Aukið eftirlit með oíu- og gasflutningum umhverfis Ísland 26. apríl 2007 19:19 Eftirlit með flutningum á olíu og gasi á svæðinu umhverfis Ísland verður stóraukið samkvæmt samningi um samstarf í varnar- og öryggismálum, sem utanríkisráðherrar Íslands og Norges undirrituðu í Ósló í dag. Einnig er gert ráð fyrir að Íslendingar beri hundruð milljóna króna kostnað af staðsetningu og æfingum norskra hermanna á Íslandi. Valgerður Sverrisdottir, utanrikisráðherra, undirritaði, ásamt Jonas Gahr Støre, norskum starfsbróður sínum, samning við Norðmenn um náið samstarf í öryggis- og varnarmálum á friðartímum. Valgerður undirritaði einnig yfirlýsingu um varnarsamstarf við Dani. Með samningnum við Norðmenn er verið að efla tvihliða samstarf rikjanna a friðartímum. Upplýsingaflæði verður aukið milli landanna og tengsl lögreglu- og öryggismálayfirvalda á Íslandi og í Noregi efld. Markmiðið með samningnum er að stuðla að varanlegum stöðugleika og öryggi á svæðinu umhverfis Ísland, en utanríkisráðherra segir þjóðirnar hafa margs konar sameiginlegra hagsmuna að gæta. Samningurinn gerir Norðmönnum kleift að stunda heræfingar á Íslandi og senda herþotur, þyrlur og varðskip til landsins. Samkvæmt samningnum verða varnir Íslands á friðartímum tryggðar. Norskar herþotur munu sjá um eftirlit í lofthelgi Íslands. Íslendingar munu bera kostanð af staðsetningu og æfingum norskra hermanna hér á landi. Valgerður segir ekki nákvæmlega vitað hve mikill kostnaðurinn verði enda ekki vitað hve samvinnan verði mikil, samningurinn sé opinn. Kostnaðurinn gæti þó hugsanlega hlaupið á hundruðum milljóna króna. Valgerður segir samninginn gefa tækifæri til að auka eftirlit með olíu- og gasflutningum á svæðinu umhverfis Ísland. Það sé stórmál fyrir Íslendinga að þarna er verið að flytja mikið magn af olíu og gasi og gríðarlega mikilvægt að eiga þetta samstarf við nágrannaþjóðirnar. Jonas Gahr Støre, utanríkisráðherra Noregs, segir samninginn við Ísland mikilvægan. Hann gerir þjóðunum kleift að eiga náið samráð og samstarf í tengslum við öryggis-, varnar- og björgunarmál á hafsvæðinu við Ísland. Norski herinn fái aðstöðu til æfinga á Keflavíkurflugvelli og þar verði norskar herþotur staðsettar í nokkrar vikur á ári og geti stundað þaðan heræfingar ásamt öðrum bandamönnum eða bandalagsþjóðum. Erlent Fréttir Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Fleiri fréttir Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Sór embættiseiðinn á niðurlagðri neðanjarðarlestarstöð Kirkja í Amsterdam alelda Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Sjá meira
Eftirlit með flutningum á olíu og gasi á svæðinu umhverfis Ísland verður stóraukið samkvæmt samningi um samstarf í varnar- og öryggismálum, sem utanríkisráðherrar Íslands og Norges undirrituðu í Ósló í dag. Einnig er gert ráð fyrir að Íslendingar beri hundruð milljóna króna kostnað af staðsetningu og æfingum norskra hermanna á Íslandi. Valgerður Sverrisdottir, utanrikisráðherra, undirritaði, ásamt Jonas Gahr Støre, norskum starfsbróður sínum, samning við Norðmenn um náið samstarf í öryggis- og varnarmálum á friðartímum. Valgerður undirritaði einnig yfirlýsingu um varnarsamstarf við Dani. Með samningnum við Norðmenn er verið að efla tvihliða samstarf rikjanna a friðartímum. Upplýsingaflæði verður aukið milli landanna og tengsl lögreglu- og öryggismálayfirvalda á Íslandi og í Noregi efld. Markmiðið með samningnum er að stuðla að varanlegum stöðugleika og öryggi á svæðinu umhverfis Ísland, en utanríkisráðherra segir þjóðirnar hafa margs konar sameiginlegra hagsmuna að gæta. Samningurinn gerir Norðmönnum kleift að stunda heræfingar á Íslandi og senda herþotur, þyrlur og varðskip til landsins. Samkvæmt samningnum verða varnir Íslands á friðartímum tryggðar. Norskar herþotur munu sjá um eftirlit í lofthelgi Íslands. Íslendingar munu bera kostanð af staðsetningu og æfingum norskra hermanna hér á landi. Valgerður segir ekki nákvæmlega vitað hve mikill kostnaðurinn verði enda ekki vitað hve samvinnan verði mikil, samningurinn sé opinn. Kostnaðurinn gæti þó hugsanlega hlaupið á hundruðum milljóna króna. Valgerður segir samninginn gefa tækifæri til að auka eftirlit með olíu- og gasflutningum á svæðinu umhverfis Ísland. Það sé stórmál fyrir Íslendinga að þarna er verið að flytja mikið magn af olíu og gasi og gríðarlega mikilvægt að eiga þetta samstarf við nágrannaþjóðirnar. Jonas Gahr Støre, utanríkisráðherra Noregs, segir samninginn við Ísland mikilvægan. Hann gerir þjóðunum kleift að eiga náið samráð og samstarf í tengslum við öryggis-, varnar- og björgunarmál á hafsvæðinu við Ísland. Norski herinn fái aðstöðu til æfinga á Keflavíkurflugvelli og þar verði norskar herþotur staðsettar í nokkrar vikur á ári og geti stundað þaðan heræfingar ásamt öðrum bandamönnum eða bandalagsþjóðum.
Erlent Fréttir Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Fleiri fréttir Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Sór embættiseiðinn á niðurlagðri neðanjarðarlestarstöð Kirkja í Amsterdam alelda Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Sjá meira