Kvöldfréttir Stöðvar 2 Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Að láta hælisleitendur sem vísa á úr landi sæta einangrun í fangelsum er versta úrræðið sem hægt er að bjóða þeim uppá. Þetta segir teymisstjóri geðheilsuteymis fanga sem segir andlega heilsu fólksins afar slæma. Nánar verður fjallað um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 á eftir. Innlent 27.4.2025 18:11 Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Formaður Félags fangavarða segir fangelsin vera sprungin og full af fólki sem þar eigi ekki heima. Þar sé meðal annars fólk sem á að vísa úr landi og fólk með alvarlegar geðraskanir. Hann segir ástandið aldrei hafa verið jafn slæmt. Fjallað verður um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2. Innlent 25.4.2025 18:10 Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Bandaríkjaforseti hefur biðlað til forseta Rússlands að láta af árásum á íbúahverfi í Úkraínu. Hann segir mannskæða árás á Kænugarð í morgun illa tímasetta og óþarfa. Fjallað verður um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2. Innlent 24.4.2025 18:13 Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Reykjavíkurborg ver álíka upphæð í öryggisvistanir fyrir tæplega fjörtíu einstaklinga og í sértækan húsnæðisstuðning fyrir 4500 manns. Fjallað verður um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 á eftir og rætt við sviðsstjóra hjá borginni sem segir löngu tímabært að breyta og bæta lagaumhverfi. Borgin sé að sinna verkefni sem henni beri ekki að sinna. Innlent 23.4.2025 18:16 Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Umtalsvert hefur dregið úr hraða landriss undir Svartsengi eftir að það fór kröftuglega af stað í kjölfar síðasta eldgoss. Talið er að gosvirkni á svæðinu sé að taka breytingum og við förum yfir málið í beinni útsendingu með fagstjóra á Veðurstofu Íslands í kvöldfréttum Stöðvar 2. Innlent 22.4.2025 18:01 Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Frans páfa var minnst víða um heim í dag. Hann var á páfastóli í tólf ár og er minnst sem framsæknum, hógværum talsmanni þeirra sem minna mega sín. Banameinið er sagt vera heilablóðfall. Innlent 21.4.2025 18:21 Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Lögmaður gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að hafa farið með rangt mál í tilkynningu sinni um skipan starfshóps sem yfirfara á reglur um dvalarleyfi á Íslandi. Hann segir þegar til staðar ákvæði í lögum um dvalarleyfi mansalsfórnarlamba, en þau séu ekki nýtt. Innlent 20.4.2025 18:24 Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Utanríkisráðherra segir skiljanlegt að mikillar tortryggni gæti í herbúðum Úkraínumanna, um yfirlýsingar Rússlandsforseta um vopnahlé yfir páskana. Friður geti ekki komist á á forsendum Rússlands. Innlent 19.4.2025 18:16 Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Háskólasamfélagið í Bandaríkjunum er skelkað vegna atlögu stjórnvalda að háskólunum í landinu og fræðimenn þegar lagðir á flótta til annarra landa. Þetta dósent við Columbia-háskóla. Innlent 18.4.2025 18:23 Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Engar reglur eru um það hér á landi hversu margar fjölskyldur sæðisgjafar mega búa til. Eigandi frjósemisstofu kallar eftir breytingum og segir fréttir af evrópskum sæðisgjöfum sem eignast hafi jafnvel hundruð barna vera áhyggjuefni. Innlent 17.4.2025 18:26 Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Sex kynferðisbrotamál, þar sem gerendur eru tveir eða fleiri, hafa komið inn á borð lögreglunnar það sem af er ári. Aðstoðaryfirlögregluþjónn segir þetta aukningu frá fyrri árum. Fjallað verður um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2. Innlent 16.4.2025 18:10 Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Ung fólk leitar í auknum mæli aðstoðar á Vogi vegna fíkniefnaneyslu. Yfirlæknir segist uggandi yfir stöðunni en nokkur ungmenni hafa verið handtekin á landamærunum á undanförnum vikum vegna fíkniefnainnflutnings. Fjallað verður um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2. Innlent 15.4.2025 18:11 Þrettán kíló af kókaíni í handfarangri og barokk-hátíð í Hörpu Piltur á nítjánda aldursári er í gæsluvarðhaldi vegna innflutnings á þrettán kílóum af kókaíni. Hann var handtekinn á Keflavíkurflugvelli í síðustu viku og var hann á leið til landsins frá Frakklandi. Úlfar Lúðvíksson lögreglustjóri á Suðurnesjum segir sérstakt að finna svo mikið magn fíkniefna í handfarangri. Innlent 14.4.2025 18:10 Harmleikur í Garðabæ, bílvelta í íbúðagötu og óvæntir hlutir í veggjum Dóttir karlmanns um áttrætt sem lést á föstudag er í gæsluvarðhaldi í þágu rannsóknar á andláti hans. Samkvæmt heimildum fréttastofu var konan handtekin í heimahúsi í Garðabæ þar sem viðbragðsaðilar komu að föður hennar snemma á föstudagsmorgun. Innlent 13.4.2025 18:24 Fyrirhuguð komugjöld á óvissutíma og fölsuð listaverk til sýnis Fyrirhuguð komugjöld á ferðamenn eru út í hött í ljósi óvissutíma, að mati formanns Samtaka ferðaþjónustunnar. Í Kvöldfréttum Stöðvar 2 verður rætt við formanninn sem segir blikur á lofti, en hátt í fjörutíu prósent af tekjum ferðaþjónustunnar komi frá bandarískum ferðamönnum. Samtökin óttast að tollastríð verði til þess að Bandaríkjamenn haldi að sér höndum. Innlent 12.4.2025 18:16 Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Koma hefði mátt í veg fyrir manndráp hefði hið opinbera gert viðeigandi ráðstafanir í málum veikra einstaklinga að mati formanns Afstöðu. Hann fagnar því að ríkisstjórnin ætli að byggja sérstaka öryggisstofnun. Það þurfi að gerast hratt því hátt í tuttugu manns séu tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar. Við ræðum við formann Afstöðu og heilbrigðisráðherra í kvöldfréttum Stöðvar 2. Innlent 11.4.2025 18:01 Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Hætta á hryðjuverkum hér á landi hefur aukist lítilega frá fyrra ári samkvæmt greiningardeild ríkislögreglustjóra. Innræting hægri öfgahyggju á netinu sé áhyggjuefni og lögreglan hefur vitneskju um að íslensk ungmenni séu virk inn á síðum þar sem hvatt er til hryðjuverka. Við ræðum við lögreglu um hryðjuverkaógn á Íslandi í kvöldfréttum Stöðvar 2. Innlent 10.4.2025 18:02 Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Meta þarf hvort ástæða sé til að reisa varnargarða við hverfi á höfuðborgarsvæðinu sem eru talin geta orðið fyrir áhrifum eldgosa í framtíðinni. Þetta segir slökkviliðsstjóri höfuðborgarsvæðisins. Þegar sé byrjað að þjálfa neyðarstjórnir sveitarfélaganna komi til alvarlegrar náttúruvár í borginni. Við förum yfir málið í kvöldfréttum Stöðvar 2. Innlent 9.4.2025 18:02 Gosvá á höfuðborgarsvæðinu, dauðastríð og áhorfendabann Sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu þurfa að aðlagast nýjum veruleika og undirbúa sig fyrir að takast á við afleiðingar eldgosa í nágrenni sínu vegna eldsumbrota á Reykjanesi. Tjónið geti orðið gríðarlegt. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Veðurstofu Íslands um náttúruvá á höfuðborgarsvæðinu. Við förum yfir skýrsluna og ræðum við einn höfunda hennar í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2. Innlent 8.4.2025 18:02 Blóðbað, þingmenn ganga á dyr og ógnin við Reykjavík Hlutabréf hríðféllu við opnun markaða og greinendur lýsa deginum sem blóðbaði. Kínversk stjórnvöld saka Bandaríkjaforseta um efnahagslegt ofbeldi. Við förum yfir rauðan dag á mörkuðum og efnahagslega óvissu í kvöldfréttum Stöðvar 2 auk þess að ræða við hagfræðinginn Konráð S. Guðjónsson í beinni. Innlent 7.4.2025 18:03 Líklega fórnarlömb mansals og óhugnanlegt myndband af árás á bráðaliða Tvær unglingsstúlkur eru í gæsluvarðhaldi hjá lögreglunni á Suðurnesjum grunaðar um innflutning á tuttugu þúsund töflum af Nitazene. Framkvæmdastjóri Mannréttindaskrifstofu Íslands telur stúlkurnar í viðkvæmri stöðu. Í svona málum sé oftast um að ræða fórnarlömb mansals. Fjallað verður um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2. Innlent 6.4.2025 18:11 Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Gerviópíóðinn nitazene, sem óttast er að sé kominn í dreifingu hérlendis, er þúsund sinnum sterkari en morfín að sögn réttarefnafræðings. Rætt verður betur við hann og fjallað nánar um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2. Innlent 5.4.2025 18:11 Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Hagfræðingur og greinandi segir alveg ljóst að nýir tollar Bandaríkjastjórnar hafi skapað óvissu á mörkuðum. Verðfall varð á Wall Street við opnun markaða í morgun og Kauphöllin var rauð. Fjallað verður um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2. Innlent 4.4.2025 18:10 Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Bandaríkjaforseti hyggst leggja tíu prósenta innflutningstolla á íslenskar innflutningsvörur. Forstjóri Össurar segir um mikil vonbrigði að ræða, enda séu Bandaríkin mikilvægasti markaður félagsins. Við fjöllum um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2, og ræðum um framhaldið við sérfræðing í myndveri. Innlent 3.4.2025 18:00 Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Engin virkni hefur verið í gossprungunni á Reykjanesskaga síðan síðdegis í gær, þó að kvika flæði enn inn í kvikuganginn sem er sá lengsti frá upphafi eldsumbrota á Reykjanesskaga 2021. Við verðum í beinni frá Reykjanesskaga í kvöldfréttunum og ræðum við sérfræðing um framhaldið. Innlent 2.4.2025 18:11 Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli Virkni frá sprungu nærri Grindavík sést ekki lengur í vefmyndavélum og hefur farið minnkandi síðan í hádeginu. Öflugir jarðskjálftar hafa mælst á svæðinu síðdegis og atburðinum hvergi nærri lokið. Innlent 1.4.2025 18:27 Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Fjármálaráðherra kynnti í dag fjármálaáætlun og er stefnt að því að hagræða um ríflega hundrað milljarða á næstu árum. Við fáum viðbrögð frá Jóni Gunnarssyni þingmanni Sjálfstæðisflokksins og Bergþóri Ólasyni þingflokksformanni Miðflokksins í beinni útsendingu í kvöldfréttunum. Innlent 31.3.2025 18:11 Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Sérfræðingur í alþjóðamálum segir kveða við nýjan tón hjá Bandaríkjamönnum vegna Grænlands. Bandaríkjaforseti sé hins vegar ólíkindatól þannig að erfitt sé að átta sig á raunverulegum framtíðaráformum. Grænlandsheimsókn varaforseta Bandaríkjanna hefur valdið miklu fjaðrafoki og dönsk stjórnvöld telja freklega að sér vegið. Við fjöllum um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2. Innlent 30.3.2025 18:22 Spenna á Grænlandi og íslenskumiði í glugga leigubíla Danir mótmæltu ásælni Bandaríkjanna í Grænland fyrir utan bandaríska sendiráðið í Kaupmannahöfn í dag, og fyrrverandi formaður Siumut-flokksins segir um skrítna tíma að ræða fyrir grænlensku þjóðina, og að þögn annarra ríkja um framgöngu Bandaríkjanna komi á óvart. Innlent 29.3.2025 18:06 Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Í kvöldfréttum Stöðvar 2 fjöllum við um gríðarstóran og mannskæðan jarðskjálfta sem reið yfir Mjanmar í dag, og hafði áhrif langt út fyrir landamæri landsins, meðal annars með þeim afleiðingum að háhýsi hrundi í Taílandi og tuga er saknað. Innlent 28.3.2025 17:42 « ‹ 1 2 3 4 5 6 … 68 ›
Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Að láta hælisleitendur sem vísa á úr landi sæta einangrun í fangelsum er versta úrræðið sem hægt er að bjóða þeim uppá. Þetta segir teymisstjóri geðheilsuteymis fanga sem segir andlega heilsu fólksins afar slæma. Nánar verður fjallað um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 á eftir. Innlent 27.4.2025 18:11
Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Formaður Félags fangavarða segir fangelsin vera sprungin og full af fólki sem þar eigi ekki heima. Þar sé meðal annars fólk sem á að vísa úr landi og fólk með alvarlegar geðraskanir. Hann segir ástandið aldrei hafa verið jafn slæmt. Fjallað verður um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2. Innlent 25.4.2025 18:10
Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Bandaríkjaforseti hefur biðlað til forseta Rússlands að láta af árásum á íbúahverfi í Úkraínu. Hann segir mannskæða árás á Kænugarð í morgun illa tímasetta og óþarfa. Fjallað verður um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2. Innlent 24.4.2025 18:13
Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Reykjavíkurborg ver álíka upphæð í öryggisvistanir fyrir tæplega fjörtíu einstaklinga og í sértækan húsnæðisstuðning fyrir 4500 manns. Fjallað verður um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 á eftir og rætt við sviðsstjóra hjá borginni sem segir löngu tímabært að breyta og bæta lagaumhverfi. Borgin sé að sinna verkefni sem henni beri ekki að sinna. Innlent 23.4.2025 18:16
Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Umtalsvert hefur dregið úr hraða landriss undir Svartsengi eftir að það fór kröftuglega af stað í kjölfar síðasta eldgoss. Talið er að gosvirkni á svæðinu sé að taka breytingum og við förum yfir málið í beinni útsendingu með fagstjóra á Veðurstofu Íslands í kvöldfréttum Stöðvar 2. Innlent 22.4.2025 18:01
Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Frans páfa var minnst víða um heim í dag. Hann var á páfastóli í tólf ár og er minnst sem framsæknum, hógværum talsmanni þeirra sem minna mega sín. Banameinið er sagt vera heilablóðfall. Innlent 21.4.2025 18:21
Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Lögmaður gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að hafa farið með rangt mál í tilkynningu sinni um skipan starfshóps sem yfirfara á reglur um dvalarleyfi á Íslandi. Hann segir þegar til staðar ákvæði í lögum um dvalarleyfi mansalsfórnarlamba, en þau séu ekki nýtt. Innlent 20.4.2025 18:24
Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Utanríkisráðherra segir skiljanlegt að mikillar tortryggni gæti í herbúðum Úkraínumanna, um yfirlýsingar Rússlandsforseta um vopnahlé yfir páskana. Friður geti ekki komist á á forsendum Rússlands. Innlent 19.4.2025 18:16
Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Háskólasamfélagið í Bandaríkjunum er skelkað vegna atlögu stjórnvalda að háskólunum í landinu og fræðimenn þegar lagðir á flótta til annarra landa. Þetta dósent við Columbia-háskóla. Innlent 18.4.2025 18:23
Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Engar reglur eru um það hér á landi hversu margar fjölskyldur sæðisgjafar mega búa til. Eigandi frjósemisstofu kallar eftir breytingum og segir fréttir af evrópskum sæðisgjöfum sem eignast hafi jafnvel hundruð barna vera áhyggjuefni. Innlent 17.4.2025 18:26
Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Sex kynferðisbrotamál, þar sem gerendur eru tveir eða fleiri, hafa komið inn á borð lögreglunnar það sem af er ári. Aðstoðaryfirlögregluþjónn segir þetta aukningu frá fyrri árum. Fjallað verður um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2. Innlent 16.4.2025 18:10
Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Ung fólk leitar í auknum mæli aðstoðar á Vogi vegna fíkniefnaneyslu. Yfirlæknir segist uggandi yfir stöðunni en nokkur ungmenni hafa verið handtekin á landamærunum á undanförnum vikum vegna fíkniefnainnflutnings. Fjallað verður um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2. Innlent 15.4.2025 18:11
Þrettán kíló af kókaíni í handfarangri og barokk-hátíð í Hörpu Piltur á nítjánda aldursári er í gæsluvarðhaldi vegna innflutnings á þrettán kílóum af kókaíni. Hann var handtekinn á Keflavíkurflugvelli í síðustu viku og var hann á leið til landsins frá Frakklandi. Úlfar Lúðvíksson lögreglustjóri á Suðurnesjum segir sérstakt að finna svo mikið magn fíkniefna í handfarangri. Innlent 14.4.2025 18:10
Harmleikur í Garðabæ, bílvelta í íbúðagötu og óvæntir hlutir í veggjum Dóttir karlmanns um áttrætt sem lést á föstudag er í gæsluvarðhaldi í þágu rannsóknar á andláti hans. Samkvæmt heimildum fréttastofu var konan handtekin í heimahúsi í Garðabæ þar sem viðbragðsaðilar komu að föður hennar snemma á föstudagsmorgun. Innlent 13.4.2025 18:24
Fyrirhuguð komugjöld á óvissutíma og fölsuð listaverk til sýnis Fyrirhuguð komugjöld á ferðamenn eru út í hött í ljósi óvissutíma, að mati formanns Samtaka ferðaþjónustunnar. Í Kvöldfréttum Stöðvar 2 verður rætt við formanninn sem segir blikur á lofti, en hátt í fjörutíu prósent af tekjum ferðaþjónustunnar komi frá bandarískum ferðamönnum. Samtökin óttast að tollastríð verði til þess að Bandaríkjamenn haldi að sér höndum. Innlent 12.4.2025 18:16
Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Koma hefði mátt í veg fyrir manndráp hefði hið opinbera gert viðeigandi ráðstafanir í málum veikra einstaklinga að mati formanns Afstöðu. Hann fagnar því að ríkisstjórnin ætli að byggja sérstaka öryggisstofnun. Það þurfi að gerast hratt því hátt í tuttugu manns séu tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar. Við ræðum við formann Afstöðu og heilbrigðisráðherra í kvöldfréttum Stöðvar 2. Innlent 11.4.2025 18:01
Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Hætta á hryðjuverkum hér á landi hefur aukist lítilega frá fyrra ári samkvæmt greiningardeild ríkislögreglustjóra. Innræting hægri öfgahyggju á netinu sé áhyggjuefni og lögreglan hefur vitneskju um að íslensk ungmenni séu virk inn á síðum þar sem hvatt er til hryðjuverka. Við ræðum við lögreglu um hryðjuverkaógn á Íslandi í kvöldfréttum Stöðvar 2. Innlent 10.4.2025 18:02
Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Meta þarf hvort ástæða sé til að reisa varnargarða við hverfi á höfuðborgarsvæðinu sem eru talin geta orðið fyrir áhrifum eldgosa í framtíðinni. Þetta segir slökkviliðsstjóri höfuðborgarsvæðisins. Þegar sé byrjað að þjálfa neyðarstjórnir sveitarfélaganna komi til alvarlegrar náttúruvár í borginni. Við förum yfir málið í kvöldfréttum Stöðvar 2. Innlent 9.4.2025 18:02
Gosvá á höfuðborgarsvæðinu, dauðastríð og áhorfendabann Sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu þurfa að aðlagast nýjum veruleika og undirbúa sig fyrir að takast á við afleiðingar eldgosa í nágrenni sínu vegna eldsumbrota á Reykjanesi. Tjónið geti orðið gríðarlegt. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Veðurstofu Íslands um náttúruvá á höfuðborgarsvæðinu. Við förum yfir skýrsluna og ræðum við einn höfunda hennar í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2. Innlent 8.4.2025 18:02
Blóðbað, þingmenn ganga á dyr og ógnin við Reykjavík Hlutabréf hríðféllu við opnun markaða og greinendur lýsa deginum sem blóðbaði. Kínversk stjórnvöld saka Bandaríkjaforseta um efnahagslegt ofbeldi. Við förum yfir rauðan dag á mörkuðum og efnahagslega óvissu í kvöldfréttum Stöðvar 2 auk þess að ræða við hagfræðinginn Konráð S. Guðjónsson í beinni. Innlent 7.4.2025 18:03
Líklega fórnarlömb mansals og óhugnanlegt myndband af árás á bráðaliða Tvær unglingsstúlkur eru í gæsluvarðhaldi hjá lögreglunni á Suðurnesjum grunaðar um innflutning á tuttugu þúsund töflum af Nitazene. Framkvæmdastjóri Mannréttindaskrifstofu Íslands telur stúlkurnar í viðkvæmri stöðu. Í svona málum sé oftast um að ræða fórnarlömb mansals. Fjallað verður um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2. Innlent 6.4.2025 18:11
Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Gerviópíóðinn nitazene, sem óttast er að sé kominn í dreifingu hérlendis, er þúsund sinnum sterkari en morfín að sögn réttarefnafræðings. Rætt verður betur við hann og fjallað nánar um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2. Innlent 5.4.2025 18:11
Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Hagfræðingur og greinandi segir alveg ljóst að nýir tollar Bandaríkjastjórnar hafi skapað óvissu á mörkuðum. Verðfall varð á Wall Street við opnun markaða í morgun og Kauphöllin var rauð. Fjallað verður um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2. Innlent 4.4.2025 18:10
Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Bandaríkjaforseti hyggst leggja tíu prósenta innflutningstolla á íslenskar innflutningsvörur. Forstjóri Össurar segir um mikil vonbrigði að ræða, enda séu Bandaríkin mikilvægasti markaður félagsins. Við fjöllum um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2, og ræðum um framhaldið við sérfræðing í myndveri. Innlent 3.4.2025 18:00
Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Engin virkni hefur verið í gossprungunni á Reykjanesskaga síðan síðdegis í gær, þó að kvika flæði enn inn í kvikuganginn sem er sá lengsti frá upphafi eldsumbrota á Reykjanesskaga 2021. Við verðum í beinni frá Reykjanesskaga í kvöldfréttunum og ræðum við sérfræðing um framhaldið. Innlent 2.4.2025 18:11
Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli Virkni frá sprungu nærri Grindavík sést ekki lengur í vefmyndavélum og hefur farið minnkandi síðan í hádeginu. Öflugir jarðskjálftar hafa mælst á svæðinu síðdegis og atburðinum hvergi nærri lokið. Innlent 1.4.2025 18:27
Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Fjármálaráðherra kynnti í dag fjármálaáætlun og er stefnt að því að hagræða um ríflega hundrað milljarða á næstu árum. Við fáum viðbrögð frá Jóni Gunnarssyni þingmanni Sjálfstæðisflokksins og Bergþóri Ólasyni þingflokksformanni Miðflokksins í beinni útsendingu í kvöldfréttunum. Innlent 31.3.2025 18:11
Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Sérfræðingur í alþjóðamálum segir kveða við nýjan tón hjá Bandaríkjamönnum vegna Grænlands. Bandaríkjaforseti sé hins vegar ólíkindatól þannig að erfitt sé að átta sig á raunverulegum framtíðaráformum. Grænlandsheimsókn varaforseta Bandaríkjanna hefur valdið miklu fjaðrafoki og dönsk stjórnvöld telja freklega að sér vegið. Við fjöllum um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2. Innlent 30.3.2025 18:22
Spenna á Grænlandi og íslenskumiði í glugga leigubíla Danir mótmæltu ásælni Bandaríkjanna í Grænland fyrir utan bandaríska sendiráðið í Kaupmannahöfn í dag, og fyrrverandi formaður Siumut-flokksins segir um skrítna tíma að ræða fyrir grænlensku þjóðina, og að þögn annarra ríkja um framgöngu Bandaríkjanna komi á óvart. Innlent 29.3.2025 18:06
Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Í kvöldfréttum Stöðvar 2 fjöllum við um gríðarstóran og mannskæðan jarðskjálfta sem reið yfir Mjanmar í dag, og hafði áhrif langt út fyrir landamæri landsins, meðal annars með þeim afleiðingum að háhýsi hrundi í Taílandi og tuga er saknað. Innlent 28.3.2025 17:42