Umdeildur verðandi forseti Guðjón Helgason skrifar 7. maí 2007 19:15 Nicolas Sarkozy, nýr forseti Frakklands, er umdeildur og veit af því. Hann er þekktur fyrir harða afstöðu í innflytjendamálum og hefur viðrað þá skoðun að genasamsetning geti ráðið glæpahneigð fólks. Stjórnmálaskýrendur í Frakklandi segja áhugaverða tíma í vændum í frönskum stjórnmálum eftir úrslit forsetakosninganna í gær. Sarkozy er 52 ára. Faðir hans flutti til Frakklands frá Ungverjalandi en móðir hans er frönsk af grískum gyðingaættum. Sarkozy og tveir bræður hans voru aldir upp í róversk kaþólskri trú. Sarkozy er lögfræðingur að mennt. 22 ára var hann kosinn í bæjarráð í Neuilly sur Seine þar sem varð síðar yngsti bæjarstjóri í sögu Frakklands. 1993 til 1995 var hann fjármálaráðherra í ríkisstjórn Édouards Balladurs. Sarkozy var snemma á ferlinum sagður undir verndarvæng Jacques Chiracs. Árið 1995 sneri hann hins vegar baki við lærimeistara sinn og studdi Balladur í forsetakosningunum það ár. Chirac náði kjöri og þá var Sarkozy úti í kuldanum. Chirac lokaði þó ekki alveg á hann og skipaði hann innanríkisráðherra 2002 í ríkisstjórn Jean-Pierre Raffarains. Tveimur árum síðar varð hann fjármálaráðherra og loks innanríkisráðherra aftur. Sarkozy er ekki allra eins og ljóst var þegar til átaka kom í sumum borgum Frakklands í nótt vegna úrslitanna í gær. Sarkozy varkti reiði margra með framgöngu sinni þegar til óeirða kom í Frakklandi fyrir um tveimur árum. Sagði hann mótmælendur skríl og uppskar skammir fyrir. Hann er þekktur fyrir harða afstöðu í innflytjendamálum þrátt fyrir uppruna sinn, og vill minnka aðskilnað ríkis og trúarbragða í Frakklandi. Hann vill að ríkið komi að uppbyggingu guðshúsa - meðal annars á moskum. Sarkozy var andvígur Íraksstríðinu en gagnrýndi Chirac og utanríkisráðherrann Dominique de Villepin fyrir það hvernig þeir tjáðu andstöðu sína. Sarkozy hefur einnig viðrað þá skoðun sína að genasamsetning ráði glæpahneygð fólks. Af þessu má sjá að nýr forseti Frakklands er umdeildur og bíða áhugamenn um frönsk þjóðmál spenntir eftir því að hann taki við völdum í Elysée-höll 16. maí næstkomandi. Þá hefjist áhugavert tímabil í frönskum stjórnmálum. Erlent Fréttir Mest lesið Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Innlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Erlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni Innlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Innlent Fleiri fréttir Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Sjá meira
Nicolas Sarkozy, nýr forseti Frakklands, er umdeildur og veit af því. Hann er þekktur fyrir harða afstöðu í innflytjendamálum og hefur viðrað þá skoðun að genasamsetning geti ráðið glæpahneigð fólks. Stjórnmálaskýrendur í Frakklandi segja áhugaverða tíma í vændum í frönskum stjórnmálum eftir úrslit forsetakosninganna í gær. Sarkozy er 52 ára. Faðir hans flutti til Frakklands frá Ungverjalandi en móðir hans er frönsk af grískum gyðingaættum. Sarkozy og tveir bræður hans voru aldir upp í róversk kaþólskri trú. Sarkozy er lögfræðingur að mennt. 22 ára var hann kosinn í bæjarráð í Neuilly sur Seine þar sem varð síðar yngsti bæjarstjóri í sögu Frakklands. 1993 til 1995 var hann fjármálaráðherra í ríkisstjórn Édouards Balladurs. Sarkozy var snemma á ferlinum sagður undir verndarvæng Jacques Chiracs. Árið 1995 sneri hann hins vegar baki við lærimeistara sinn og studdi Balladur í forsetakosningunum það ár. Chirac náði kjöri og þá var Sarkozy úti í kuldanum. Chirac lokaði þó ekki alveg á hann og skipaði hann innanríkisráðherra 2002 í ríkisstjórn Jean-Pierre Raffarains. Tveimur árum síðar varð hann fjármálaráðherra og loks innanríkisráðherra aftur. Sarkozy er ekki allra eins og ljóst var þegar til átaka kom í sumum borgum Frakklands í nótt vegna úrslitanna í gær. Sarkozy varkti reiði margra með framgöngu sinni þegar til óeirða kom í Frakklandi fyrir um tveimur árum. Sagði hann mótmælendur skríl og uppskar skammir fyrir. Hann er þekktur fyrir harða afstöðu í innflytjendamálum þrátt fyrir uppruna sinn, og vill minnka aðskilnað ríkis og trúarbragða í Frakklandi. Hann vill að ríkið komi að uppbyggingu guðshúsa - meðal annars á moskum. Sarkozy var andvígur Íraksstríðinu en gagnrýndi Chirac og utanríkisráðherrann Dominique de Villepin fyrir það hvernig þeir tjáðu andstöðu sína. Sarkozy hefur einnig viðrað þá skoðun sína að genasamsetning ráði glæpahneygð fólks. Af þessu má sjá að nýr forseti Frakklands er umdeildur og bíða áhugamenn um frönsk þjóðmál spenntir eftir því að hann taki við völdum í Elysée-höll 16. maí næstkomandi. Þá hefjist áhugavert tímabil í frönskum stjórnmálum.
Erlent Fréttir Mest lesið Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Innlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Erlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni Innlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Innlent Fleiri fréttir Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Sjá meira