Mannskæðasta skotárás sinnar tegundar í sögu Bandaríkjanna Jónas Haraldsson skrifar 16. apríl 2007 22:14 Frá fréttamannafundinum í kvöld. MYND/AP 33 létust að meðtöldum byssumanninum í skotárásunum í tækniháskólanum í Virginíu í dag. Rektor háskólans og lögreglstjóri skólans skýrðu frá þessu á fréttamannafundi í kvöld. Skotárásin í dag er sú mannskæðasta sinnar tegundar í Bandaríkjunum. 15 manns slösuðust. Talsvert hefur verið deilt á lögreglu fyrir viðbrögð hennar. Skotárásirnar voru tvær. Sú fyrri var á heimavist í morgun og önnur átti sér stað um tveimur tímum síðar í verkfræði- og vísindabyggingu skólans. Hún er tæpan kílómetra frá heimavistinni. Mikill ringulreið greip um sig í kjölfar fyrstu árásarinnar. Í henni lést par, maður og kona. Einn maður hefur verið yfirheyrður í tengslum við þá skotárás en hann þekkti annað þeirra sem var myrt. Það eina sem lögreglustjóri skólalögreglunnar vildi staðfesta var að byssumaðurinn hefði framið sjálfsmorð og að hann hefði verið karlkyns. Einn nemenda lýsti honum sem ungum manni af asískum uppruna, með svarta hettu og um 180 cm að hæð. Nemendur sögðu fréttamönnum að töluvert hefði verið um sprengjuhótanir til skólans á síðastliðnum vikum. Tveimur þeirra var beint gegn Norris Hall, þar sem seinni árásin átti sér stað. Einnig kom fram að rannsakað verður um hvort að hryðjuverk hafi verið að ræða en það er gert samkvæmt venjubundnum reglum. Fyrri skotárásin átti sér stað klukkan 07:15 að staðartíma (11:15 að íslenskum tíma) í West Ambler Johnson heimavistinni en þar búa 900 nemendur. Tveimur tímum seinna átti önnur árásin sér stað en þá voru nemendur þegar farnir að labba um skólalóðina á ný. Hún átti sér stað í Norris Hall sem er um tæpan kílómeter frá heimavistinni. Lögregla var enn að rannsaka fyrri árásina, sem hún rannsakaði sem einangrað atvik, þegar hún frétti af þeirri seinni. Þá fór byssumaður inn í skólastofu og lét til sín taka. Á milli árásanna voru nemendur varaðir við því með tilkynningum í hátalarakerfi skólans að hugsanlega væri byssumaður á ferð um skólalóðina. Lögregla vildi ekkert segja um hvort að árásirnar tengdust. Hún vildi heldur ekki tjá sig um hvort að hugsanlegt væri að annar byssumaður hefði verið á ferðinni í seinni árásinni. Hart var deilt á lögreglu skólans fyrir að vara ekki nemendur betur við. Lögreglustjórinn, Charles Steger, sagði hins vegar að nær ómögulegt væri að vara alla nemendur skólans við þegar svo margir væru á ferli. Einnig sagði hann að þá hefði ekki grunað að önnur skotárás ætti eftir að eiga sér stað. Einn af nemendum sagði að skólinn hefði sent út tölvupóst um morgunin eftir fyrstu árásina og þar hefði ekkert komið fram um að fresta tímum eða loka skólalóðinni. Á fréttavef BBC segir frá því að nemendur í Norris Hall hafi verið í tíma þegar síðari skotárásirnar áttu sér stað. Nicholas Macko var í stærðfræðitíma þegar hann heyrði háværa hvelli. Stúlka sem sat nálægt hurðinni hafi þá gægst út um hurðina og séð byssumanninn á leið að stofunni. Nokkrir nemendur brugðust þá hratt við og settu borð fyrir hurðina svo hann kæmist ekki inn. Stuttu seinna reyndi byssumaðurinn að komast inn í stofuna en borðin komu í veg fyrir það. Þá skaut hann tvisvar á hurðina, í axlarhæð, og komu tvö stór göt á hurðina. Nemendurnir lágu á gólfinu og héldu við borðin og því hélst hurðin enn lokið. Byssumaðurinn reyndi þá aftur að skjóta á hana en það skot fór ekki í gegn. Þá hætti hann við og fór að næstu kennslustofu. Yfirmenn skólans eru nú að láta aðstandendur þeirra sem létust vita. Ríkisstjóri Virginíu, Tim Kaine, hefur lýst yfir neyðarástandi í ríkinu. Hann er nú á leið frá Tokyo í Japan þar sem hann var að hefja viðskiptaferð. Hægt er að sjá myndband sem nemandi tók á farsíma sinn á meðan árásunum stóð hérna. Erlent Mest lesið Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Hitnar undir feldi Péturs Innlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Fleiri fréttir Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Sór embættiseiðinn á niðurlagðri neðanjarðarlestarstöð Kirkja í Amsterdam alelda Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Sjá meira
33 létust að meðtöldum byssumanninum í skotárásunum í tækniháskólanum í Virginíu í dag. Rektor háskólans og lögreglstjóri skólans skýrðu frá þessu á fréttamannafundi í kvöld. Skotárásin í dag er sú mannskæðasta sinnar tegundar í Bandaríkjunum. 15 manns slösuðust. Talsvert hefur verið deilt á lögreglu fyrir viðbrögð hennar. Skotárásirnar voru tvær. Sú fyrri var á heimavist í morgun og önnur átti sér stað um tveimur tímum síðar í verkfræði- og vísindabyggingu skólans. Hún er tæpan kílómetra frá heimavistinni. Mikill ringulreið greip um sig í kjölfar fyrstu árásarinnar. Í henni lést par, maður og kona. Einn maður hefur verið yfirheyrður í tengslum við þá skotárás en hann þekkti annað þeirra sem var myrt. Það eina sem lögreglustjóri skólalögreglunnar vildi staðfesta var að byssumaðurinn hefði framið sjálfsmorð og að hann hefði verið karlkyns. Einn nemenda lýsti honum sem ungum manni af asískum uppruna, með svarta hettu og um 180 cm að hæð. Nemendur sögðu fréttamönnum að töluvert hefði verið um sprengjuhótanir til skólans á síðastliðnum vikum. Tveimur þeirra var beint gegn Norris Hall, þar sem seinni árásin átti sér stað. Einnig kom fram að rannsakað verður um hvort að hryðjuverk hafi verið að ræða en það er gert samkvæmt venjubundnum reglum. Fyrri skotárásin átti sér stað klukkan 07:15 að staðartíma (11:15 að íslenskum tíma) í West Ambler Johnson heimavistinni en þar búa 900 nemendur. Tveimur tímum seinna átti önnur árásin sér stað en þá voru nemendur þegar farnir að labba um skólalóðina á ný. Hún átti sér stað í Norris Hall sem er um tæpan kílómeter frá heimavistinni. Lögregla var enn að rannsaka fyrri árásina, sem hún rannsakaði sem einangrað atvik, þegar hún frétti af þeirri seinni. Þá fór byssumaður inn í skólastofu og lét til sín taka. Á milli árásanna voru nemendur varaðir við því með tilkynningum í hátalarakerfi skólans að hugsanlega væri byssumaður á ferð um skólalóðina. Lögregla vildi ekkert segja um hvort að árásirnar tengdust. Hún vildi heldur ekki tjá sig um hvort að hugsanlegt væri að annar byssumaður hefði verið á ferðinni í seinni árásinni. Hart var deilt á lögreglu skólans fyrir að vara ekki nemendur betur við. Lögreglustjórinn, Charles Steger, sagði hins vegar að nær ómögulegt væri að vara alla nemendur skólans við þegar svo margir væru á ferli. Einnig sagði hann að þá hefði ekki grunað að önnur skotárás ætti eftir að eiga sér stað. Einn af nemendum sagði að skólinn hefði sent út tölvupóst um morgunin eftir fyrstu árásina og þar hefði ekkert komið fram um að fresta tímum eða loka skólalóðinni. Á fréttavef BBC segir frá því að nemendur í Norris Hall hafi verið í tíma þegar síðari skotárásirnar áttu sér stað. Nicholas Macko var í stærðfræðitíma þegar hann heyrði háværa hvelli. Stúlka sem sat nálægt hurðinni hafi þá gægst út um hurðina og séð byssumanninn á leið að stofunni. Nokkrir nemendur brugðust þá hratt við og settu borð fyrir hurðina svo hann kæmist ekki inn. Stuttu seinna reyndi byssumaðurinn að komast inn í stofuna en borðin komu í veg fyrir það. Þá skaut hann tvisvar á hurðina, í axlarhæð, og komu tvö stór göt á hurðina. Nemendurnir lágu á gólfinu og héldu við borðin og því hélst hurðin enn lokið. Byssumaðurinn reyndi þá aftur að skjóta á hana en það skot fór ekki í gegn. Þá hætti hann við og fór að næstu kennslustofu. Yfirmenn skólans eru nú að láta aðstandendur þeirra sem létust vita. Ríkisstjóri Virginíu, Tim Kaine, hefur lýst yfir neyðarástandi í ríkinu. Hann er nú á leið frá Tokyo í Japan þar sem hann var að hefja viðskiptaferð. Hægt er að sjá myndband sem nemandi tók á farsíma sinn á meðan árásunum stóð hérna.
Erlent Mest lesið Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Hitnar undir feldi Péturs Innlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Fleiri fréttir Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Sór embættiseiðinn á niðurlagðri neðanjarðarlestarstöð Kirkja í Amsterdam alelda Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Sjá meira