Friðsamleg mótmæli í dag 3. mars 2007 19:18 Mótmæli hafa farið friðsamlega fram í Kaupmannahöfn í dag eftir hörð átök lögreglu og mótmælenda síðustu nótt. Deilt er um rýmingu æskulýðsstöðvar á Norðurbrú. Lögregla óttast að þar verði frekari átök í nótt. Íslenskur ljósmyndari segir mótmælendur hafa misst samúð hins venjulega Dana. Mótmælin hófust með friðsamlegum hætti á Sánkti Hans torgi á Norðurbrú í gærkvöldi. Þar komu vel á annað þúsund manns saman. Til átaka kom milli mótmælenda og lögreglu þegar komið var fram yfir miðnætti. Táragas var notað og mótmælendur svöruðu með eldsprengjum og grjóthnullungum. Kveikt var í fjölda bíla. Einnig kom til átaka í Kristjánshöfn þar sem framhaldsskóli var lagður í rúst. Hörður Sveinsson, ljósmyndari var á vettvangi í nótt. Hann segir fjölmarga hafa komið á vettvang til að fylgjast með mótmælunum án þess þó að taka þátt í þeim. Hann hafi talað við það fólk en ekki mótmælendur sem hafi verið töluvert trekktir. Hann segir almenna Dani þreytta á ástandinu. Hörður segist hafa séð einn íbúa á Norðurbrú hlaupa út úr húsi sínum með garðslögu til að slökkva eld í ruslatunnu fyrir utan. Kveikt hafi verið í fjölmörgum bílum og íbúar að missa þolinmæðina. Þorvaldur Flemming Jensen er búsettur í Kaupmannahöfn, hann segir Kaupmannahafnarbúa hafa vaknað upp við vondan draum í morgun. Brunnir bílar hafi legið sem hráviði um sum svæði. Dagurinn hafi þó verið friðsæll og þar með talin tvö þúsund manna motmæli á Ráðhústorginu þaðan sem gengið var að Norðurbrú. Þar hafi mótmælin svo verið leyst upp og spurning hvað gerist næst. Þorvaldur Flemming segir óeirðalögreglu viðbúna um alla borg í fullum herklæðum. Búist sé við átökum. Rúmlega 500 mótmælendur hafi verið handteknir síðustu 3 daga og fangelsi yfirfull. Á aðalbrautarstöðinni í Kaupmannahöfn í dag hafi lögregla stöðvað ferð 40 Svía sem líklegt hafi verið talið að ætluðu að taka þátt í mótmælunum. Þeir hafi verið sendir heim með fyrstu lest. Þannig sé reynt að gæta þess að mótmælendur streymi ekki til borgarinnar. Þrátt fyrir aðgerðir sé óttast að upp úr sjóði í nótt. Erlent Fréttir Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann Innlent Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Innlent Fleiri fréttir Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Sjá meira
Mótmæli hafa farið friðsamlega fram í Kaupmannahöfn í dag eftir hörð átök lögreglu og mótmælenda síðustu nótt. Deilt er um rýmingu æskulýðsstöðvar á Norðurbrú. Lögregla óttast að þar verði frekari átök í nótt. Íslenskur ljósmyndari segir mótmælendur hafa misst samúð hins venjulega Dana. Mótmælin hófust með friðsamlegum hætti á Sánkti Hans torgi á Norðurbrú í gærkvöldi. Þar komu vel á annað þúsund manns saman. Til átaka kom milli mótmælenda og lögreglu þegar komið var fram yfir miðnætti. Táragas var notað og mótmælendur svöruðu með eldsprengjum og grjóthnullungum. Kveikt var í fjölda bíla. Einnig kom til átaka í Kristjánshöfn þar sem framhaldsskóli var lagður í rúst. Hörður Sveinsson, ljósmyndari var á vettvangi í nótt. Hann segir fjölmarga hafa komið á vettvang til að fylgjast með mótmælunum án þess þó að taka þátt í þeim. Hann hafi talað við það fólk en ekki mótmælendur sem hafi verið töluvert trekktir. Hann segir almenna Dani þreytta á ástandinu. Hörður segist hafa séð einn íbúa á Norðurbrú hlaupa út úr húsi sínum með garðslögu til að slökkva eld í ruslatunnu fyrir utan. Kveikt hafi verið í fjölmörgum bílum og íbúar að missa þolinmæðina. Þorvaldur Flemming Jensen er búsettur í Kaupmannahöfn, hann segir Kaupmannahafnarbúa hafa vaknað upp við vondan draum í morgun. Brunnir bílar hafi legið sem hráviði um sum svæði. Dagurinn hafi þó verið friðsæll og þar með talin tvö þúsund manna motmæli á Ráðhústorginu þaðan sem gengið var að Norðurbrú. Þar hafi mótmælin svo verið leyst upp og spurning hvað gerist næst. Þorvaldur Flemming segir óeirðalögreglu viðbúna um alla borg í fullum herklæðum. Búist sé við átökum. Rúmlega 500 mótmælendur hafi verið handteknir síðustu 3 daga og fangelsi yfirfull. Á aðalbrautarstöðinni í Kaupmannahöfn í dag hafi lögregla stöðvað ferð 40 Svía sem líklegt hafi verið talið að ætluðu að taka þátt í mótmælunum. Þeir hafi verið sendir heim með fyrstu lest. Þannig sé reynt að gæta þess að mótmælendur streymi ekki til borgarinnar. Þrátt fyrir aðgerðir sé óttast að upp úr sjóði í nótt.
Erlent Fréttir Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann Innlent Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Innlent Fleiri fréttir Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Sjá meira