Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 29. apríl 2025 14:22 Helena Rós Sturludóttir Sögulegt rafmagnsleysi á Spáni og Portúgal í gær olli alvarlegum samgöngutruflunum á landsvísu, en rafmagnsleysið varði í margar klukkustundir. Segja má að Icelandair og Play air hafi sloppið vel í gær og í dag varðandi flugáætlun til landanna tveggja. Flug Play til Lissabon í gær raskaðist þó verulega. Helena Rós Sturludóttir er ein þeirra sem beið eftir umræddu flugi í gær en fréttastofa sló á þráðinn til hennar til að spyrja hana út í seinkunina. Helena kvaðst hafa verið mætt upp á völl um hálf tvö leytið í gær því flugið sjálft átti að vera klukkan þrjú. „Það leit í rauninni allt frekar eðlilega út. Okkur var komið fyrir í flugvélinni og tjáð að það yrði einhver seinkun en að það yrði flogið. Síðan voru alltaf að koma nýjar og nýjar tilkynningar því ástandið var náttúrulega mjög óljóst úti en á endanum var okkur tjáð að flugvellinum i Lissabon hefði verið lokað en við biðum ennþá úti í vél því þeir höfðu væntingar um ástandið myndi nú lagast og að við færum í loftið í gær en svo varð ekki. Ég kom aftur heim um hálf tíu í gærkvöldi eftir að hafa setið í flugvélinni í fjórar, fimm klukkustundir.“ Birgir Olgeirsson, upplýsingafulltrúi Play, staðfesti við fréttastofu að flugið sé á dagskrá klukkan 17.00 síðdegis. Helena bindur vonir við að það standist því um langþráða ferð er að ræða. Þrátt fyrir að það sé óneitanlega dálítið fúlt að verða fyrir seinkun sem þessari er Helena kát og sér broslegar hliðar málsins enda mikill húmoristi. „Það er náttúrulega smá húmor í þessu. Ég ætlaði að skella mér í vikufrí og það voru miklar væntingar til þessarar ferðar þannig að ég gat ekki annað en hlegið í gær því það sem gerðist hefur held ég aldrei gerst áður en að þetta gerist akkúrat þegar ég fer í frí er pínu súrrelískt.“ „Ég leyfði nú vinum og vandamönnum að fylgjast með. Ég hef náttúrulega verið með stórar yfirlýsingar með þetta frí sem ég er að fara í og ég setti inn myndband í gær af mér þegar ég kom aftur heim og sagðist hafa orðið fyrir smá vonbrigðum með Lissabon, það væri aðeins kaldara en ég átti von á en stóð bara út á svölum heima,“ segir Helena, glöð í bragði en ef allt gengur að óskum verður hún komin í mildara loftslag og suðræna strauma strax í kvöld. Spánn Portúgal Fréttir af flugi Íslendingar erlendis Rafmagnsleysi á Spáni í apríl 2025 Tengdar fréttir Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Spænsk stjórnvöld hafa enn engar skýringar á því hvað olli fordæmalausu rafmagnsleysi á Íberíuskaga í gær. Rannsókn er sögð geta tekið fleiri mánuði. Daglegt líf er nú að komast aftur í fyrra horf. 29. apríl 2025 09:30 Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Rafmagn er nú komið á að nýju á nær öllum Íberíuskaganum eftir víðtækt rafmagnsleysi á svæðinu í gær. Níutíu og níu prósent allra heimila á Spáni eru komin með rafmagn og svipaða sögu er að segja frá Portúgal að sögn yfirvalda. 29. apríl 2025 06:37 Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Um helmingur Spánar er aftur kominn með rafmagn samkvæmt forsætisráðherra landsins Pedro Sanchez. Stefnt er að því að koma hinum helmingnum í lag á morgun. 28. apríl 2025 23:21 Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Fleiri fréttir Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum Sjá meira
Helena Rós Sturludóttir er ein þeirra sem beið eftir umræddu flugi í gær en fréttastofa sló á þráðinn til hennar til að spyrja hana út í seinkunina. Helena kvaðst hafa verið mætt upp á völl um hálf tvö leytið í gær því flugið sjálft átti að vera klukkan þrjú. „Það leit í rauninni allt frekar eðlilega út. Okkur var komið fyrir í flugvélinni og tjáð að það yrði einhver seinkun en að það yrði flogið. Síðan voru alltaf að koma nýjar og nýjar tilkynningar því ástandið var náttúrulega mjög óljóst úti en á endanum var okkur tjáð að flugvellinum i Lissabon hefði verið lokað en við biðum ennþá úti í vél því þeir höfðu væntingar um ástandið myndi nú lagast og að við færum í loftið í gær en svo varð ekki. Ég kom aftur heim um hálf tíu í gærkvöldi eftir að hafa setið í flugvélinni í fjórar, fimm klukkustundir.“ Birgir Olgeirsson, upplýsingafulltrúi Play, staðfesti við fréttastofu að flugið sé á dagskrá klukkan 17.00 síðdegis. Helena bindur vonir við að það standist því um langþráða ferð er að ræða. Þrátt fyrir að það sé óneitanlega dálítið fúlt að verða fyrir seinkun sem þessari er Helena kát og sér broslegar hliðar málsins enda mikill húmoristi. „Það er náttúrulega smá húmor í þessu. Ég ætlaði að skella mér í vikufrí og það voru miklar væntingar til þessarar ferðar þannig að ég gat ekki annað en hlegið í gær því það sem gerðist hefur held ég aldrei gerst áður en að þetta gerist akkúrat þegar ég fer í frí er pínu súrrelískt.“ „Ég leyfði nú vinum og vandamönnum að fylgjast með. Ég hef náttúrulega verið með stórar yfirlýsingar með þetta frí sem ég er að fara í og ég setti inn myndband í gær af mér þegar ég kom aftur heim og sagðist hafa orðið fyrir smá vonbrigðum með Lissabon, það væri aðeins kaldara en ég átti von á en stóð bara út á svölum heima,“ segir Helena, glöð í bragði en ef allt gengur að óskum verður hún komin í mildara loftslag og suðræna strauma strax í kvöld.
Spánn Portúgal Fréttir af flugi Íslendingar erlendis Rafmagnsleysi á Spáni í apríl 2025 Tengdar fréttir Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Spænsk stjórnvöld hafa enn engar skýringar á því hvað olli fordæmalausu rafmagnsleysi á Íberíuskaga í gær. Rannsókn er sögð geta tekið fleiri mánuði. Daglegt líf er nú að komast aftur í fyrra horf. 29. apríl 2025 09:30 Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Rafmagn er nú komið á að nýju á nær öllum Íberíuskaganum eftir víðtækt rafmagnsleysi á svæðinu í gær. Níutíu og níu prósent allra heimila á Spáni eru komin með rafmagn og svipaða sögu er að segja frá Portúgal að sögn yfirvalda. 29. apríl 2025 06:37 Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Um helmingur Spánar er aftur kominn með rafmagn samkvæmt forsætisráðherra landsins Pedro Sanchez. Stefnt er að því að koma hinum helmingnum í lag á morgun. 28. apríl 2025 23:21 Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Fleiri fréttir Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum Sjá meira
Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Spænsk stjórnvöld hafa enn engar skýringar á því hvað olli fordæmalausu rafmagnsleysi á Íberíuskaga í gær. Rannsókn er sögð geta tekið fleiri mánuði. Daglegt líf er nú að komast aftur í fyrra horf. 29. apríl 2025 09:30
Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Rafmagn er nú komið á að nýju á nær öllum Íberíuskaganum eftir víðtækt rafmagnsleysi á svæðinu í gær. Níutíu og níu prósent allra heimila á Spáni eru komin með rafmagn og svipaða sögu er að segja frá Portúgal að sögn yfirvalda. 29. apríl 2025 06:37
Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Um helmingur Spánar er aftur kominn með rafmagn samkvæmt forsætisráðherra landsins Pedro Sanchez. Stefnt er að því að koma hinum helmingnum í lag á morgun. 28. apríl 2025 23:21
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels