Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Lovísa Arnardóttir skrifar 30. apríl 2025 08:24 Þórunn Sveinbjarnardóttir segir ramma þingsins skýran í lögum. Þingflokkar verði að koma sér saman um að breyta þessum ramma eigi að stytta frí þingmanna. Vísir/Vilhelm Þórunn Sveinbjarnardóttir forseti Alþingis ætlar að beita sér fyrir því að frí þingmanna verði stytt. Það vill hún gera í samvinnu allra þingflokka. Þingmenn voru í átján daga páskafríi. Þeir mættu aftur til vinnu á mánudag en fóru í frí föstudaginn 11. apríl, vikuna fyrir páska. „Þetta er ekki ný umræða, hún á rétt á sér og hún á ástæður,“ segir Þórunn sem ræddi frí þingmanna í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hún segir starf Alþingis rammað inn í þingskapalögum. Sá rammi byggi á mjög gömlum hefðum. „Margar af þeim eru góðar og gildar og hafa ástæður sem hafa með stjórn ríkisins að gera og löggjafarvald. En svo eru aðrir hlutir sem eru ankannalegir og eitt af því er tveggja vikna páskahlé, sem er inni í þessum lagaramma, og er eitthvað sem ég hef sjálf verið hugsi yfir lengi,“ segir Þórunn. Hún segir að þetta verði að skoða og hugleiða að breyta. Hún geri það ekki ein. Þingskapalögunum verði aðeins breytt með samstarfi og samtali á milli þingflokka á Alþingi. Hún væri til í að skoða rammann betur. Í dag er hlé í júlí til dæmis og þá eru ekki haldnir þingfundir nema það sé neyðarástand. Þingnefndir starfa hins vegar allt árið um kring. „Hléin eru löng, það er rétt, en það er ekki eins og, eins og kannski margir vita, að allt starf þingmannsins fari fram í þingsalnum eða á þingfundi.“ Þórunn telur ekki að þessi frí hafi bein áhrif á það hvort þingmenn nái að undirbúa sig vel fyrir þau mál sem eru til umræðu. Hún telur skipulag þingvikunnar og ræðutímans hafa meira með það að gera. Það sé hægt að gera samkomulag um til dæmis ræðutímann en hann sé í lögum. Vill bæta verklag í þingvikunni Þórunn segist vilja bæta vinnulagið í hverri þingviku. Þannig viti þau betur hversu lengi þau verða og hversu miklum tíma verður varið í eitt mál. „Þetta er höfuðverkur því þetta snýst um að meirihluti og minnihluti, allir þingflokkar, nái saman um hvernig við gerum þetta. Lykillinn að góðu þingstarfi er samvinna.“ Þórunn Sveinbjarnardóttir segir ramma þingsins skýran í lögum. Þingflokkar verði að koma sér saman um að breyta þessum ramma eigi að stytta frí þingmanna. Vísir/Vilhelm Þórunn segist hafa skilning á því að almenningur sé ekki hrifinn af þessu fyrirkomulagi. Traust til Alþingis hafi batnað frá upphafi aldar en þau verði að vera meðvituð um að traust almennings sé ekki sjálfsagt mál. Þórunn segir sumarfrí til dæmis eiga að hefjast í kringum 17. júní, svo komi þingnefndir og þingflokkar yfirleitt saman í ágúst og þingfundir hefjist svo aftur í september. Á þessu ári verði það í kringum 10. september. Fjöldi þingmanna verji svo miklum tíma á sumrin í sínu kjördæmi og í alþjóðastörfum. Þórunn segir mikilvægt fyrir þingmenn að hitta reglulega sína kjósendur. Það eigi ekki bara að gerast í aðdraganda þingkosninga. „Það er ekki gott.“ Alþingi Bítið Tengdar fréttir Alþjóðastarf þingmanna álitið sem „fyllerís- og fríferðir“ Þingmenn og embættismenn segja alþjóðastarf ekki nægilega samræmt störfum Alþingis. Ferðalög í þágu alþjóðastarfs séu álitnar „fyllerís- og fríferðir“ í stað vinnuferða. Neikvætt álit almennings og þingmanna á alþjóðastarfi hefur áhrif á hvata alþingismanna að taka þátt. 2. nóvember 2024 07:02 Mest lesið Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Erlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Innlent Fleiri fréttir Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Sjá meira
„Þetta er ekki ný umræða, hún á rétt á sér og hún á ástæður,“ segir Þórunn sem ræddi frí þingmanna í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hún segir starf Alþingis rammað inn í þingskapalögum. Sá rammi byggi á mjög gömlum hefðum. „Margar af þeim eru góðar og gildar og hafa ástæður sem hafa með stjórn ríkisins að gera og löggjafarvald. En svo eru aðrir hlutir sem eru ankannalegir og eitt af því er tveggja vikna páskahlé, sem er inni í þessum lagaramma, og er eitthvað sem ég hef sjálf verið hugsi yfir lengi,“ segir Þórunn. Hún segir að þetta verði að skoða og hugleiða að breyta. Hún geri það ekki ein. Þingskapalögunum verði aðeins breytt með samstarfi og samtali á milli þingflokka á Alþingi. Hún væri til í að skoða rammann betur. Í dag er hlé í júlí til dæmis og þá eru ekki haldnir þingfundir nema það sé neyðarástand. Þingnefndir starfa hins vegar allt árið um kring. „Hléin eru löng, það er rétt, en það er ekki eins og, eins og kannski margir vita, að allt starf þingmannsins fari fram í þingsalnum eða á þingfundi.“ Þórunn telur ekki að þessi frí hafi bein áhrif á það hvort þingmenn nái að undirbúa sig vel fyrir þau mál sem eru til umræðu. Hún telur skipulag þingvikunnar og ræðutímans hafa meira með það að gera. Það sé hægt að gera samkomulag um til dæmis ræðutímann en hann sé í lögum. Vill bæta verklag í þingvikunni Þórunn segist vilja bæta vinnulagið í hverri þingviku. Þannig viti þau betur hversu lengi þau verða og hversu miklum tíma verður varið í eitt mál. „Þetta er höfuðverkur því þetta snýst um að meirihluti og minnihluti, allir þingflokkar, nái saman um hvernig við gerum þetta. Lykillinn að góðu þingstarfi er samvinna.“ Þórunn Sveinbjarnardóttir segir ramma þingsins skýran í lögum. Þingflokkar verði að koma sér saman um að breyta þessum ramma eigi að stytta frí þingmanna. Vísir/Vilhelm Þórunn segist hafa skilning á því að almenningur sé ekki hrifinn af þessu fyrirkomulagi. Traust til Alþingis hafi batnað frá upphafi aldar en þau verði að vera meðvituð um að traust almennings sé ekki sjálfsagt mál. Þórunn segir sumarfrí til dæmis eiga að hefjast í kringum 17. júní, svo komi þingnefndir og þingflokkar yfirleitt saman í ágúst og þingfundir hefjist svo aftur í september. Á þessu ári verði það í kringum 10. september. Fjöldi þingmanna verji svo miklum tíma á sumrin í sínu kjördæmi og í alþjóðastörfum. Þórunn segir mikilvægt fyrir þingmenn að hitta reglulega sína kjósendur. Það eigi ekki bara að gerast í aðdraganda þingkosninga. „Það er ekki gott.“
Alþingi Bítið Tengdar fréttir Alþjóðastarf þingmanna álitið sem „fyllerís- og fríferðir“ Þingmenn og embættismenn segja alþjóðastarf ekki nægilega samræmt störfum Alþingis. Ferðalög í þágu alþjóðastarfs séu álitnar „fyllerís- og fríferðir“ í stað vinnuferða. Neikvætt álit almennings og þingmanna á alþjóðastarfi hefur áhrif á hvata alþingismanna að taka þátt. 2. nóvember 2024 07:02 Mest lesið Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Erlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Innlent Fleiri fréttir Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Sjá meira
Alþjóðastarf þingmanna álitið sem „fyllerís- og fríferðir“ Þingmenn og embættismenn segja alþjóðastarf ekki nægilega samræmt störfum Alþingis. Ferðalög í þágu alþjóðastarfs séu álitnar „fyllerís- og fríferðir“ í stað vinnuferða. Neikvætt álit almennings og þingmanna á alþjóðastarfi hefur áhrif á hvata alþingismanna að taka þátt. 2. nóvember 2024 07:02