„Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Árni Sæberg skrifar 30. apríl 2025 11:05 Kristrún Frostadóttir sat fyrir svörum á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar í morgun. Vísir/Anton Brink Forsætisráðherra segir að upplýsingalög komi alfarið í veg fyrir að trúnaði sé heitið um fundarbeiðnir við forsætisráðherra. Starfsmaður Umbru, þjónustumiðstöðvar Stjórnarráðsins, sem svaraði símtali fyrrverandi tengdamóður fyrrverandi barnamálaráðherra, hafi ekki ekki heitið neinum trúnaði um erindi hennar. Þetta er meðal þess sem kom fram á opnum fundi í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis um meðferð á erindi um þáverandi mennta- og barnamálaráðherra, Ásthildar Lóu Þórsdóttur, í morgun. Þar sat Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra fyrir svörum. Málið snýr að Ólöfu Björnsdóttur, fyrrverandi tengdamóður barnsföður Ásthildar, sem sendi tölvupósta á forsætisráðuneytið í mars til að óska eftir fundi með Kristrúnu Frostadóttur. Hún sendi fjölda pósta á ráðuneytið, greindi frá persónulegum málum Ásthildar Lóu og krafðist afsagnar ráðherrans. Málið fór á endanum í fjölmiðla og leiddi til afsagnar mennta- og barnamálaráðherra. Það sem var til umræðu var ekki eiginlegt mál Ásthildar Lóu heldur meðferð forsætisráðuneytisins á því. Á 11. fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar þann 31. mars bar Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokks, upp tillögu um að nefndin tæki málið til meðferðar. Hildur Sverrisdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokks, og Miðflokksþingmennirnir Ingibjörg Davíðsdóttir og Karl Gauti Hjaltason tóku undir tillöguna og var hún samþykkt. Hefur þegar birt tímalínuna Fundurinn hófst á því að Vilhjálmur Árnason, formaður nefndarinnar, spurði Kristrúnu á hvaða lagagrundvelli forsætisráðuneytið taldi sér heimilt að upplýsa aðstoðarmann Ásthildar Lóu um að fundarbeiðni hefði borist ráðuneytinu um málefni hennar. Kristrún sagði að almennt séð gildi upplýsingaskylda um öll mál sem berast inn í forsætisráðuneytið. Starfsmenn þess séu þó bundnir þagnarskyldu um mál af viðkvæmum toga. Það hafi verið mat ráðuneytisins að beiðni um fund með forsætisráðherra væri ekki viðkvæmt mál. Fundurinn var haldinn í Smiðju. Helmingur nefndarmanna, fulltrúar minnihlutans, sá alfarið um að spyrja Kristrúnu spjörunum úr.Vísir/Anton Brink Þá hefði Ólöf sagt í fundarbeiðni sinni að sjálfsagt væri að Ásthildur Lóa sæti fundinn en engar frekari upplýsingar um efni málsins hafi fylgt beiðninni. Því hefði verið talið eðlilegt að Ásthildur Lóa væri upplýst um fundarbeiðnina í gegnum aðstoðarmann hennar. Þetta hefur raunar allt saman komið fram áður, bæði í umfjöllun fjölmiðla og í nokkuð ítarlegri tímalínu málsins, sem forsætisráðuneytið birti þann 20. mars. Borgarar geti ekki gengið að því vísu að trúnaður gildi Bryndís Haraldsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, spurði Kristrúni hvað valdi misræmi í frásögnum Ólafar og ráðuneytisins. Ólöf hafi sagt að farið hafi verið fram á trúnað um erindið en ráðuneytið ekki. Kristrún sagði að borgarar geti ekki gengið að því vísu að trúnaður gildi um erindi þeirra nema að um viðkvæma persónulega hagsmuni sé að ræða. Það sé ekki yfir höfuð heimilt að heita trúnaði nema um mjög sérstakar aðstæður sé að ræða. Þá hafi hún fengið það staðfest að enginn innan forsætisráðuneytisins hafi heitið Ólöfu trúnaði um erindi hennar. Hún hafi aftur á móti hringt inn í stjórnarráðið og verið svarað af Umbru, þjónustumiðstöð stjórnarráðsins, og símtalið hafi ekki verið áframsent beint inn í ráðuneytið. Símtalið hafi ekki verið tekið upp en rætt hafi verið við starfsmann Umbru sem tók upp tólið. Fram hafi komið í máli hans að hvorki hafi verið talað um efni málsins né hafi trúnaði verið lofað. Kristrún tók fram að um tveggja manna tal hafi verið að ræða og ekkert skriflegt hafi komið út úr því. Hún hafi þó engar forsendur til að efast um frásögn starfsmannsins af því. „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni gagnvart ráðherra,“ sagði Kristrún. Fundinn í heild sinni má sjá á vef Alþingis. Barnamálaráðherra segir af sér Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Samfylkingin Flokkur fólksins Alþingi Tengdar fréttir „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Forstjóri Persónuverndar staðfestir að sér hafi borist borist kvörtun vegna máls Ólafar Björnsdóttur, fyrrverandi tengdamóður barnföður Ásthildar Lóu Þórsdóttur fyrrverandi barnamálaráðherra. 11. apríl 2025 15:15 Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra ætlar ekki að tjá sig frekar um „tengdamömmumálið“. Ólöf Björnsdóttir, fyrrverandi tengdamamma barnsföður fyrrverandi barnamálaráðherra, hefur krafist afsökunarbeiðni frá Kristrúnu vegna meints trúnaðarbrests forsætisráðuneytisins. Ráðuneytið hefur ítrekað hafnað ásökuninni um trúnaðarbrest. 8. apríl 2025 11:48 Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Ólöf Björnsdóttir, fyrrverandi tengdamóðir barnsföður Ásthildar Lóu Þórsdóttur fyrrverandi barnamálaráðherra, segist ekki hafa verið að ganga pólitískra erinda þegar hún lét forsætisráðuneytið og svo fréttamann vita af máli ráðherrans sem varð til þess að hún sagði af sér. 7. apríl 2025 09:07 Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Þrír af hverjum fjórum landsmönnum telja að Ásthildur Lóa Þórsdóttir hafi tekið rétta ákvörðun þegar hún ákvað að segja af sér sem mennta- og barnamálaráðherra á dögunum. Mikill meirihluti telur hana eiga að sitja áfram á þingi. Þá segir rúmur meirihluti landsmanna fréttaflutning um mál hennar hafa verið ósanngjarnan. 4. apríl 2025 11:48 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Innlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Fleiri fréttir Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Sjá meira
Þetta er meðal þess sem kom fram á opnum fundi í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis um meðferð á erindi um þáverandi mennta- og barnamálaráðherra, Ásthildar Lóu Þórsdóttur, í morgun. Þar sat Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra fyrir svörum. Málið snýr að Ólöfu Björnsdóttur, fyrrverandi tengdamóður barnsföður Ásthildar, sem sendi tölvupósta á forsætisráðuneytið í mars til að óska eftir fundi með Kristrúnu Frostadóttur. Hún sendi fjölda pósta á ráðuneytið, greindi frá persónulegum málum Ásthildar Lóu og krafðist afsagnar ráðherrans. Málið fór á endanum í fjölmiðla og leiddi til afsagnar mennta- og barnamálaráðherra. Það sem var til umræðu var ekki eiginlegt mál Ásthildar Lóu heldur meðferð forsætisráðuneytisins á því. Á 11. fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar þann 31. mars bar Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokks, upp tillögu um að nefndin tæki málið til meðferðar. Hildur Sverrisdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokks, og Miðflokksþingmennirnir Ingibjörg Davíðsdóttir og Karl Gauti Hjaltason tóku undir tillöguna og var hún samþykkt. Hefur þegar birt tímalínuna Fundurinn hófst á því að Vilhjálmur Árnason, formaður nefndarinnar, spurði Kristrúnu á hvaða lagagrundvelli forsætisráðuneytið taldi sér heimilt að upplýsa aðstoðarmann Ásthildar Lóu um að fundarbeiðni hefði borist ráðuneytinu um málefni hennar. Kristrún sagði að almennt séð gildi upplýsingaskylda um öll mál sem berast inn í forsætisráðuneytið. Starfsmenn þess séu þó bundnir þagnarskyldu um mál af viðkvæmum toga. Það hafi verið mat ráðuneytisins að beiðni um fund með forsætisráðherra væri ekki viðkvæmt mál. Fundurinn var haldinn í Smiðju. Helmingur nefndarmanna, fulltrúar minnihlutans, sá alfarið um að spyrja Kristrúnu spjörunum úr.Vísir/Anton Brink Þá hefði Ólöf sagt í fundarbeiðni sinni að sjálfsagt væri að Ásthildur Lóa sæti fundinn en engar frekari upplýsingar um efni málsins hafi fylgt beiðninni. Því hefði verið talið eðlilegt að Ásthildur Lóa væri upplýst um fundarbeiðnina í gegnum aðstoðarmann hennar. Þetta hefur raunar allt saman komið fram áður, bæði í umfjöllun fjölmiðla og í nokkuð ítarlegri tímalínu málsins, sem forsætisráðuneytið birti þann 20. mars. Borgarar geti ekki gengið að því vísu að trúnaður gildi Bryndís Haraldsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, spurði Kristrúni hvað valdi misræmi í frásögnum Ólafar og ráðuneytisins. Ólöf hafi sagt að farið hafi verið fram á trúnað um erindið en ráðuneytið ekki. Kristrún sagði að borgarar geti ekki gengið að því vísu að trúnaður gildi um erindi þeirra nema að um viðkvæma persónulega hagsmuni sé að ræða. Það sé ekki yfir höfuð heimilt að heita trúnaði nema um mjög sérstakar aðstæður sé að ræða. Þá hafi hún fengið það staðfest að enginn innan forsætisráðuneytisins hafi heitið Ólöfu trúnaði um erindi hennar. Hún hafi aftur á móti hringt inn í stjórnarráðið og verið svarað af Umbru, þjónustumiðstöð stjórnarráðsins, og símtalið hafi ekki verið áframsent beint inn í ráðuneytið. Símtalið hafi ekki verið tekið upp en rætt hafi verið við starfsmann Umbru sem tók upp tólið. Fram hafi komið í máli hans að hvorki hafi verið talað um efni málsins né hafi trúnaði verið lofað. Kristrún tók fram að um tveggja manna tal hafi verið að ræða og ekkert skriflegt hafi komið út úr því. Hún hafi þó engar forsendur til að efast um frásögn starfsmannsins af því. „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni gagnvart ráðherra,“ sagði Kristrún. Fundinn í heild sinni má sjá á vef Alþingis.
Barnamálaráðherra segir af sér Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Samfylkingin Flokkur fólksins Alþingi Tengdar fréttir „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Forstjóri Persónuverndar staðfestir að sér hafi borist borist kvörtun vegna máls Ólafar Björnsdóttur, fyrrverandi tengdamóður barnföður Ásthildar Lóu Þórsdóttur fyrrverandi barnamálaráðherra. 11. apríl 2025 15:15 Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra ætlar ekki að tjá sig frekar um „tengdamömmumálið“. Ólöf Björnsdóttir, fyrrverandi tengdamamma barnsföður fyrrverandi barnamálaráðherra, hefur krafist afsökunarbeiðni frá Kristrúnu vegna meints trúnaðarbrests forsætisráðuneytisins. Ráðuneytið hefur ítrekað hafnað ásökuninni um trúnaðarbrest. 8. apríl 2025 11:48 Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Ólöf Björnsdóttir, fyrrverandi tengdamóðir barnsföður Ásthildar Lóu Þórsdóttur fyrrverandi barnamálaráðherra, segist ekki hafa verið að ganga pólitískra erinda þegar hún lét forsætisráðuneytið og svo fréttamann vita af máli ráðherrans sem varð til þess að hún sagði af sér. 7. apríl 2025 09:07 Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Þrír af hverjum fjórum landsmönnum telja að Ásthildur Lóa Þórsdóttir hafi tekið rétta ákvörðun þegar hún ákvað að segja af sér sem mennta- og barnamálaráðherra á dögunum. Mikill meirihluti telur hana eiga að sitja áfram á þingi. Þá segir rúmur meirihluti landsmanna fréttaflutning um mál hennar hafa verið ósanngjarnan. 4. apríl 2025 11:48 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Innlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Fleiri fréttir Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Sjá meira
„Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Forstjóri Persónuverndar staðfestir að sér hafi borist borist kvörtun vegna máls Ólafar Björnsdóttur, fyrrverandi tengdamóður barnföður Ásthildar Lóu Þórsdóttur fyrrverandi barnamálaráðherra. 11. apríl 2025 15:15
Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra ætlar ekki að tjá sig frekar um „tengdamömmumálið“. Ólöf Björnsdóttir, fyrrverandi tengdamamma barnsföður fyrrverandi barnamálaráðherra, hefur krafist afsökunarbeiðni frá Kristrúnu vegna meints trúnaðarbrests forsætisráðuneytisins. Ráðuneytið hefur ítrekað hafnað ásökuninni um trúnaðarbrest. 8. apríl 2025 11:48
Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Ólöf Björnsdóttir, fyrrverandi tengdamóðir barnsföður Ásthildar Lóu Þórsdóttur fyrrverandi barnamálaráðherra, segist ekki hafa verið að ganga pólitískra erinda þegar hún lét forsætisráðuneytið og svo fréttamann vita af máli ráðherrans sem varð til þess að hún sagði af sér. 7. apríl 2025 09:07
Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Þrír af hverjum fjórum landsmönnum telja að Ásthildur Lóa Þórsdóttir hafi tekið rétta ákvörðun þegar hún ákvað að segja af sér sem mennta- og barnamálaráðherra á dögunum. Mikill meirihluti telur hana eiga að sitja áfram á þingi. Þá segir rúmur meirihluti landsmanna fréttaflutning um mál hennar hafa verið ósanngjarnan. 4. apríl 2025 11:48