Dýr mundu jakkafötin öll Jónas Haraldsson skrifar 2. maí 2007 09:10 Þessi Hickey Freeman jakkaföt kosta einmitt 1.495 dollara, eða um 96 þúsund íslenskar krónur. MYND/Vísir Bandarískur dómari hefur krafið fatahreinsun um 67 milljónir dollara, eða um 4,3 milljarða íslenskra króna, í skaðabætur vegna þess að hún týndi buxunum hans. Dómarinn, Roy Pearson, segir í dómsskjölum að hann hafi upplifað erfiða tíma vegna þess að fatahreinsunin týndi uppáhalds buxunum hans. Hann ætlaði að vera í þeim á fyrsta degi sínum sem dómari. Nánar tiltekið sagðist Pearson hafa upplifað „andlega angist, óþægindi og erfiðleika hverskonar" af því hann gat ekki verið í uppáhalds jakkafötunum sínum fyrsta daginn í vinnunni. Málsókn Pearsons byggir að mestu á skilti sem hangir í glugga fatahreinsunarinnar en á því stendur „Satisfaction Guaranteed" sem gæti útlagst „Ánægja tryggð." Fjölmiðlar segja réttarhöldin, sem hefjast í júní, hafa umfang lögfræðidrama eftir John Grisham en mikilvægi umferðarsektar. Pearson ætlar sér að kalla til 63 vitni. Sakborningarnir í málinu, Jin og Soo Chung, segja ekkert skondið við þessa málsókn sem hefur kostað þau tugþúsundir dollara í lögfræðikostnað. Þar að auki segjast þau hafa fundið buxurnar umdeildu. Málið má rekja aftur til ársins 2002. Þá fór Pearson með buxur í hreinsun til hjónanna og þær týndust. Þau borguðu honum skaðabætur. Þremur árum seinna fór hann aftur með buxur í hreinsun til þeirra. Og eins og í atriði úr bíómyndinni Groundhog Day týndust buxurnar hans aftur. Í dómsskjölum kemur fram að Pearson hafi mátað fimm Hickey Freeman jakkaföt en buxurnar í þeim öllum hafi verið of þröngar. Hann fór þá með aðrar buxur til fatahreinsunarinnar til þess að láta breyta þeim - en þær týndust líka. Upphófst þá málsóknin mikla. Upphaflega vildi Pearson 1.500 dollara fyrir nýjum jakkafötum. Lögfræðingar fóru í málið og að lokum buðu Chung hjónin 3.000 dollara í skaðabætur. Pearson sagði nei. Þá voru honum boðnir 4.600 dollarar. Enginn samningur. Að lokum buðu þau honum 12.000 dollara. Pearson var ekki á þeim buxunum heldur. Pearson fór þá að grafa í lögfræðibókum og fann ákvæði sem hann telur geta staðið undir málsókninni. Pearson reyndi jafnvel að gera málið að hópmálsókn en komið var í veg fyrir það. Fréttavefur ABC skýrði frá þessu í gær. Hægt er að sjá fréttina í heild sinni hér. Þess má til gamans geta að lögfræðideild ABC fréttastofunnar hefur reiknað út að fyrir 67 milljónir dollara gæti Pearson keypt sér 84.115 nýjar buxur en hann segir buxurnar týndu hafa kostað 800 dollara. Ef þeim væri síðan staflað upp yrði staflinn hærri en átta Everest fjöll. Og ef buxurnar yrðu lagðar hlið við hlið myndu þær spanna rúma 77 kílómetra. Erlent Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Fleiri fréttir Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Sór embættiseiðinn á niðurlagðri neðanjarðarlestarstöð Kirkja í Amsterdam alelda Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Sjá meira
Bandarískur dómari hefur krafið fatahreinsun um 67 milljónir dollara, eða um 4,3 milljarða íslenskra króna, í skaðabætur vegna þess að hún týndi buxunum hans. Dómarinn, Roy Pearson, segir í dómsskjölum að hann hafi upplifað erfiða tíma vegna þess að fatahreinsunin týndi uppáhalds buxunum hans. Hann ætlaði að vera í þeim á fyrsta degi sínum sem dómari. Nánar tiltekið sagðist Pearson hafa upplifað „andlega angist, óþægindi og erfiðleika hverskonar" af því hann gat ekki verið í uppáhalds jakkafötunum sínum fyrsta daginn í vinnunni. Málsókn Pearsons byggir að mestu á skilti sem hangir í glugga fatahreinsunarinnar en á því stendur „Satisfaction Guaranteed" sem gæti útlagst „Ánægja tryggð." Fjölmiðlar segja réttarhöldin, sem hefjast í júní, hafa umfang lögfræðidrama eftir John Grisham en mikilvægi umferðarsektar. Pearson ætlar sér að kalla til 63 vitni. Sakborningarnir í málinu, Jin og Soo Chung, segja ekkert skondið við þessa málsókn sem hefur kostað þau tugþúsundir dollara í lögfræðikostnað. Þar að auki segjast þau hafa fundið buxurnar umdeildu. Málið má rekja aftur til ársins 2002. Þá fór Pearson með buxur í hreinsun til hjónanna og þær týndust. Þau borguðu honum skaðabætur. Þremur árum seinna fór hann aftur með buxur í hreinsun til þeirra. Og eins og í atriði úr bíómyndinni Groundhog Day týndust buxurnar hans aftur. Í dómsskjölum kemur fram að Pearson hafi mátað fimm Hickey Freeman jakkaföt en buxurnar í þeim öllum hafi verið of þröngar. Hann fór þá með aðrar buxur til fatahreinsunarinnar til þess að láta breyta þeim - en þær týndust líka. Upphófst þá málsóknin mikla. Upphaflega vildi Pearson 1.500 dollara fyrir nýjum jakkafötum. Lögfræðingar fóru í málið og að lokum buðu Chung hjónin 3.000 dollara í skaðabætur. Pearson sagði nei. Þá voru honum boðnir 4.600 dollarar. Enginn samningur. Að lokum buðu þau honum 12.000 dollara. Pearson var ekki á þeim buxunum heldur. Pearson fór þá að grafa í lögfræðibókum og fann ákvæði sem hann telur geta staðið undir málsókninni. Pearson reyndi jafnvel að gera málið að hópmálsókn en komið var í veg fyrir það. Fréttavefur ABC skýrði frá þessu í gær. Hægt er að sjá fréttina í heild sinni hér. Þess má til gamans geta að lögfræðideild ABC fréttastofunnar hefur reiknað út að fyrir 67 milljónir dollara gæti Pearson keypt sér 84.115 nýjar buxur en hann segir buxurnar týndu hafa kostað 800 dollara. Ef þeim væri síðan staflað upp yrði staflinn hærri en átta Everest fjöll. Og ef buxurnar yrðu lagðar hlið við hlið myndu þær spanna rúma 77 kílómetra.
Erlent Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Fleiri fréttir Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Sór embættiseiðinn á niðurlagðri neðanjarðarlestarstöð Kirkja í Amsterdam alelda Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Sjá meira