Lausn í kjarnorkudeilu Norður-Kóreumanna 13. febrúar 2007 19:45 Langvinnri deilu um kjarnorkuáætlun Norður-Kóreumenn virðist nú lokið með fyrsta skrefi stjórnvalda í Pyongyang að kjarnorkuvopnalausum Kóreuskaga. Samkvæmt nýju samkomulagi verður áætlunin lögð á hilluna í skiptum fyrir eldsneyti. Viðræður sexveldanna svokölluðu um kjarnorkuáætlun stjórnvalda í Pyongyang hófust fyrst í lok ágúst 2003 og hafa staðið síðan með hléum. Að samningaborðinu koma, auk Norður-Kóreumanna, fulltrúar Bandaríkjanna, Japans, Kína, Rússlands og Suður-Kóreu. Samkvæmt samkomulaginu slökkva Norður-Kóreumenn á kjarnaofninum í Yongbyon innan 60 daga í skiptum fyrir 50 þúsund tonn af olíu eða efnahagsaðstoð sem jafngildi því. Alþjóðlegir eftirlitsmenn verða þó fyrst að staðfesta að slökkt hafi verið á ofninum. Ráðamenn í Pyongyang ætla þá einnig að hætta smíði kjarnavopna. Í heildina fá Norður-Kóreumenn milljón tonn af eldsneyti þegar þeir hafa horfið frá kjarnorkuáætlun sinni að fullu. Bandaríkjamenn ætla að taka Norður-Kóreumenn af lista yfir ríki sem hygli hryðjuverkamönnum og ásamt Japönum taka upp stjórnmálasamband við þá. Bandaríkjamenn eru ánægðir en varkárir í yfirlýsingum sínum. Christopher Hill, samningamaður Bandaríkjamanna í deilunni, segir augljóslega langt í land en bandarísk stjórnvöld séu ánægð með samkomulagið. Þetta sé ákveðið skref í átt að lausn deilunnar. Stjórnmálaskýrendur segja nú komið fordæmi sem ráðamenn í Íran geti fylgt. Mahmoud Ahamdeinejad, Íransforseti, sagði í viðtali við bandarísku sjónvarpsstöðina ABC í gær að Íranar væru andvígir útbreiðslu kjarnorkuvopna og alltaf tilbúnir til að ræða kjarnorkuáætlun sína. George Bush, Bandaríkjaforseti, sagði í sjónvarpsviðtali í gær að hernaðaríhlutun væri síðasta úrræðið. Hann væri viss um að hægt yrði að semja um lausn á deilunni við Írana. Hann sagði írönsku þjóðina góða, heilsteypta og heiðarlega. Ráðamenn í þeirra landi séu þrasgjarnir og fari með látum um leið og þeir ógni heimsbyggðinni. Ríkisstjórin ögri umheiminum og segist vilja kjarnorkuvopn. Takmark Bandaríkjamanna sé að þrýsta áfram á hana og vona um leið að skynsamt fólk taki til sinna ráða um leið og það átti sig á því að þetta sé ekki þess virði - einangrunin frá alþjóðasamfélaginu sé ekki þess virði. Erlent Fréttir Mest lesið Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Simmi vinsælasti leynigesturinn Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Innlent Gummi lögga er maður ársins 2025 Innlent „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent Fleiri fréttir Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Sjá meira
Langvinnri deilu um kjarnorkuáætlun Norður-Kóreumenn virðist nú lokið með fyrsta skrefi stjórnvalda í Pyongyang að kjarnorkuvopnalausum Kóreuskaga. Samkvæmt nýju samkomulagi verður áætlunin lögð á hilluna í skiptum fyrir eldsneyti. Viðræður sexveldanna svokölluðu um kjarnorkuáætlun stjórnvalda í Pyongyang hófust fyrst í lok ágúst 2003 og hafa staðið síðan með hléum. Að samningaborðinu koma, auk Norður-Kóreumanna, fulltrúar Bandaríkjanna, Japans, Kína, Rússlands og Suður-Kóreu. Samkvæmt samkomulaginu slökkva Norður-Kóreumenn á kjarnaofninum í Yongbyon innan 60 daga í skiptum fyrir 50 þúsund tonn af olíu eða efnahagsaðstoð sem jafngildi því. Alþjóðlegir eftirlitsmenn verða þó fyrst að staðfesta að slökkt hafi verið á ofninum. Ráðamenn í Pyongyang ætla þá einnig að hætta smíði kjarnavopna. Í heildina fá Norður-Kóreumenn milljón tonn af eldsneyti þegar þeir hafa horfið frá kjarnorkuáætlun sinni að fullu. Bandaríkjamenn ætla að taka Norður-Kóreumenn af lista yfir ríki sem hygli hryðjuverkamönnum og ásamt Japönum taka upp stjórnmálasamband við þá. Bandaríkjamenn eru ánægðir en varkárir í yfirlýsingum sínum. Christopher Hill, samningamaður Bandaríkjamanna í deilunni, segir augljóslega langt í land en bandarísk stjórnvöld séu ánægð með samkomulagið. Þetta sé ákveðið skref í átt að lausn deilunnar. Stjórnmálaskýrendur segja nú komið fordæmi sem ráðamenn í Íran geti fylgt. Mahmoud Ahamdeinejad, Íransforseti, sagði í viðtali við bandarísku sjónvarpsstöðina ABC í gær að Íranar væru andvígir útbreiðslu kjarnorkuvopna og alltaf tilbúnir til að ræða kjarnorkuáætlun sína. George Bush, Bandaríkjaforseti, sagði í sjónvarpsviðtali í gær að hernaðaríhlutun væri síðasta úrræðið. Hann væri viss um að hægt yrði að semja um lausn á deilunni við Írana. Hann sagði írönsku þjóðina góða, heilsteypta og heiðarlega. Ráðamenn í þeirra landi séu þrasgjarnir og fari með látum um leið og þeir ógni heimsbyggðinni. Ríkisstjórin ögri umheiminum og segist vilja kjarnorkuvopn. Takmark Bandaríkjamanna sé að þrýsta áfram á hana og vona um leið að skynsamt fólk taki til sinna ráða um leið og það átti sig á því að þetta sé ekki þess virði - einangrunin frá alþjóðasamfélaginu sé ekki þess virði.
Erlent Fréttir Mest lesið Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Simmi vinsælasti leynigesturinn Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Innlent Gummi lögga er maður ársins 2025 Innlent „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent Fleiri fréttir Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Sjá meira