Dagur og Jón funda um samstarf í dag 31. maí 2010 06:30 Samfylkingin og Besti flokkurinn hófu í gær viðræður um myndun meirihluta um stjórn Reykjavíkur. Fulltrúar flokkanna munu hittast aftur í dag. Besti flokkurinn hafði í gærkvöldi ekkert formlegt samband haft við Sjálfstæðisflokkinn og engir fundir voru fyrirhugaðir á milli þeirra. „Besti flokkurinn hafði samband og óskaði eftir viðræðum um myndun meirihluta," segir Dagur B. Eggertsson, oddviti Samfylkingarinnar. „Við erum bara á fyrstu metrunum í því." Jón Gnarr segir fundinn hafa verið óformlegan svo menn gætu séð hver framan í annan. Besti flokkurinn verði að fara í samstarf úr því að hann hafi ekki náð hreinum meirihluta. Jón gerir kröfu um borgarstjórastólinn, en það segist Dagur hins vegar ekki gera. Kosningarnar um helgina voru sögulegar víðar en í höfuðborginni. Á Akureyri fékk L-listi fólksins hreinan meirihluta, fyrstur flokka frá upphafi. Aðrir flokkar fengu einn fulltrúa hver. Í Kópavogi, þar sem sjálfstæðis- og framsóknarmenn hafa ríkt í tuttugu ár, er nýr fjögurra flokka meirihluti svo gott sem kominn á koppinn án þeirra þátttöku. Þar hlutu tvö ný framboð brautargengi í kosningunum og komu hvort sínum manninum að í bæjarstjórn. Hreinn meirihluti Samfylkingarinnar féll í Hafnarfirði og bæjarstjórinn Lúðvík Geirsson, sem skipaði baráttusætið, náði ekki inn. Fulltrúi Vinstri grænna er í oddastöðu og vill að flokkarnir þrír, Samfylking, Vinstri græn og Sjálfstæðisflokkur, starfi allir saman að stjórn bæjarins. Gömlu flokkarnir fjórir tapa allir fylgi frá sveitarstjórnarkosningunum 2006 ef litið er til þeirra sveitarfélaga þar sem þeir bjóða fram í eigin nafni. Grétar Þór Eyþórsson stjórnmálafræðiprófessor segir þetta vera áfall fyrir flokkana. Kosningar 2010 Mest lesið Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Verður líklega mikið eftir af snjó og klaka Veður Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Fleiri fréttir Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Sjá meira
Samfylkingin og Besti flokkurinn hófu í gær viðræður um myndun meirihluta um stjórn Reykjavíkur. Fulltrúar flokkanna munu hittast aftur í dag. Besti flokkurinn hafði í gærkvöldi ekkert formlegt samband haft við Sjálfstæðisflokkinn og engir fundir voru fyrirhugaðir á milli þeirra. „Besti flokkurinn hafði samband og óskaði eftir viðræðum um myndun meirihluta," segir Dagur B. Eggertsson, oddviti Samfylkingarinnar. „Við erum bara á fyrstu metrunum í því." Jón Gnarr segir fundinn hafa verið óformlegan svo menn gætu séð hver framan í annan. Besti flokkurinn verði að fara í samstarf úr því að hann hafi ekki náð hreinum meirihluta. Jón gerir kröfu um borgarstjórastólinn, en það segist Dagur hins vegar ekki gera. Kosningarnar um helgina voru sögulegar víðar en í höfuðborginni. Á Akureyri fékk L-listi fólksins hreinan meirihluta, fyrstur flokka frá upphafi. Aðrir flokkar fengu einn fulltrúa hver. Í Kópavogi, þar sem sjálfstæðis- og framsóknarmenn hafa ríkt í tuttugu ár, er nýr fjögurra flokka meirihluti svo gott sem kominn á koppinn án þeirra þátttöku. Þar hlutu tvö ný framboð brautargengi í kosningunum og komu hvort sínum manninum að í bæjarstjórn. Hreinn meirihluti Samfylkingarinnar féll í Hafnarfirði og bæjarstjórinn Lúðvík Geirsson, sem skipaði baráttusætið, náði ekki inn. Fulltrúi Vinstri grænna er í oddastöðu og vill að flokkarnir þrír, Samfylking, Vinstri græn og Sjálfstæðisflokkur, starfi allir saman að stjórn bæjarins. Gömlu flokkarnir fjórir tapa allir fylgi frá sveitarstjórnarkosningunum 2006 ef litið er til þeirra sveitarfélaga þar sem þeir bjóða fram í eigin nafni. Grétar Þór Eyþórsson stjórnmálafræðiprófessor segir þetta vera áfall fyrir flokkana.
Kosningar 2010 Mest lesið Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Verður líklega mikið eftir af snjó og klaka Veður Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Fleiri fréttir Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Sjá meira