Heitur vetur framundan 20. október 2005 00:01 Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs, segir flokkinn standa vel sem þriðja stærsta stjórnmálaaflið í landinu. „Félagsmönnum fjölgar í hreyfingunni. Við erum sátt við það hvernig til hefur tekist við að byggja upp hreyfinguna. Við mælumst þessi misserin með um 15 prósenta fylgi. Það gildir líka um Reykjavík þar sem mikilvægar sveitarstjórnarkosningar fara fram líkt og annars staðar næsta vor og síðan alþingiskosningar ári síðar. Við ætlum að styrkja okkar stöðu og festa okkur rækilega í sessi í íslenskum stjórnmálum í þessum tvennum kosningum. Steingrímur segir að mörg mikilvæg málefni liggi fyrir fundinum. „Fyrst ber að nefna að fyrir tveimur árum tókum við ákvörðun um stefnuyfirlýsingu flokksins og nú liggja fyrir tillögur um breyttar áherslur. Væntanlega sætir mestum tíðindum að inn í yfirlýsinguna kemur kafli um kvenfrelsi. Við munum þaðan í frá skilgreina okkur sem flokk kvenfrelsis og nálgast jafnréttisbaráttuna frá þeim sjónarhóli. Þessi sjónarmið eru ríkjandi í okkar herbúðum og við lítum á okkur sem femínista, bæði karlar og konur í Vinstri grænum. Við viljum að félagsleg sjónarmið og umhverfisverndarsjónarmið fái vægi í leikreglum heimsviðskipta og í samskiptum þjóða til jafns við hina viðskiptalegu þætti sem hafa ráðið allt of mikið ferðinni. Við leggjum fram heildstæða skóla- og menntastefnu og fjölmörg fleiri mikilvæg mál sem skila okkur áleiðis. Steingrímur segir að Vinstri grænir hafi staðið fyrir brýnum sjónarmiðum í stjórnmálunum. „Við höfum haft sérstöðu í að andæfa stóriðju og skattalækkunarstefnu ríkisstjórnarinnar sem er að leiða af sér miklar ógöngur í efnahagslífinu sem allir sjá nema ríkisstjórnin." Spyrja má hvort Vinstri grænum sé nú meira í mun en áður að komast í ríkisstjórn. „Við erum betur undir það búin nú en nokkru sinni fyrr. Við höfum alveg skýra víglínu í þeim efnum. Okkar takmark er og var strax í síðustu kosningum að fella ríkisstjórnina og koma á velferðarstjórn í staðinn. Stjórn sem við gætum kallað græna velferðarstjórn. Við höfum horft til þess sem gerst hefur í Noregi og vildum gjarnan sjá að félagsleg stjórnmálaöfl á vinstri vængnum og inn til miðjunnar bæru gæfu til þess að standa jafn skynsamlega að málum og þar var gert. Ég tel það fullkomlega raunhæfan valkost. „Ég tel að ríkisstjórnin standi veikar nú en oftast áður. Það eru hnökrar í samstarfinu og menn ná ekki saman líkt og áður. Auk þess stendur ríkisstjórnin frammi fyrir miklu meiri erfiðleikum en hún hefur áður gert. Það eru mjög viðsjárverðir tímar framundan en hún virðist ómeðvituð um það og hvað til síns friðar heyrir. Það eru óvissutímar framundan, þensla, verðbólga, viðskiptahalli og ofurgengi sem enn hækkaði í gær. Auk þess eru að koma fram upplýsingar um gríðarlega aukna misskiptingu í landinu. Óánægja aldraðra dettur ekkert af himnum ofan. Tilteknir hópar taka sér ofurlaun og lífeyri á sama tíma og skattareglur eru mjög ósanngjarnar, til dæmis með lækkun hátekjuskatta. Á sama tíma hafa menn ekki efni á bensínstyrk til öryrkja og aldraðra. það eru sviptingar framundan í íslenskum stjórnmálum. Ég held að veturinn verði mjög heitur í pólitík og fram að næstu þingkosningum. Ég hef á tilfinningunni að til óvæntra tíðinda geti dregið í lífi ríkisstjórnarinnar þó svo að ég spái ekki beinlínis neinu um það," segir Steingrímur. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Innlent Missti stjórn á bílnum og keyrði á fimm Erlent Málið áfall fyrir embættið Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Innlent Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Innlent Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Innlent Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Innlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Innlent Fleiri fréttir Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Sjá meira
Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs, segir flokkinn standa vel sem þriðja stærsta stjórnmálaaflið í landinu. „Félagsmönnum fjölgar í hreyfingunni. Við erum sátt við það hvernig til hefur tekist við að byggja upp hreyfinguna. Við mælumst þessi misserin með um 15 prósenta fylgi. Það gildir líka um Reykjavík þar sem mikilvægar sveitarstjórnarkosningar fara fram líkt og annars staðar næsta vor og síðan alþingiskosningar ári síðar. Við ætlum að styrkja okkar stöðu og festa okkur rækilega í sessi í íslenskum stjórnmálum í þessum tvennum kosningum. Steingrímur segir að mörg mikilvæg málefni liggi fyrir fundinum. „Fyrst ber að nefna að fyrir tveimur árum tókum við ákvörðun um stefnuyfirlýsingu flokksins og nú liggja fyrir tillögur um breyttar áherslur. Væntanlega sætir mestum tíðindum að inn í yfirlýsinguna kemur kafli um kvenfrelsi. Við munum þaðan í frá skilgreina okkur sem flokk kvenfrelsis og nálgast jafnréttisbaráttuna frá þeim sjónarhóli. Þessi sjónarmið eru ríkjandi í okkar herbúðum og við lítum á okkur sem femínista, bæði karlar og konur í Vinstri grænum. Við viljum að félagsleg sjónarmið og umhverfisverndarsjónarmið fái vægi í leikreglum heimsviðskipta og í samskiptum þjóða til jafns við hina viðskiptalegu þætti sem hafa ráðið allt of mikið ferðinni. Við leggjum fram heildstæða skóla- og menntastefnu og fjölmörg fleiri mikilvæg mál sem skila okkur áleiðis. Steingrímur segir að Vinstri grænir hafi staðið fyrir brýnum sjónarmiðum í stjórnmálunum. „Við höfum haft sérstöðu í að andæfa stóriðju og skattalækkunarstefnu ríkisstjórnarinnar sem er að leiða af sér miklar ógöngur í efnahagslífinu sem allir sjá nema ríkisstjórnin." Spyrja má hvort Vinstri grænum sé nú meira í mun en áður að komast í ríkisstjórn. „Við erum betur undir það búin nú en nokkru sinni fyrr. Við höfum alveg skýra víglínu í þeim efnum. Okkar takmark er og var strax í síðustu kosningum að fella ríkisstjórnina og koma á velferðarstjórn í staðinn. Stjórn sem við gætum kallað græna velferðarstjórn. Við höfum horft til þess sem gerst hefur í Noregi og vildum gjarnan sjá að félagsleg stjórnmálaöfl á vinstri vængnum og inn til miðjunnar bæru gæfu til þess að standa jafn skynsamlega að málum og þar var gert. Ég tel það fullkomlega raunhæfan valkost. „Ég tel að ríkisstjórnin standi veikar nú en oftast áður. Það eru hnökrar í samstarfinu og menn ná ekki saman líkt og áður. Auk þess stendur ríkisstjórnin frammi fyrir miklu meiri erfiðleikum en hún hefur áður gert. Það eru mjög viðsjárverðir tímar framundan en hún virðist ómeðvituð um það og hvað til síns friðar heyrir. Það eru óvissutímar framundan, þensla, verðbólga, viðskiptahalli og ofurgengi sem enn hækkaði í gær. Auk þess eru að koma fram upplýsingar um gríðarlega aukna misskiptingu í landinu. Óánægja aldraðra dettur ekkert af himnum ofan. Tilteknir hópar taka sér ofurlaun og lífeyri á sama tíma og skattareglur eru mjög ósanngjarnar, til dæmis með lækkun hátekjuskatta. Á sama tíma hafa menn ekki efni á bensínstyrk til öryrkja og aldraðra. það eru sviptingar framundan í íslenskum stjórnmálum. Ég held að veturinn verði mjög heitur í pólitík og fram að næstu þingkosningum. Ég hef á tilfinningunni að til óvæntra tíðinda geti dregið í lífi ríkisstjórnarinnar þó svo að ég spái ekki beinlínis neinu um það," segir Steingrímur.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Innlent Missti stjórn á bílnum og keyrði á fimm Erlent Málið áfall fyrir embættið Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Innlent Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Innlent Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Innlent Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Innlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Innlent Fleiri fréttir Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Sjá meira
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent