Brown vill leiða ríkisstjórn Guðjón Helgason skrifar 11. maí 2007 18:45 Gordon Brown, fjármálaráðherra í bresku ríkisstjórninni, hellti sér í morgun formlega í slaginn um leiðtogaembættið í Verkamannaflokknum. Talið er að hann eigi greiða leið í embættið og takið við forsætisráðuneytinu af Tony Blair í lok júní. Blair tilkynnti um afsögn sína í gær. Það var á fundi með stuðningsmönnum í Lundúnum í dag sem Brown tilkynnti að hann ætlaði að sækjast eftir leiðtogasætinu og því að fá að leiða nýja ríkisstjórn. Þessi yfirlýsing kom engum á óvart enda vitað að Brown ætlaði sér að krækja í embættið á eftir Blair. Sagan segir að þeir hafi í raun samið um það þegar John Smith, þáverandi leiðtogi Verkamannaflokksins, féll skyndilega frá árið 1994. Þessu hafa þeir þó báðir neitað. Blair lýsti í morgun yfir stuðningi við Brown sem boðaði þá til framboðsfundar. Hann lofsögn fráfarandi forsætisráðherra en sagðist ætla að innleiða nýja stjórnarhætti. Verkamannaflokkinn hefði á liðnum áratug byggt upp sanngjarnara samfélag en gera þyrfti betur. Hann ætlaði að styrkja efnahag landsins enn frekar, eyða fátækt meðal barna og finna leiðir til þess að takast á við loftlagsbreytingar í heiminum. Í ræðu sinni lagði hann áherslu á staðfestu í baráttunni við hryðjuverk. Hann sagði fyrsta verk sitt í embætti þó verða að takast á við erfið verkefni í heilbrigðisþjónustunni. Talið er að Brown eigi auðvelda leið í leiðtogaembættið og Downing-stræti 10. Hann bauð þó hverjum sem væri að takast á við sig um leiðtogahlutverkið. Ekki er þó búist við að þungaviktarmenn bjóði sig fram gegn honum. Tveir minni spámenn á vinstrivæng flokksins leita þó stuðnings fyrir framboð sín en hafa samið um að sá sem afli fleiri fylgismanna um helgina haldi áfram en hinn víki. Val á formanni er sjö vikna ferli sem lýkur í lok júní. Erlent Fréttir Mest lesið Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Íslendingur lést vegna hitaslags Innlent Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Innlent Fleiri fréttir Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Sjá meira
Gordon Brown, fjármálaráðherra í bresku ríkisstjórninni, hellti sér í morgun formlega í slaginn um leiðtogaembættið í Verkamannaflokknum. Talið er að hann eigi greiða leið í embættið og takið við forsætisráðuneytinu af Tony Blair í lok júní. Blair tilkynnti um afsögn sína í gær. Það var á fundi með stuðningsmönnum í Lundúnum í dag sem Brown tilkynnti að hann ætlaði að sækjast eftir leiðtogasætinu og því að fá að leiða nýja ríkisstjórn. Þessi yfirlýsing kom engum á óvart enda vitað að Brown ætlaði sér að krækja í embættið á eftir Blair. Sagan segir að þeir hafi í raun samið um það þegar John Smith, þáverandi leiðtogi Verkamannaflokksins, féll skyndilega frá árið 1994. Þessu hafa þeir þó báðir neitað. Blair lýsti í morgun yfir stuðningi við Brown sem boðaði þá til framboðsfundar. Hann lofsögn fráfarandi forsætisráðherra en sagðist ætla að innleiða nýja stjórnarhætti. Verkamannaflokkinn hefði á liðnum áratug byggt upp sanngjarnara samfélag en gera þyrfti betur. Hann ætlaði að styrkja efnahag landsins enn frekar, eyða fátækt meðal barna og finna leiðir til þess að takast á við loftlagsbreytingar í heiminum. Í ræðu sinni lagði hann áherslu á staðfestu í baráttunni við hryðjuverk. Hann sagði fyrsta verk sitt í embætti þó verða að takast á við erfið verkefni í heilbrigðisþjónustunni. Talið er að Brown eigi auðvelda leið í leiðtogaembættið og Downing-stræti 10. Hann bauð þó hverjum sem væri að takast á við sig um leiðtogahlutverkið. Ekki er þó búist við að þungaviktarmenn bjóði sig fram gegn honum. Tveir minni spámenn á vinstrivæng flokksins leita þó stuðnings fyrir framboð sín en hafa samið um að sá sem afli fleiri fylgismanna um helgina haldi áfram en hinn víki. Val á formanni er sjö vikna ferli sem lýkur í lok júní.
Erlent Fréttir Mest lesið Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Íslendingur lést vegna hitaslags Innlent Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Innlent Fleiri fréttir Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Sjá meira