Sameining ólíkleg á Suðurlandi 6. október 2005 00:01 Ellefu þúsund manna sveitarfélag getur orðið til á Suðurlandi ef sex sveitarfélög í Ölfusi og Flóa ákveða að sameinast. Líkurnar á sameiningu eru þó taldar litlar. Kosið verður um sameiningu 62 sveitarfélaga í sextán á laugardaginn. Skiptar skoðanir eru um sameiningu í Ölfusi og Flóa og líkurnar á því að sameiningin verði samþykkt á laugardaginn virðast vera litlar. Þar verður kosið um sameiningu sex sveitarfélaga í eitt en þau eru Árborg, Hveragerði, Ölfus, Gaulverjabæjarhreppur, Hraungerðishreppur og Villingaholtshreppur. Búist er við góðri kosningaþátttöku í sveitunum. Valdimar Guðjónsson, oddviti Gaulverjabæjarhrepps, vill ekki gefa upp hvort hann ætli að merkja við já eða nei í kjörklefanum en segist vera farinn að linast í andstöðu sinni við sameiningu. Hann bendir á að stjórnsýslan verði fjarlægari ef af sameiningunni verði og íbúar í Gaulverjabæjarhreppi séu sumir hverjir smeykir um það að missa ákveðið vald og lýðræði meðal fólksins. Kostina segir hann hugsanlega vera skilvirkari stjórnsýsla en í Gaulverjabæjarhreppi, eins og nágrannahreppunum tveimur, sinnir oddvitinn líka starfi sveitarstjóra, en hvort tveggja er hlutastarf. Aðspurður hvort hann sé hræddur um sitt starf segist Valdimar ekki hafa áhyggjur af því. Hann sé bara feginn að íbúarnir fái að segja sína skoðun á málinu. Einar Njálsson, bæjarstjóri Árborgar, segir sameiningartillöguna spennandi og hagkvæma. Hann hefur reynslu af sameiningu þar sem Selfoss, Stokkseyri og Eyrarbakki sameinuðust árið 1998. Einar segir það hafa gengið hægt framan af en núna sé óhætt að segja að allt virki ljómandi vel. Menn séu komnir yfir erfiðleikana. Erfileikana segir hann hafa verið mest tæknilega eins og með bókhaldskerfi og aðgang að upplýsingum en þeir hafi líka verið tilfinningalegir. Kostirnir með sameiningunni séu fyrst og fremst þeir að um verði að ræða stærri einingu sem hafi möguleika á að sinna þeirri þjónustu sem lög mæli fyrir að sveitarfélög sinni. Orri Hlöðversson, bæjarstjóri Hveragerðis, er hlynntur sameingu og sér fáa galla við hana. Íbúar þurfi að láta tilfinningar víkja fyrir rökhyggjunni. Hann segir að með sameiningunni gefist tækifæri til að búa til eitt öflugt sveitarfélag á mesta vaxtarsvæði á Íslandi sem geti tekið til sín verkefni og haft þann slag- og drifkraft til að skapa fyrirmyndarsamfélag á næstu áratugum. Orri segir litlar breytingar verða á daglegu lífi fólks við sameiningu en þetta snúist um að gera öfluga stjórnsýslueiningu. Með sameiningunni yrði sveitarfélagið það fimmta stærsta á landinu með um 11 þúsund íbúa. Aðspurður hvort hann óttist um starfið sitt segist Orri ekki leyfa sér að hugsa um málið út frá hans eigin hagsmunum. Íbúar í Gaulverjabæjarhreppi, Villingaholtshreppi og Hraungerðishreppi virðast margir vera á móti sameiningu, eins og íbúar minni sveitarfélaga virðast gjarna vera. Hluti íbúa þar getur þó hugsað sér að sameinast innbyrðis, enda hafa þeir sameiginlega rekið skóla í Villingaholti síðastliðið ár. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Málið áfall fyrir embættið Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Innlent Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Innlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Innlent Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Innlent Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Erlent „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Innlent Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ Innlent Fleiri fréttir Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný Sjá meira
Ellefu þúsund manna sveitarfélag getur orðið til á Suðurlandi ef sex sveitarfélög í Ölfusi og Flóa ákveða að sameinast. Líkurnar á sameiningu eru þó taldar litlar. Kosið verður um sameiningu 62 sveitarfélaga í sextán á laugardaginn. Skiptar skoðanir eru um sameiningu í Ölfusi og Flóa og líkurnar á því að sameiningin verði samþykkt á laugardaginn virðast vera litlar. Þar verður kosið um sameiningu sex sveitarfélaga í eitt en þau eru Árborg, Hveragerði, Ölfus, Gaulverjabæjarhreppur, Hraungerðishreppur og Villingaholtshreppur. Búist er við góðri kosningaþátttöku í sveitunum. Valdimar Guðjónsson, oddviti Gaulverjabæjarhrepps, vill ekki gefa upp hvort hann ætli að merkja við já eða nei í kjörklefanum en segist vera farinn að linast í andstöðu sinni við sameiningu. Hann bendir á að stjórnsýslan verði fjarlægari ef af sameiningunni verði og íbúar í Gaulverjabæjarhreppi séu sumir hverjir smeykir um það að missa ákveðið vald og lýðræði meðal fólksins. Kostina segir hann hugsanlega vera skilvirkari stjórnsýsla en í Gaulverjabæjarhreppi, eins og nágrannahreppunum tveimur, sinnir oddvitinn líka starfi sveitarstjóra, en hvort tveggja er hlutastarf. Aðspurður hvort hann sé hræddur um sitt starf segist Valdimar ekki hafa áhyggjur af því. Hann sé bara feginn að íbúarnir fái að segja sína skoðun á málinu. Einar Njálsson, bæjarstjóri Árborgar, segir sameiningartillöguna spennandi og hagkvæma. Hann hefur reynslu af sameiningu þar sem Selfoss, Stokkseyri og Eyrarbakki sameinuðust árið 1998. Einar segir það hafa gengið hægt framan af en núna sé óhætt að segja að allt virki ljómandi vel. Menn séu komnir yfir erfiðleikana. Erfileikana segir hann hafa verið mest tæknilega eins og með bókhaldskerfi og aðgang að upplýsingum en þeir hafi líka verið tilfinningalegir. Kostirnir með sameiningunni séu fyrst og fremst þeir að um verði að ræða stærri einingu sem hafi möguleika á að sinna þeirri þjónustu sem lög mæli fyrir að sveitarfélög sinni. Orri Hlöðversson, bæjarstjóri Hveragerðis, er hlynntur sameingu og sér fáa galla við hana. Íbúar þurfi að láta tilfinningar víkja fyrir rökhyggjunni. Hann segir að með sameiningunni gefist tækifæri til að búa til eitt öflugt sveitarfélag á mesta vaxtarsvæði á Íslandi sem geti tekið til sín verkefni og haft þann slag- og drifkraft til að skapa fyrirmyndarsamfélag á næstu áratugum. Orri segir litlar breytingar verða á daglegu lífi fólks við sameiningu en þetta snúist um að gera öfluga stjórnsýslueiningu. Með sameiningunni yrði sveitarfélagið það fimmta stærsta á landinu með um 11 þúsund íbúa. Aðspurður hvort hann óttist um starfið sitt segist Orri ekki leyfa sér að hugsa um málið út frá hans eigin hagsmunum. Íbúar í Gaulverjabæjarhreppi, Villingaholtshreppi og Hraungerðishreppi virðast margir vera á móti sameiningu, eins og íbúar minni sveitarfélaga virðast gjarna vera. Hluti íbúa þar getur þó hugsað sér að sameinast innbyrðis, enda hafa þeir sameiginlega rekið skóla í Villingaholti síðastliðið ár.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Málið áfall fyrir embættið Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Innlent Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Innlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Innlent Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Innlent Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Erlent „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Innlent Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ Innlent Fleiri fréttir Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný Sjá meira
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent