Í-listinn mælist með hreinan meirihluta 20. maí 2010 06:00 Könnunin. Í-listinn, sameiginlegt framboð Samfylkingar, Vinstri grænna, Frjálslyndra og óháðra, fær hreinan meirihluta bæjarfulltrúa á Ísafirði samkvæmt nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2 sem gerð var í gærkvöldi. Framboðið nýtur stuðnings 48,4 prósenta þeirra sem afstöðu tóku í könnuninni. Verði það niðurstaða kosninga fengi framboðið fimm bæjarfulltrúa af níu. Framboðið fékk 40 prósent atkvæða í sveitarstjórnarkosningunum 2006 og fjóra menn kjörna í bæjarstjórn sveitarfélagsins. Meirihluti Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks er samkvæmt könnuninni fallinn. Sjálfstæðisflokkurinn tapar verulegu fylgi samkvæmt könnuninni. Flokkurinn fengi 29,1 prósent atkvæða, en naut stuðnings 42,4 prósenta Ísfirðinga í síðustu kosningum. Flokkurinn fengi miðað við þetta fylgi þrjá bæjarfulltrúa, en er með fjóra í dag. Framsóknarflokkurinn fengi 16,2 prósent atkvæða ef kosið yrði nú samkvæmt könnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2. Það er lítils háttar aukning frá kosningunum 2006, þegar flokkurinn fékk 15,6 prósent. Niðurstaðan hefur ekki áhrif á fjölda bæjarfulltrúa Framsóknarflokksins. Flokkurinn myndi halda sínum eina fulltrúa yrðu þetta niðurstöður kosninga. Alls sagðist 8,1 prósent þeirra sem afstöðu tóku í könnuninni ætla að kjósa Kammónistalistann yrði gengið til sveitarstjórnarkosninga nú. Verði það niðurstaðan í komandi kosningum nær listinn ekki inn bæjarfulltrúa. Kammónistalistinn er nýtt framboð skipað nemendum úr Menntaskólanum á Ísafirði. Menntskælingar hafa áður boðið fram, og náðu tveimur mönnum í bæjarstjórn árið 1996 undir merkjum Fönklistans. Þeir virðast langt frá þeim árangri samkvæmt könnun gærkvöldsins. Hringt var í 600 manns miðvikudaginn 19. maí. Þátttakendur voru valdir með slembiúrtaki úr þjóðskrá. Svarendur skiptust jafnt eftir kyni og hlutfallslega eftir aldri. Spurt var: Hvaða lista myndir þú kjósa ef gengið yrði til sveitarstjórnarkosninga í dag? Ef ekki fékkst svar var spurt: Hvaða flokk er líklegast að þú myndir kjósa? Ef ekki fékkst svar var að lokum spurt: Er líklegra að þú myndir kjósa Sjálfstæðisflokkinn eða einhvern annan flokk? Alls tóku 65,8 prósent afstöðu til spurningarinnar. brjann@frettabladid.is Fréttir Innlent Kosningar 2010 Sveitarstjórnarmál Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Fleiri fréttir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Sjá meira
Í-listinn, sameiginlegt framboð Samfylkingar, Vinstri grænna, Frjálslyndra og óháðra, fær hreinan meirihluta bæjarfulltrúa á Ísafirði samkvæmt nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2 sem gerð var í gærkvöldi. Framboðið nýtur stuðnings 48,4 prósenta þeirra sem afstöðu tóku í könnuninni. Verði það niðurstaða kosninga fengi framboðið fimm bæjarfulltrúa af níu. Framboðið fékk 40 prósent atkvæða í sveitarstjórnarkosningunum 2006 og fjóra menn kjörna í bæjarstjórn sveitarfélagsins. Meirihluti Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks er samkvæmt könnuninni fallinn. Sjálfstæðisflokkurinn tapar verulegu fylgi samkvæmt könnuninni. Flokkurinn fengi 29,1 prósent atkvæða, en naut stuðnings 42,4 prósenta Ísfirðinga í síðustu kosningum. Flokkurinn fengi miðað við þetta fylgi þrjá bæjarfulltrúa, en er með fjóra í dag. Framsóknarflokkurinn fengi 16,2 prósent atkvæða ef kosið yrði nú samkvæmt könnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2. Það er lítils háttar aukning frá kosningunum 2006, þegar flokkurinn fékk 15,6 prósent. Niðurstaðan hefur ekki áhrif á fjölda bæjarfulltrúa Framsóknarflokksins. Flokkurinn myndi halda sínum eina fulltrúa yrðu þetta niðurstöður kosninga. Alls sagðist 8,1 prósent þeirra sem afstöðu tóku í könnuninni ætla að kjósa Kammónistalistann yrði gengið til sveitarstjórnarkosninga nú. Verði það niðurstaðan í komandi kosningum nær listinn ekki inn bæjarfulltrúa. Kammónistalistinn er nýtt framboð skipað nemendum úr Menntaskólanum á Ísafirði. Menntskælingar hafa áður boðið fram, og náðu tveimur mönnum í bæjarstjórn árið 1996 undir merkjum Fönklistans. Þeir virðast langt frá þeim árangri samkvæmt könnun gærkvöldsins. Hringt var í 600 manns miðvikudaginn 19. maí. Þátttakendur voru valdir með slembiúrtaki úr þjóðskrá. Svarendur skiptust jafnt eftir kyni og hlutfallslega eftir aldri. Spurt var: Hvaða lista myndir þú kjósa ef gengið yrði til sveitarstjórnarkosninga í dag? Ef ekki fékkst svar var spurt: Hvaða flokk er líklegast að þú myndir kjósa? Ef ekki fékkst svar var að lokum spurt: Er líklegra að þú myndir kjósa Sjálfstæðisflokkinn eða einhvern annan flokk? Alls tóku 65,8 prósent afstöðu til spurningarinnar. brjann@frettabladid.is
Fréttir Innlent Kosningar 2010 Sveitarstjórnarmál Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Fleiri fréttir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Sjá meira