WOW Air flýgur til tólf staða í Evrópu Magnús Þorlákur Lúðvíksson skrifar 24. nóvember 2011 11:00 Kex Hostel í gær Jóna Lovísa Jónsdóttir, prestur á Akureyri og fitnessmeistari, opnaði vef WOW Air og blessaði fyrirtækið á blaðamannafundi í gær. Fréttablaðið/Anton ViðskiptiLággjaldaflugfélagið WOW Air mun hefja flug til og frá Íslandi 1. júní. Skúli Mogensen, stjórnarformaður félagsins, kynnti starfsemi þess á blaðamannafundi á Kex hosteli í gær. Sala farmiða hófst í gær en flogið verður til tólf áfangastaða í Evrópu. Á fundinum sagði Skúli að félagið myndi leggja áherslu á að bjóða upp á ódýra og skemmtilega þjónustu. Það yrði samkeppnishæft og stundvíst á sínum leiðum og myndi bjóða frábæra þjónustu. Skúli sagði Íslendinga oft gleyma því hve Ísland væri magnað. Útlendingar sem hingað kæmu upplifðu Ísland sem "WOW“ og það væri upplifunin sem flugfélagið vildi kynna farþega sína fyrir. „Við erum ekki að horfa á þetta sem samkeppnismarkað. Við erum að horfa á tækifæri til að stækka kökuna,“ sagði Skúli og bætti við: "Það er algjörlega raunhæft að ætla að tvöfalda fjölda farþega til og frá Íslandi á næstu fimm árum. Þar liggur tækifærið.“ Með tilkomu flugfélagsins verða til 50 störf auk allt að 20 starfa fyrir flugmenn. Íslenskir flugmenn verða ráðnir eftir því sem kostur er. Flugvélar fyrirtækisins verða af gerðinni Airbus A320 og mun það leggja upp með að hafa flugvélar sem er vel haldið við og líta vel út. Það er fyrirtækið Avion Express sem útvegar flugvélarnar en það er að hluta í eigu Davíðs Mássonar sem tekur einnig sæti í stjórn WOW Air. Félagið hefur verið að fullu fjármagnað en það er í meirihlutaeigu fjárfestingarfélagsins Títan sem er í eigu Skúla Mogensen. Aðrir hluthafar eru Baldur Oddur Baldursson, sem er framkvæmdastjóri fyrirtækisins, og Matthías Imsland. Fréttir af flugi WOW Air Mest lesið „Óskiljanleg“ regla leiddi til þess að hann greiddi flugferðina tvisvar Neytendur Z-kynslóðin sem foreldrar byrjuð að breyta leikreglunum Atvinnulíf Jaap Stam mætti í Jóa Útherja og heillaði aðdáendur Manchester United Samstarf „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Viðskipti innlent Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Viðskipti innlent Meiri líkur á svikum þegar börn læri um fjármál á netinu Viðskipti innlent Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Viðskipti innlent Miklar hækkanir í lágvöruverðsverslunum í byrjun árs Neytendur Forsteyptar húseiningar einfalda byggingarferlið Samstarf Fleiri fréttir Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Meiri líkur á svikum þegar börn læri um fjármál á netinu Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Sjá meira
ViðskiptiLággjaldaflugfélagið WOW Air mun hefja flug til og frá Íslandi 1. júní. Skúli Mogensen, stjórnarformaður félagsins, kynnti starfsemi þess á blaðamannafundi á Kex hosteli í gær. Sala farmiða hófst í gær en flogið verður til tólf áfangastaða í Evrópu. Á fundinum sagði Skúli að félagið myndi leggja áherslu á að bjóða upp á ódýra og skemmtilega þjónustu. Það yrði samkeppnishæft og stundvíst á sínum leiðum og myndi bjóða frábæra þjónustu. Skúli sagði Íslendinga oft gleyma því hve Ísland væri magnað. Útlendingar sem hingað kæmu upplifðu Ísland sem "WOW“ og það væri upplifunin sem flugfélagið vildi kynna farþega sína fyrir. „Við erum ekki að horfa á þetta sem samkeppnismarkað. Við erum að horfa á tækifæri til að stækka kökuna,“ sagði Skúli og bætti við: "Það er algjörlega raunhæft að ætla að tvöfalda fjölda farþega til og frá Íslandi á næstu fimm árum. Þar liggur tækifærið.“ Með tilkomu flugfélagsins verða til 50 störf auk allt að 20 starfa fyrir flugmenn. Íslenskir flugmenn verða ráðnir eftir því sem kostur er. Flugvélar fyrirtækisins verða af gerðinni Airbus A320 og mun það leggja upp með að hafa flugvélar sem er vel haldið við og líta vel út. Það er fyrirtækið Avion Express sem útvegar flugvélarnar en það er að hluta í eigu Davíðs Mássonar sem tekur einnig sæti í stjórn WOW Air. Félagið hefur verið að fullu fjármagnað en það er í meirihlutaeigu fjárfestingarfélagsins Títan sem er í eigu Skúla Mogensen. Aðrir hluthafar eru Baldur Oddur Baldursson, sem er framkvæmdastjóri fyrirtækisins, og Matthías Imsland.
Fréttir af flugi WOW Air Mest lesið „Óskiljanleg“ regla leiddi til þess að hann greiddi flugferðina tvisvar Neytendur Z-kynslóðin sem foreldrar byrjuð að breyta leikreglunum Atvinnulíf Jaap Stam mætti í Jóa Útherja og heillaði aðdáendur Manchester United Samstarf „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Viðskipti innlent Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Viðskipti innlent Meiri líkur á svikum þegar börn læri um fjármál á netinu Viðskipti innlent Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Viðskipti innlent Miklar hækkanir í lágvöruverðsverslunum í byrjun árs Neytendur Forsteyptar húseiningar einfalda byggingarferlið Samstarf Fleiri fréttir Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Meiri líkur á svikum þegar börn læri um fjármál á netinu Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Sjá meira