Mjöll Snæsdóttir er látin Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 30. apríl 2025 12:45 Mjöll Snæsdóttir. Mjöll Snæsdóttir fornleifafræðingur lést á heimili sínu mánudaginn 28. apríl 2025 sl., sjötíu og fimm ára að aldri, í kjölfar skammvinnra veikinda. Þetta kemur fram í tilkynningu frá aðstandendum. Mjöll fæddist í Reykjavík 12. febrúar 1950, einkadóttir hjónanna Snæs Jóhannessonar (1925-2006) frá Haga í Aðaldal, bókbindara og fornbóksala, og Birnu Ólafsdóttur (1917-2017) frá Ferjubakka í Öxarfirði, sem lengstaf vann hjá prentsmiðjunni Eddu. Mjöll var ógift og barnlaus. Mjöll varð stúdent frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 1970. Samhliða þjóðhátta- og fornleifafræðinámi við Háskólann í Uppsölum vann hún við fornleifarannsóknir í Herjólfsdal og Reykjavík, ásamt því að starfa við uppgröft miðaldarbæjarins í Túnsbergi í Noregi og bronsaldarminja í Málmey í Svíþjóð. Fljótlega eftir að hún sneri heim tók hún að sér að stýra uppgreftri á Stóruborg, sem er ein viðamesta og flóknasta fornleifarannsókn Íslandssögunnar. Rannsóknin stóð yfir í þrettán sumur, frá árinu 1978 til 1990, og störfuðu undir handleiðslu hennar margir af næstu kynslóð fornleifafræðinga. Mjöll var einn af stofnendum Fornleifastofnunar Íslands árið 1995, og tók þátt í rannsóknum á Hofsstöðum í Mývatnssveit frá upphafi þeirra árið 1990. Hún kenndi við vettvangsskólann á Hofsstöðum og síðar í Vatnsfirði frá 1997-2010, og þjálfaði þar marga árganga af ungum fornleifafræðingum í vísindalegum vinnubrögðum og verktækni. Hún leiddi einnig í samstarfi rannsóknir í fornleifafræði í Aðalstræti og Skálholti á fyrsta áratug 21. aldar. Ítarleg bók um uppgröftinn í Skálholti, eftir Mjöll og Gavin Lucas, kom út í tveimur bindum árið 2022 og 2024. Mjöll starfaði einnig að og tengdist ótal mörgum öðrum rannsóknarverkefnum á sviði fornleifafræði hérlendis. Mjöll var sömuleiðis ritstjóri Árbókar hins íslenzka fornleifafélags í um tæplega tvo áratugi. Mjöll markaði í störfum sínum djúp spor í íslensku fræðasamfélagi um áratuga skeið og var í tilefni sjötugsafmælis hennar árið 2020 gefin út bókin Minjaþing henni til heiðurs, sem inniheldur úrval fræðigreina. Andlát Fornminjar Mest lesið Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs Erlent James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Erlent Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Innlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Lægð sem valdi meiri usla Innlent Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Innlent Fleiri fréttir Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Sjá meira
Mjöll fæddist í Reykjavík 12. febrúar 1950, einkadóttir hjónanna Snæs Jóhannessonar (1925-2006) frá Haga í Aðaldal, bókbindara og fornbóksala, og Birnu Ólafsdóttur (1917-2017) frá Ferjubakka í Öxarfirði, sem lengstaf vann hjá prentsmiðjunni Eddu. Mjöll var ógift og barnlaus. Mjöll varð stúdent frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 1970. Samhliða þjóðhátta- og fornleifafræðinámi við Háskólann í Uppsölum vann hún við fornleifarannsóknir í Herjólfsdal og Reykjavík, ásamt því að starfa við uppgröft miðaldarbæjarins í Túnsbergi í Noregi og bronsaldarminja í Málmey í Svíþjóð. Fljótlega eftir að hún sneri heim tók hún að sér að stýra uppgreftri á Stóruborg, sem er ein viðamesta og flóknasta fornleifarannsókn Íslandssögunnar. Rannsóknin stóð yfir í þrettán sumur, frá árinu 1978 til 1990, og störfuðu undir handleiðslu hennar margir af næstu kynslóð fornleifafræðinga. Mjöll var einn af stofnendum Fornleifastofnunar Íslands árið 1995, og tók þátt í rannsóknum á Hofsstöðum í Mývatnssveit frá upphafi þeirra árið 1990. Hún kenndi við vettvangsskólann á Hofsstöðum og síðar í Vatnsfirði frá 1997-2010, og þjálfaði þar marga árganga af ungum fornleifafræðingum í vísindalegum vinnubrögðum og verktækni. Hún leiddi einnig í samstarfi rannsóknir í fornleifafræði í Aðalstræti og Skálholti á fyrsta áratug 21. aldar. Ítarleg bók um uppgröftinn í Skálholti, eftir Mjöll og Gavin Lucas, kom út í tveimur bindum árið 2022 og 2024. Mjöll starfaði einnig að og tengdist ótal mörgum öðrum rannsóknarverkefnum á sviði fornleifafræði hérlendis. Mjöll var sömuleiðis ritstjóri Árbókar hins íslenzka fornleifafélags í um tæplega tvo áratugi. Mjöll markaði í störfum sínum djúp spor í íslensku fræðasamfélagi um áratuga skeið og var í tilefni sjötugsafmælis hennar árið 2020 gefin út bókin Minjaþing henni til heiðurs, sem inniheldur úrval fræðigreina.
Andlát Fornminjar Mest lesið Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs Erlent James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Erlent Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Innlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Lægð sem valdi meiri usla Innlent Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Innlent Fleiri fréttir Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Sjá meira