Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Fær ekki nýjan samning eftir fót­brotið

Michail Antonio mun ekki fá nýjan samning hjá West Ham í ensku úrvalsdeildinni en verður leyft að æfa og mögulega starfa með unglingaliðinu. Hann er að jafna sig eftir bílslys og hefur ekki spilað fyrir félagið síðan í desember á síðasta ári.

Enski boltinn


Fréttamynd

Brynjólfur Ander­sen með tvö gegn Wrex­ham

Brynjólfur Andersen Willumsson skoraði tvö mörk þegar Groningen lagði Hollywood-lið Wrexham í æfingaleik á laugardag. Groningen leikur í efstu deild Hollands á meðan Wrexham er nýliði í ensku B-deildinni þrátt fyrir að vera staðsett í Wales.

Fótbolti
Fréttamynd

Ís­land mátti þola stórt tap

Íslenska kvennalandsliðið skipað leikmönnum 20 ára og yngri mátti þola tap gegn Svíþjóð á Evrópumótinu sem nú fer fram í Portúgal. Lokatölur 92-76 Svíum í vil. Leikinn í heild sinni má sjá neðst í fréttinni.

Körfubolti
Fréttamynd

Eggert Aron skoraði og lagði upp í stór­sigri Brann

Eggert Aron Guðmundsson fór mikinn þegar lærisveinar Freys Alexanderssonar í Brann unnu 4-1 útisigur á Sarpsborg í efstu deild norska fótboltans. Eggert Aron var í byrjunarliði Brann líkt og Sævar Atli Magnússon. Sveinn Aron Guðjohnsen sat hins vegar allan tímann á varamannabekk heimaliðsins.

Fótbolti
Fréttamynd

„Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“

Halldór Snær Georgsson, markvörður KR-inga var öflugur á milli stanganna þegar KR mátti þola enn eitt tapið í Bestu deild karla í fótbolta. Nú gegn ÍBV í Vestmannaeyjum. Átti Halldór Snær nokkrar afbragðs vörslur sem dugðu þó ekki til í dag þar sem Eyjamenn skoruðu í blálokin.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Davíð Snær og Guð­laugur Victor lögðu upp mörk

Davíð Snær Jóhannsson kom inn af bekknum og lagði upp eitt marka Álasunds í sigri liðsins í norsku B-deildinni í fótbolta. Guðlaugur Victor Pálsson var í byrjunarliði Plymouth Argyle og lagði upp mark liðsins í 1-3 tapi gegn Barnsley.

Fótbolti
Fréttamynd

Ledecky lenti í vand­ræðum en hélt krúnunni

Skriðsundsdrottningin Katie Ledecky lenti í vandræðum og var nálægt því að missa af gullverðlaunum á heimsmeistaramótinu í 800 metra skriðsundi í fyrsta sinn. Hún var önnur þegar aðeins hundrað metrar voru eftir en barðist til baka og hélt krúnunni. Átján ára ungstirni ógnaði drottningunni.

Sport
Fréttamynd

Hand­tekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra

Spretthlauparinn Sha‘Carri Richardson var handtekin um síðustu helgi fyrir að lemja kærasta sinn á flugvellinum í Seattle, Bandaríkjunum. Hún var í gæsluvarðhaldi í tæpan sólarhring en hreinsuð af öllum ásökunum eftir að kærastinn neitaði að leggja fram kæru.

Sport