Innlent

Hræði­legt að missa sam­skipti við um­heiminn og veiðigjöldin

Jón Þór Stefánsson skrifar
F46AB20A714390448EF2BC665383D0D8C22C4E3BAD648AB864EBB0F8CEF83DCD_713x0

Íslensk dagskrárgerðarkona, búsett á Spáni, segir að það hafi verið hræðileg upplifun að vera án allra samskipta við umheiminn í fullkominni óvissu. Fyrst hafi rafmagnið farið, svo internetið og loks útvarpið. Enginn í þorpinu hennar vissi hvað var í gangi en sjálf óttaðist hún einhvers konar hryðjuverk. Fjallað verður um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld, og rætt við sérfræðing í myndveri um stöðuna hér á landi.

Veiðigjöld verða hækkuð umtalsvert samkvæmt frumvarpi sem ríkisstjórnin afgreiddi í morgun. Atvinnuvegaráðherra segir þó horfið frá tvöföldun þeirra. Hún skilur ekki umdeilda auglýsingu SFS gegn hækkuninni og er sannfærð um að hún nái fram að ganga. Við ræðum við fulltrúa stjórnar og stjórnarandstöðu í beinni um málið, og freistum þess að vita hvort stjórnarandstaðan ætli jafnvel í málþóf fram á sumar.

Tólf mánaða verðbólga mælist nú á uppleið, og er nú 4,2 prósent. Við ræðum við fjármálasérfræðing í beinni og rýnum í horfurnar. Þá segjum við frá frumvarpi sem ætlað er að laga ástandið á leigubílamarkaði, en sitt sýnist hverjum um það úr hópi þeirra sem nú bjóða upp á far gegn gjaldi. Þá kynnum við okkur lokanir sundlauga í sumar, en Vesturbæjarlaug lokar í tæpan mánuð í maí.

Ekki missa af kvöldfréttum Stöðvar 2 í opinni dagskrá á slaginu hálf sjö, á samtengdum rásum Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×