa á þetta sem samkeppnismarkað. Við erum að horfa á tækifæri til að stækka kökuna,“ sagði Skúli og bætti við: "Það er algjörlega raunhæft að ætla að tvöfalda fjölda farþega til og frá Íslandi á næstu fimm árum. Þar liggur tækifærið.“ Með tilkomu flugfélagsins verða til 50 störf auk allt að 20 starfa fyrir flugmenn. Íslenskir flugmenn verða ráðnir eftir því sem kostur er. Flugvélar fyrirtækisins verða af gerðinni Airbus A320 og mun það leggja upp með að hafa flugvélar sem er vel haldið við og líta vel út. Það er fyrirtækið Avion Express sem útvegar flugvélarnar en það er að hluta í eigu Davíðs Mássonar sem tekur einnig sæti í stjórn WOW Air. Félagið hefur verið að fullu fjármagnað en það er í meirihlutaeigu fjárfestingarfélagsins Títan sem er í eigu Skúla Mogensen. Aðrir hluthafar eru Baldur Oddur Baldursson, sem er framkvæmdastjóri fyrirtækisins, og Matthías Imsland. Fréttir af flugi WOW Air Mest lesið Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Viðskipti erlent Að umbreyta fómó í jómó um verslunarmannahelgina Atvinnulíf Fleiri fréttir Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Sjá meira
ViðskiptiLággjaldaflugfélagið WOW Air mun hefja flug til og frá Íslandi 1. júní. Skúli Mogensen, stjórnarformaður félagsins, kynnti starfsemi þess á blaðamannafundi á Kex hosteli í gær. Sala farmiða hófst í gær en flogið verður til tólf áfangastaða í Evrópu. Á fundinum sagði Skúli að félagið myndi leggja áherslu á að bjóða upp á ódýra og skemmtilega þjónustu. Það yrði samkeppnishæft og stundvíst á sínum leiðum og myndi bjóða frábæra þjónustu. Skúli sagði Íslendinga oft gleyma því hve Ísland væri magnað. Útlendingar sem hingað kæmu upplifðu Ísland sem "WOW“ og það væri upplifunin sem flugfélagið vildi kynna farþega sína fyrir. „Við erum ekki að horfa á þetta sem samkeppnismarkað. Við erum að horfa á tækifæri til að stækka kökuna,“ sagði Skúli og bætti við: "Það er algjörlega raunhæft að ætla að tvöfalda fjölda farþega til og frá Íslandi á næstu fimm árum. Þar liggur tækifærið.“ Með tilkomu flugfélagsins verða til 50 störf auk allt að 20 starfa fyrir flugmenn. Íslenskir flugmenn verða ráðnir eftir því sem kostur er. Flugvélar fyrirtækisins verða af gerðinni Airbus A320 og mun það leggja upp með að hafa flugvélar sem er vel haldið við og líta vel út. Það er fyrirtækið Avion Express sem útvegar flugvélarnar en það er að hluta í eigu Davíðs Mássonar sem tekur einnig sæti í stjórn WOW Air. Félagið hefur verið að fullu fjármagnað en það er í meirihlutaeigu fjárfestingarfélagsins Títan sem er í eigu Skúla Mogensen. Aðrir hluthafar eru Baldur Oddur Baldursson, sem er framkvæmdastjóri fyrirtækisins, og Matthías Imsland.
Fréttir af flugi WOW Air Mest lesið Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Viðskipti erlent Að umbreyta fómó í jómó um verslunarmannahelgina Atvinnulíf Fleiri fréttir Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Sjá meira