Fréttamaður

Jón Þór Stefánsson

Jón Þór er fréttamaður á fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Hvasst syðst á landinu

Víðáttumikið hæðarsvæði norðan við landið, sem teygir sig frá Grænlandi yfir til Skandinavíu, gerir það að verkum að lægðir komast ekki hina algengu leið til norðurs. Þar af leiðandi þrýsta lægðirnar sunnanlands á móti hæðinni. Því má búast við allhvössum eða hvössum vindi allra syðst á landinu en mun hægari vindi annars staðar.

Segist ekki muna eftir að hafa sent skila­boðin

Heiða Björg Hilmisdóttir, borgarstjóri og frambjóðandi í oddvitaslag Samfylkingarinnar í Reykjavík, segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboð þar sem hún hafi hvatt ótilgreinda manneskju til að skrá sig í Samfylkinguna til að taka þátt í prófkjöri flokksins. Í umræddum skilaboðum er vísað til Péturs Marteinssonar, mótframbjóðanda hennar, sem frægs karls með enga reynslu.

Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“

Gríðarleg harka er að færast í prófkjörsbaráttuna í Samfylkingunni og kannski ekki seinna vænna. Þrjú þúsund manns hafa skráð sig í flokkinn en lokað var fyrir skráningar á miðnætti. Meint skilaboð frá Heiðu Björgu Hilmisdóttur borgarstjóra, þar sem hún fer fram á stuðning gegn frægum karli, eru í umferð. Heiða kannast ekki við að hafa sent slík skilaboð.

Játaði meira og meira eftir því sem á leið

Framburður manns sem ákærður er fyrir kynferðisbrot gegn barni sem hann mun hafa framið meðan hann starfaði á leikskólanum Múlaborg í Reykjavík þótti að mati lögreglu samræmast frásögn barnsins af meintum brotum hans. Maðurinn játaði í skýrslutökum hjá lögreglu að hafa brotið tvívegis á barninu.

Sjá meira