United tilbúið að tapa miklu á Højlund Manchester United er tilbúið að láta Rasmus Højlund fara fyrir þrjátíu milljónir punda, aðeins tveimur árum eftir að hafa keypt hann á um sjötíu milljónir punda. Enski boltinn 3.8.2025 11:45
Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Michail Antonio mun ekki fá nýjan samning hjá West Ham í ensku úrvalsdeildinni en verður leyft að æfa og mögulega starfa með unglingaliðinu. Hann er að jafna sig eftir bílslys og hefur ekki spilað fyrir félagið síðan í desember á síðasta ári. Enski boltinn 3.8.2025 10:50
Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu Blær Hinriksson og nýju liðsfélagar hans í þýska handboltaliðinu Leipzig voru „niðurlægðir“ af neðri deildar liði á undirbúningstímabilinu og í fyrsta sinn frá upphafi unnu þeir ekki Saxlandsbikarinn. Handbolti 3.8.2025 10:22
Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Enski framherjinn Callum Wilson hefur komist að samkomulagi við West Ham United og mun leika með liðinu í ensku úrvalsdeildinni á komandi leiktíð. Enski boltinn 2.8.2025 22:15
Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Það er nóg um að vera á skrifstofunni hjá körfuboltanum í Grindavík. Nýverið var samið við Jordan Semple karla megin og nú hefur kvennalið félagsins sótt leikstjórnanda alla leið frá Grikklandi. Körfubolti 2.8.2025 21:32
Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Brynjólfur Andersen Willumsson skoraði tvö mörk þegar Groningen lagði Hollywood-lið Wrexham í æfingaleik á laugardag. Groningen leikur í efstu deild Hollands á meðan Wrexham er nýliði í ensku B-deildinni þrátt fyrir að vera staðsett í Wales. Fótbolti 2.8.2025 20:45
Leik lokið: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Íslenski boltinn
Stórt tap á Ítalíu A-landslið karla í körfubolta mátti þola 26 stiga tap þegar liðið mætti Ítalíu ytra, lokatölur 87-61. Körfubolti 2.8.2025 20:12
Ísland mátti þola stórt tap Íslenska kvennalandsliðið skipað leikmönnum 20 ára og yngri mátti þola tap gegn Svíþjóð á Evrópumótinu sem nú fer fram í Portúgal. Lokatölur 92-76 Svíum í vil. Leikinn í heild sinni má sjá neðst í fréttinni. Körfubolti 2.8.2025 19:29
Ramsdale mættur til Newcastle Markvörðurinn Aaron Ramsdale er genginn til liðs við enska úrvalsdeildarfélagið Newcastle United á láni frá Southampton. Enski boltinn 2.8.2025 19:02
Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann Eggert Aron Guðmundsson fór mikinn þegar lærisveinar Freys Alexanderssonar í Brann unnu 4-1 útisigur á Sarpsborg í efstu deild norska fótboltans. Eggert Aron var í byrjunarliði Brann líkt og Sævar Atli Magnússon. Sveinn Aron Guðjohnsen sat hins vegar allan tímann á varamannabekk heimaliðsins. Fótbolti 2.8.2025 18:01
„Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari KR í Bestu deild karla í fótbolta, talaði ekki undir rós eftir tap sinna manna í Vestmannaeyjum. Sigurmark ÍBV kom í blálokin en það hafði legið lengi í loftinu. Íslenski boltinn 2.8.2025 17:32
Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Ofurstjarnan Luka Dončić hefur skrifað undir þriggja ára samning við Los Angeles Lakers í NBA-deildinni í körfubolta. Samningurinn hljóðar upp á 165 milljónir Bandaríkjadala – rúma tuttugu milljarða íslenskra króna. Körfubolti 2.8.2025 17:02
„Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Halldór Snær Georgsson, markvörður KR-inga var öflugur á milli stanganna þegar KR mátti þola enn eitt tapið í Bestu deild karla í fótbolta. Nú gegn ÍBV í Vestmannaeyjum. Átti Halldór Snær nokkrar afbragðs vörslur sem dugðu þó ekki til í dag þar sem Eyjamenn skoruðu í blálokin. Íslenski boltinn 2.8.2025 16:49
Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk Davíð Snær Jóhannsson kom inn af bekknum og lagði upp eitt marka Álasunds í sigri liðsins í norsku B-deildinni í fótbolta. Guðlaugur Victor Pálsson var í byrjunarliði Plymouth Argyle og lagði upp mark liðsins í 1-3 tapi gegn Barnsley. Fótbolti 2.8.2025 16:32
„Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ „Vá, þessi dagur hefur allt“ sagði fyrirliði og hetja ÍBV með hásri röddu. Alex Freyr Hilmarsson skoraði sigurmarkið í 2-1 sigri gegn KR í Þjóðhátíðarleiknum í Vestmannaeyjum. Íslenski boltinn 2.8.2025 16:13
Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Flestir bjuggust við að baráttan um ráspólinn í ungverska kappakstrinum yrði milli McLaren mannanna Lando Norris og Oscar Piastri, en Charles Leclerc hjá Ferrari var fljótastur í tímatökunum. Formúla 1 2.8.2025 15:36
Ledecky lenti í vandræðum en hélt krúnunni Skriðsundsdrottningin Katie Ledecky lenti í vandræðum og var nálægt því að missa af gullverðlaunum á heimsmeistaramótinu í 800 metra skriðsundi í fyrsta sinn. Hún var önnur þegar aðeins hundrað metrar voru eftir en barðist til baka og hélt krúnunni. Átján ára ungstirni ógnaði drottningunni. Sport 2.8.2025 15:31
Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Ísak Andri Sigurgeirsson og Arnór Ingvi Traustason voru báðir klæddir í markaskóna, líkt og fjölmargir fleiri leikmenn, í 6-4 tapi Norrköping á útivelli gegn Brommapojkarna. Fótbolti 2.8.2025 15:07
Settu Íslandsmet í síðasta sundinu á HM í Singapúr Landslið Íslands í skriðsundi setti nýtt Íslandsmet í 4x100 metra blönduðu boðsundi á heimsmeistaramótinu í fimmtíu metra laug í Singapúr í nótt. Sport 2.8.2025 13:46
Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Alexander Isak er á leiðinni aftur til Englands á æfingar með Newcastle eftir að hafa æft einsamall með Real Sociedad síðustu daga. Enski boltinn 2.8.2025 13:35
Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum ÍBV tók á móti KR og fagnaði dramatískum 2-1 sigri í Þjóðhátíðarleiknum í Vestmannaeyjum. Jafnt var alveg fram að lokamínútu venjulegs leiktíma en fyrirliði ÍBV sá til þess að þeir geti fagnað grimmt í Herjólfsdalnum í kvöld. Íslenski boltinn 2.8.2025 13:15
„Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Vonskuveðrið í Vestmannaeyjum er að mestu gengið yfir en mun þó hafa einhver áhrif á Þjóðhátíðarleik ÍBV og KR í Bestu deild karla. Íslenski boltinn 2.8.2025 12:21
Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Spretthlauparinn Sha‘Carri Richardson var handtekin um síðustu helgi fyrir að lemja kærasta sinn á flugvellinum í Seattle, Bandaríkjunum. Hún var í gæsluvarðhaldi í tæpan sólarhring en hreinsuð af öllum ásökunum eftir að kærastinn neitaði að leggja fram kæru. Sport 2.8.2025 12:01
„Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Nýjan, ferskan blæ vantaði í lið Leipzig í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta og þar kemur Blær Hinriksson sterkur inn, að eigin sögn. Handbolti 2.8.2025 11:01