Legígræðsla undirbúin 17. janúar 2007 19:15 Hópur lækna í New York undirbýr nú það vandaverk að græða leg úr látinni konu í aðra lifandi. Tækist það gæti legþeginn mögulega alið barn. Einu sinni áður hefur verið reynt að græða leg í konu og það var í Sádí-Arabíu árið 2000. Legið í því tilviki kom úr lifandi konu. Líkami þegans hafnaði leginu þremur dögum eftir ígræðslu. Takist læknunum í New York ætlunarverk sitt mun það færa fjölmörgum konum víða um heim von um að ala barn þrátt fyrir að hafa misst legið. Giuseppe Del Priore er skurðlæknir sem kemur að verkefninu. Hann segir það reynslu sínar að margar konur hafi misst fósturlegið vegna krabbameinsmeðferðar. Fjölmargar konur á barnseignaraldri hafi víða um heim greinst með krabbamein í leghálsi sem sé nærri allta meðhöndlað á þann hátt að legið er fjarlægt eða þá að öðrum ráðum er beitt sem koma í veg fyrir að þessar konur geti alið barn. Græða þarf legið í þegann innan 12 tíma frá því að það er fjarlægt úr látinni konu. Gengi ígræðslan upp yrði frosnum fósturvísi, sem hefði verið tekinn áður úr líkama legþegans, komið fyrir í nýja leginu. Barnið yrði síðan tekið með keisaraskurði og legið síðan fjarlægt til að minnka hættu á að því verði hafnað eftir meðgönguna. Del Priore leggur áherslu á að fyrstu ígræðslunni myndi fylgja töluverð áhætta. Ekki eigi að taka þessu sem léttu læknisverki. Þeir sem komi að þessu verki hafi varið tíu árum og tugþúsund klukkustunda til að tryggja að aðgerðin verði eins örugg og hægt sé. Sú kona sem á endanum gangist fyrst undir ígræðslu þurfi að vera meðvituð um hættuna. Meðal þess sem huga þarf að er sú hætta að líkami þega hafni legi eftir að meðganga er hafin. Þrátt fyrir það hafa fjölmargar konur hafa samband við sjúkrahúsið þar sem aðgerðin yrði framkvæmd og eru á bilinu 40 til 50 þeirra nú í rannsóknum til að meta hverjar þeirra komi til greina. Erlent Fréttir Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Erlent Keyrði aftan á strætisvagn Innlent Eldur í Sorpu á Granda Innlent Fleiri fréttir Nokkrir látnir eftir að rútu var keyrt á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Sjá meira
Hópur lækna í New York undirbýr nú það vandaverk að græða leg úr látinni konu í aðra lifandi. Tækist það gæti legþeginn mögulega alið barn. Einu sinni áður hefur verið reynt að græða leg í konu og það var í Sádí-Arabíu árið 2000. Legið í því tilviki kom úr lifandi konu. Líkami þegans hafnaði leginu þremur dögum eftir ígræðslu. Takist læknunum í New York ætlunarverk sitt mun það færa fjölmörgum konum víða um heim von um að ala barn þrátt fyrir að hafa misst legið. Giuseppe Del Priore er skurðlæknir sem kemur að verkefninu. Hann segir það reynslu sínar að margar konur hafi misst fósturlegið vegna krabbameinsmeðferðar. Fjölmargar konur á barnseignaraldri hafi víða um heim greinst með krabbamein í leghálsi sem sé nærri allta meðhöndlað á þann hátt að legið er fjarlægt eða þá að öðrum ráðum er beitt sem koma í veg fyrir að þessar konur geti alið barn. Græða þarf legið í þegann innan 12 tíma frá því að það er fjarlægt úr látinni konu. Gengi ígræðslan upp yrði frosnum fósturvísi, sem hefði verið tekinn áður úr líkama legþegans, komið fyrir í nýja leginu. Barnið yrði síðan tekið með keisaraskurði og legið síðan fjarlægt til að minnka hættu á að því verði hafnað eftir meðgönguna. Del Priore leggur áherslu á að fyrstu ígræðslunni myndi fylgja töluverð áhætta. Ekki eigi að taka þessu sem léttu læknisverki. Þeir sem komi að þessu verki hafi varið tíu árum og tugþúsund klukkustunda til að tryggja að aðgerðin verði eins örugg og hægt sé. Sú kona sem á endanum gangist fyrst undir ígræðslu þurfi að vera meðvituð um hættuna. Meðal þess sem huga þarf að er sú hætta að líkami þega hafni legi eftir að meðganga er hafin. Þrátt fyrir það hafa fjölmargar konur hafa samband við sjúkrahúsið þar sem aðgerðin yrði framkvæmd og eru á bilinu 40 til 50 þeirra nú í rannsóknum til að meta hverjar þeirra komi til greina.
Erlent Fréttir Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Erlent Keyrði aftan á strætisvagn Innlent Eldur í Sorpu á Granda Innlent Fleiri fréttir Nokkrir látnir eftir að rútu var keyrt á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Sjá meira