Einn lést og 60 særðust í óeirðum í Tallin 27. apríl 2007 13:29 Maður var stunginn til bana og hátt í sextíu manns særðust í miklum óeirðum í Tallinn í Eistlandi í gærkvöldi. Átökin brutust út þegar hópur fólks mótmælti niðurrifi sovésks minnismerkis um afrek Rauða hersins í seinni heimsstyrjöldinni, sem staðið hefur í miðborg Tallinn í áratugi. Eistnesk stjórnvöld ákváðu að tími væri til kominn að fjarlægja minnismerkið, sem þau telja minna á kúgunina sem þjóðin mátti þola á meðan Eistland var hluti af Sovétríkjunum. Eistar eru 1,3 milljónir og þar af er rúmur þriðjungur af rússneskum uppruna. Hundruð þeirra höfðu gengið um götur og mótmælt friðsamlega, en í þeirra augum er minnismerkið tákn um hugrekki hermanna Rauða hersins sem létu lífið í baráttu við nasista. Sovétmenn innlimuðu Eystrasaltslöndin Eistland, Lettland og Litháen árið 1940, nasistar náðu þeim á sitt vald ári síðar, en sovéski herinn náði yfirhöndinni á ný 1944 og voru löndin hluti Sovétríkjanna fram á tíunda áratug síðustu aldar. Þegar ljóst þótti að ákvörðuninni yrði ekki haggað, breyttust friðsöm mótmæli rússnesku Eistanna í óeirðir þar sem einn maður lést, tugir særðust og þrjú hundruð manns voru handteknir. Mótmælendur kveiktu í verslunum og rændu þar og rupluðu, mölvuðu rúður og fleygðu öllu lauslegu í lögregluna. Rússnesk stjórnvöld eru ævareið yfir framkvæmdinni og hafa ítrekað þrýst á Eista um að hætta við.Eistnesk stjórnvöld hafa sagt að þau vilji rannsaka líkamsleifarnar sem hvíla í gröfinni undir minnismerkinu og síðan færa minnismerkið á annan stað, sem eigi eftir að ákveða. Erlent Mest lesið Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Fleiri fréttir Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Sór embættiseiðinn á niðurlagðri neðanjarðarlestarstöð Kirkja í Amsterdam alelda Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Sjá meira
Maður var stunginn til bana og hátt í sextíu manns særðust í miklum óeirðum í Tallinn í Eistlandi í gærkvöldi. Átökin brutust út þegar hópur fólks mótmælti niðurrifi sovésks minnismerkis um afrek Rauða hersins í seinni heimsstyrjöldinni, sem staðið hefur í miðborg Tallinn í áratugi. Eistnesk stjórnvöld ákváðu að tími væri til kominn að fjarlægja minnismerkið, sem þau telja minna á kúgunina sem þjóðin mátti þola á meðan Eistland var hluti af Sovétríkjunum. Eistar eru 1,3 milljónir og þar af er rúmur þriðjungur af rússneskum uppruna. Hundruð þeirra höfðu gengið um götur og mótmælt friðsamlega, en í þeirra augum er minnismerkið tákn um hugrekki hermanna Rauða hersins sem létu lífið í baráttu við nasista. Sovétmenn innlimuðu Eystrasaltslöndin Eistland, Lettland og Litháen árið 1940, nasistar náðu þeim á sitt vald ári síðar, en sovéski herinn náði yfirhöndinni á ný 1944 og voru löndin hluti Sovétríkjanna fram á tíunda áratug síðustu aldar. Þegar ljóst þótti að ákvörðuninni yrði ekki haggað, breyttust friðsöm mótmæli rússnesku Eistanna í óeirðir þar sem einn maður lést, tugir særðust og þrjú hundruð manns voru handteknir. Mótmælendur kveiktu í verslunum og rændu þar og rupluðu, mölvuðu rúður og fleygðu öllu lauslegu í lögregluna. Rússnesk stjórnvöld eru ævareið yfir framkvæmdinni og hafa ítrekað þrýst á Eista um að hætta við.Eistnesk stjórnvöld hafa sagt að þau vilji rannsaka líkamsleifarnar sem hvíla í gröfinni undir minnismerkinu og síðan færa minnismerkið á annan stað, sem eigi eftir að ákveða.
Erlent Mest lesið Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Fleiri fréttir Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Sór embættiseiðinn á niðurlagðri neðanjarðarlestarstöð Kirkja í Amsterdam alelda Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Sjá meira