Sport

„Mamma vill bara að ég sé í ballett“

Fram­undan er sögu­legt MMA bar­daga­kvöld í Andrews The­at­her á Ás­brú í kvöld. Í aðal­bar­daga kvöldsins stígur hinn 21 árs gamli Há­kon Arnórs­son, bar­daga­kappi úr Reykja­vík MMA, inn í búrið og berst við hinn norska Eric Nordin, í fyrsta sinn á Ís­landi.

Sport

Hvernig umspil færi Ís­land í?

Ísland mætir Ítalíu á Laugardalsvelli, þann 31. mars, í hreinum úrslitaleik um hvort liðanna verður með á HM í fótbolta næsta sumar, eftir sigurinn gegn Tékkum í Prag fimm dögum áður.

Fótbolti

Holland getur fagnað HM-sæti en Þýska­land þarf stig

Newcastle-maðurinn Nick Woltemade skoraði bæði mörk Þýskalands í kvöld, í 2-0 útisigri gegn Lúxemborg, en það dugði ekki til að tryggja Þjóðverjum HM-farseðil. Þeirra bíður úrslitaleikur við Slóvaka en Hollendingar geta farið að fagna.

Fótbolti

Króatar á HM en draumur Fær­eyja úti

Færeyingar náðu að komast yfir gegn Króötum í Rijeka í kvöld, í undankeppni HM í fótbolta, en urðu að lokum að sætta sig við 3-1 tap. Þar með er HM-draumur Færeyja úti en Króatar tryggðu sér sæti á mótinu næsta sumar.

Fótbolti

Styrmir sterkur í sigri á Spáni

Landsliðsmaðurinn Styrmir Snær Þrastarson stóð vel fyrir sínu á Spáni í kvöld þegar lið hans Zamora vann 86-82 útisigur gegn Gipuzkoa, í næstefstu deild spænska körfuboltans.

Körfubolti

„Ég var bara milli­metrum frá því að lamast“

Guðrún Edda Sigurðardóttir átti eina ótrúlegustu endurkomu ársins þegar hún fagnaði silfurverðlaunum með liði Stjörnunnar á Norðurlandamótinu í fimleikum, aðeins fáeinum mánuðum eftir að hafa hálsbrotnað.

Sport