Dómari kallaði dóminn fjarstæðu 17. desember 2004 00:01 Inger Jónsdóttir, sýslumaður á Eskifirði, segir að ekki hafi verið ákveðið hvort brugðist verði við þætti ákæruvaldsins í frávísun Hæstaréttar á dómi Héraðsdóms Austurlands í gær. Einn dómara við Hæstarétt kallaði dóm Héraðsdóms, sem var yfir pilti vegna líkamsárásar, fjarstæðu og sagði eðilegast að sýkna manninn. Tveir dómarar úrskurðu hins vegar að málinu hefði átt að vísa frá Héraðsdómi. Sýslumaðurinn á Eskifirði gaf út ákæru á hendur piltinum og Þorgerður Erlendsdóttir, dómstjóri í Héraðsdómi Austurlands, kvað upp dóminn sem var eins mánaðar skilorðsbundið fangelsi fyrir líkamsárás gegn sextán ára kærustu. Pilturinn áfrýjaði málinu og krafðist sýknu. Ákæruvaldið krafðist þess hins vegar að dómurinn yrði staðfestur. Bragi Steinarsson vararíkissaksóknari, sem flutti málið fyrir hönd ákæruvaldsins í Hæstarétti, lýsti efasemdum um bæði lögreglurannsóknina og dómsrannsóknina sem hann sagði hafa farið langt út fyrir sakarefnið. Það hefði miðast meira við að slíta sambandi unglinganna sem hefði haldið áfram um nokkurt skeið eftir að hin meinta líkamsárás átti sér stað. Inger segist standa við rannsóknina og ákæruna og hafi staðið að henni eins og eigi að gera. Að öðru leyti ætli hún ekki að tjá sig um dóminn Þessi afstaða ríkissaksóknara til málsins sem hann var að flytja réði því að málinu var vísað frá héraði og dómurinn því í raun ómerktur. Dómarar voru þó ekki á eitt sáttir. Jón Steinar Gunnlaugsson hæstaréttardómari skilaði sératkvæði og taldi að sýkna bæri piltinn, enda hefði sakfellingin verið fjarstæða. Maður teljist saklaus þar til sekt hans sé sönnuð og sönnunarbyrðin hvíli á ákæruvaldinu. Hann taldi þá staðreynd að ákæruvaldið hefði við málflutning krafist staðfestingar dómsins en ekki sýknu, gæti ekki leitt til þess að málatilbúnaður í héraði uppfyllti ekki lengur kröfur laga. Hann taldi ekki að misvísandi afstaða ákæruvaldsins í málinu gæti leitt til frávísunar úr héraði. Bragi Steinarsson vildi ekki tjá sig um málið þegar eftir því var leitað. Dómsmál Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Fleiri fréttir Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Sjá meira
Inger Jónsdóttir, sýslumaður á Eskifirði, segir að ekki hafi verið ákveðið hvort brugðist verði við þætti ákæruvaldsins í frávísun Hæstaréttar á dómi Héraðsdóms Austurlands í gær. Einn dómara við Hæstarétt kallaði dóm Héraðsdóms, sem var yfir pilti vegna líkamsárásar, fjarstæðu og sagði eðilegast að sýkna manninn. Tveir dómarar úrskurðu hins vegar að málinu hefði átt að vísa frá Héraðsdómi. Sýslumaðurinn á Eskifirði gaf út ákæru á hendur piltinum og Þorgerður Erlendsdóttir, dómstjóri í Héraðsdómi Austurlands, kvað upp dóminn sem var eins mánaðar skilorðsbundið fangelsi fyrir líkamsárás gegn sextán ára kærustu. Pilturinn áfrýjaði málinu og krafðist sýknu. Ákæruvaldið krafðist þess hins vegar að dómurinn yrði staðfestur. Bragi Steinarsson vararíkissaksóknari, sem flutti málið fyrir hönd ákæruvaldsins í Hæstarétti, lýsti efasemdum um bæði lögreglurannsóknina og dómsrannsóknina sem hann sagði hafa farið langt út fyrir sakarefnið. Það hefði miðast meira við að slíta sambandi unglinganna sem hefði haldið áfram um nokkurt skeið eftir að hin meinta líkamsárás átti sér stað. Inger segist standa við rannsóknina og ákæruna og hafi staðið að henni eins og eigi að gera. Að öðru leyti ætli hún ekki að tjá sig um dóminn Þessi afstaða ríkissaksóknara til málsins sem hann var að flytja réði því að málinu var vísað frá héraði og dómurinn því í raun ómerktur. Dómarar voru þó ekki á eitt sáttir. Jón Steinar Gunnlaugsson hæstaréttardómari skilaði sératkvæði og taldi að sýkna bæri piltinn, enda hefði sakfellingin verið fjarstæða. Maður teljist saklaus þar til sekt hans sé sönnuð og sönnunarbyrðin hvíli á ákæruvaldinu. Hann taldi þá staðreynd að ákæruvaldið hefði við málflutning krafist staðfestingar dómsins en ekki sýknu, gæti ekki leitt til þess að málatilbúnaður í héraði uppfyllti ekki lengur kröfur laga. Hann taldi ekki að misvísandi afstaða ákæruvaldsins í málinu gæti leitt til frávísunar úr héraði. Bragi Steinarsson vildi ekki tjá sig um málið þegar eftir því var leitað.
Dómsmál Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Fleiri fréttir Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Sjá meira