Víðtækar refsiheimildir vegna ráðherra 30. apríl 2010 06:00 „Valdi fylgir ábyrgð og því er í 14. gr. stjórnarskrárinnar mælt svo fyrir að ráðherrar beri ábyrgð á stjórnarframkvæmdum,“ segir í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis. Fréttablaðið/Pjetur Fréttaskýring: Hversu víðtæk er ráðherraábyrgð? Refsiheimildir vegna vanrækslu ráðherra á starfsskyldum ná bæði yfir ráðleggingar og fortölur sem ráðherra beitir vegna máls sem annar ráðherra ber ábyrgð á og til þess sem fram fer á ríkisstjórnarfundum þar sem ráðherrar skiptast á skoðunum og ráða ráðum. Þetta má lesa í sextánda kafla skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis. Nefndin segir refsiheimildir vegna vanrækslu á starfsskyldum ráðherra víðtækar. Í fundargerðum þurfi að vera skýrt hvaða ráðherrar hafi „með ráðum, fortölum, atkvæði eða á annan hátt stuðlað að hverri þeirri athöfn sem tekin er fyrir á ráðherrafundi“. Þá kemur fram að stjórnarskráin veiti oddvitum ríkisstjórnarflokka ákveðið svigrúm til að taka á sínar herðar pólitíska stefnumótun ríkisstjórnar. Mál hafi þróast mjög í þá átt undanfarin ár. Sá ráðherra sem ber einn ábyrgð á hverri stjórnarathöfn þurfi þó sjálfur að taka þá ákvörðun og fá að koma sínum eigin viðhorfum að við málsmeðferðina. Einn undirkafli umfjöllunar rannsóknarnefndar um eftirlit með fjármálamarkaði er þar helgaður frumkvæðisskyldu ráðherra og ráðherraábyrgð. Þar segir að ráðherra eigi sjálfur að tryggja sér aðgang að upplýsingum um mikilvægustu málefni síns ráðuneytis. Hann beri sjálfur ábyrgð á að samskipti við undirstofnanir séu þannig „að hægt sé hafa eftirlit með starfrækslu þeirra“. Ráðherra geti borið skylda til að koma starfsemi stofnunar í lögmætt horf ef skapast hefur „viðvarandi, ólögmætt ástand“. Eins og fram er komið telur nefndin að Björgvin G. Sigurðsson viðskiptaráðherra hafi vanrækt starfsskyldur í aðdraganda bankahrunsins. Björgvin segist ekki hafa fengið upplýsingar um aðgerðir sem kölluðu á athygli stjórnvalda í aðdraganda hrunsins, hvorki frá öðrum ráðherrum, Seðlabanka, né eigin aðstoðarmanni. Um leið og rannsóknarnefndin leggur mikla áherslu á frumkvæðisskyldu, eftirlitsskyldu og stjórnunarskyldu ráðherra segir hún að í sumum tilvikum sé því aðeins hægt að krefjast frumkvæðis að ráðherrann hafi fengið tilteknar upplýsingar. Hlutverk nefndarinnar var að rannsaka en ekki dæma. Nú hefur þingmannanefnd næstu skref til meðferðar, þar á meðal spurninguna um hvort Landsdómur á að fjalla um hugsanlega vanrækslu ráðherra á starfsskyldum og ákveða hvort skilyrði séu fyrir þeim hinum víðtæku refsiheimildum ráðherraábyrgðarlaganna. peturg@frettabladid.is Landsdómur Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Herjólfur siglir ekki meira í dag Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Fleiri fréttir Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Sjá meira
Fréttaskýring: Hversu víðtæk er ráðherraábyrgð? Refsiheimildir vegna vanrækslu ráðherra á starfsskyldum ná bæði yfir ráðleggingar og fortölur sem ráðherra beitir vegna máls sem annar ráðherra ber ábyrgð á og til þess sem fram fer á ríkisstjórnarfundum þar sem ráðherrar skiptast á skoðunum og ráða ráðum. Þetta má lesa í sextánda kafla skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis. Nefndin segir refsiheimildir vegna vanrækslu á starfsskyldum ráðherra víðtækar. Í fundargerðum þurfi að vera skýrt hvaða ráðherrar hafi „með ráðum, fortölum, atkvæði eða á annan hátt stuðlað að hverri þeirri athöfn sem tekin er fyrir á ráðherrafundi“. Þá kemur fram að stjórnarskráin veiti oddvitum ríkisstjórnarflokka ákveðið svigrúm til að taka á sínar herðar pólitíska stefnumótun ríkisstjórnar. Mál hafi þróast mjög í þá átt undanfarin ár. Sá ráðherra sem ber einn ábyrgð á hverri stjórnarathöfn þurfi þó sjálfur að taka þá ákvörðun og fá að koma sínum eigin viðhorfum að við málsmeðferðina. Einn undirkafli umfjöllunar rannsóknarnefndar um eftirlit með fjármálamarkaði er þar helgaður frumkvæðisskyldu ráðherra og ráðherraábyrgð. Þar segir að ráðherra eigi sjálfur að tryggja sér aðgang að upplýsingum um mikilvægustu málefni síns ráðuneytis. Hann beri sjálfur ábyrgð á að samskipti við undirstofnanir séu þannig „að hægt sé hafa eftirlit með starfrækslu þeirra“. Ráðherra geti borið skylda til að koma starfsemi stofnunar í lögmætt horf ef skapast hefur „viðvarandi, ólögmætt ástand“. Eins og fram er komið telur nefndin að Björgvin G. Sigurðsson viðskiptaráðherra hafi vanrækt starfsskyldur í aðdraganda bankahrunsins. Björgvin segist ekki hafa fengið upplýsingar um aðgerðir sem kölluðu á athygli stjórnvalda í aðdraganda hrunsins, hvorki frá öðrum ráðherrum, Seðlabanka, né eigin aðstoðarmanni. Um leið og rannsóknarnefndin leggur mikla áherslu á frumkvæðisskyldu, eftirlitsskyldu og stjórnunarskyldu ráðherra segir hún að í sumum tilvikum sé því aðeins hægt að krefjast frumkvæðis að ráðherrann hafi fengið tilteknar upplýsingar. Hlutverk nefndarinnar var að rannsaka en ekki dæma. Nú hefur þingmannanefnd næstu skref til meðferðar, þar á meðal spurninguna um hvort Landsdómur á að fjalla um hugsanlega vanrækslu ráðherra á starfsskyldum og ákveða hvort skilyrði séu fyrir þeim hinum víðtæku refsiheimildum ráðherraábyrgðarlaganna. peturg@frettabladid.is
Landsdómur Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Herjólfur siglir ekki meira í dag Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Fleiri fréttir Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Sjá meira