Sport

Jordan lagði NASCAR

Körfuboltagoðsögnin Michael Jordan náði sínu fram þegar NASCAR-lið hans gerði sátt við keppnishaldarann fyrr í þessum mánuði. Þar með var bundinn endi á málaferli liðsins gegn NASCAR sem reyndust vandræðaleg fyrir alla málsaðila.

Sport

Liðið sem gerir stólpa­grín að xG

Arsenal tekur á móti Aston Villa í sannkölluðum stórleik í kvöld í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta. Villa-menn hafa gert ótrúlega hluti varðandi vænt mörk (xG eða Excpected Goals) í leikjum sínum og geta með sigri í kvöld jafnað Arsenal að stigum á toppnum.

Enski boltinn

„Þetta er skrýtið fyrir alla“

Knattspyrnumaðurinn Tómas Bent Magnússon hefur slegið í gegn með toppliði skoska boltans í vetur. Hann gekk óvænt í raðir Hearts um mitt sumar þegar hann var keyptur frá Val. Hearts tapaði gegn Hibernian 2-1 um helgina en er samt sem áður með þriggja stiga forskot á toppi skosku úrvalsdeildarinnar í fótbolta.

Sport

Býst núna við því versta frá á­horf­endum

Heimsmeistarinn Luke Littler viðurkennir að hafa misst stjórn á sér á sviðinu í Alexandra Palace í gærkvöld, eftir stöðugt baul frá áhorfendum á meðan að hann vann Rob Cross 4-2 á HM í pílukasti.

Sport

„Ég hélt ég myndi deyja“

Liverpool-goðsögnin Ian Rush, markahæsti leikmaðurinn í sögu félagsins, segist hafa haldið að hann væri að deyja eftir að hafa hrunið niður heima hjá sér fyrr í þessum mánuði.

Enski boltinn

„Enginn vildi að ég myndi vinna“

Heimsmeistarinn Luke Littler tryggði sér sæti í átta manna úrslitunum á heimsmeistaramótinu í pílukasti í kvöld með 4-2 sigri á Rob Cross í uppgjöri tveggja fyrrum heimsmeistara.

Sport

Ekki góð ferð til Rómar­borgar í kvöld

Mikael Egill Ellertsson og félagar í Genoa fengu skell í kvöld á gamla heimavelli þjálfara síns í Róm. Það stefndi í stórtap eftir hræðilegan fyrri hálfleik en Genóamenn björguðu andlitinu með því að halda aftur af heimamönnum í þeim síðari.

Fótbolti