Ferðamennska á Íslandi

Ferðamennska á Íslandi

Fréttir af ýmsum málum tengdum ferðamennsku á Íslandi.

Fréttamynd

Lauma sér inn í út­farir og senda kirkjuvörðum fingurinn

Dæmi eru um að ferðamenn laumi sér inn í Hallgrímskirkju á meðan þar fara fram útfarir. Kirkjuhaldari segir ferðamenn upp til hópa hegða sér vel þó heitar tilfinningar séu oft í spilinu þegar þeir fá ekki að sjá inn í þessa frægustu kirkju landsins. Starfsmenn við dyr séu oft látnir heyra það.

Innlent

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Á­gengir ferða­menn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga

Komið hefur fyrir að erlendir ferðamenn taki ljósmyndir af syrgjandi aðstandendum á meðan þeir sækja jarðarfarir í Víkurkirkju. Gríðarlegar vinsældir kirkjunnar á samfélagsmiðlum hafa haft í för með sér aukna ágengni ferðafólks. Sóknarprestur segir ferðamennina upp til hópa hegða sér vel en björgunarsveitir eru nýttar til að loka aðgengi að kirkjunni á meðan jarðarfarir fara þar fram.

Innlent
Fréttamynd

„Þetta er auð­vitað stór­hættu­legt“

Ferðamenn sem ganga að eldgosinu í Sundhnúksgígaröðinni hafa almennt hagað sér vel, þrátt fyrir að einhverjir þeirra eigi það til að ganga út á hraunið, sem landeigandi segir stórhættulegt. Þá eru dæmi um utanvegaakstur á svæðinu.

Innlent
Fréttamynd

Lauga­vegurinn að „deyja úr vel­gengni“

Ísland er leiðandi á sviði ferðamennsku á alþjóðasviðinu og hefur á undanförnum árum laðað að sér gífurlegan fjölda ferðamanna. Laugavegur, ein vinsælasta gönguleið hálendisins, er farin að líða fyrir vinsældirnar vegna margmennis og á í hættu á að „deyja úr velgengni.“

Innlent
Fréttamynd

Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík

Það eru margir sem hafa haft orð á því hversu mikið þeim langar að styðja fyrirtæki í Grindavík, bæ sem hefur gengið í gegnum afar erfiða tíma síðustu misseri. Sjálf á ég rekstur í bænum og hef, líkt og fleiri, þurft að bregðast við breyttum aðstæðum. Með þessum breytingum hef ég líka fengið tækifæri til að kynnast öðrum fyrirtækjum á svæðinu og ég verð að deila með ykkur einni sérstakri upplifun.

Skoðun
Fréttamynd

Ógeðs­leg að­koma að í­búðinni eftir Airbnb-gesti

Óheppinn leigusali Airbnb-íbúðar á Íslandi birti myndir í vikunni af mjög svo óþrifalegri aðkomu eftir gesti í íbúðinni. Leigusalinn segir leiðinlegt að koma að óhreinu leirtaui og rusli um alla íbúð og biðlar til fólks að ganga betur um.

Innlent
Fréttamynd

Falsaði fleiri bréf

Verktaki á vegum Tripical falsaði bréf frá fleiri en einum skólastjóra í Frakklandi. Staðfestingabréfin voru meðal annars grundvöllur þess að Kennarasambandið greiddi starfsfólki ferðastyrk fyrir fræðsluferðir.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Far­þegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent

Í júní 2025 flutti Icelandair 552 þúsund farþega, sem er sjö prósent aukning miðað við júní á síðasta ári. Aukningin var mikil á markaði til Íslands, þar sem farþegum fjölgaði um tuttugu prósent og markaði frá Íslandi, þar sem fjölgunin nam nítján prósent.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út

Fimm hæða hótel við Skógarböðin, sem mun rísa innan tveggja ára fyrir norðan, á að verða það flottasta sinnar tegundar að sögn eiganda. Í ágúst geta baðgestir fengið að upplifa Skógarböðin eftir miklar framkvæmdir. Verið er stækka böðin um meira en helming og byggja maskabar, gufubað og nuddstofu.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Ferða­mannaþorpin - Náttúru­vá

Mörgum náttúruperlum landsins er ógnað af fjársterkum aðilum sem leitast eftir skjótfengnum gróða á þeim ferðamannastraumi sem herjar á landið. Margar skipulagstillögur sem fela í sér byggingu hótela, smáhýsa, veitingahúsa, baðlóna sem og verslana hafa verið settar fram en þetta eru í raun ferðamannaþorp.

Skoðun
Fréttamynd

Kerlingar­fjöll: Ævin­týri á há­lendi Ís­lands

Í sumar er tilvalið að gera sér ferð til fjalla og láta sér líða vel í faðmi náttúrunnar. Hálendið er nær en þú heldur og lítið mál að skjótast þangað í dagsferð á sumrin, hvort sem þú vilt keyra á eigin vegum eða skella þér í skipulagða ferð.

Lífið samstarf
Fréttamynd

Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum

Íris Angela Jóhannesdóttir, innkaupa- og markaðsstjóri Víkurverks, segir sölu góða á hvers kyns hjólhýsum, húsbílum og tjaldvögnum í sumar. Margir velti því þó fyrir sér hvernig eigi að tengja við rafmagns því oft sé mikið að gera á tjaldsvæðunum og slegist um innstungur.

Neytendur
Fréttamynd

Vill tryggja bráða­viðbragð í Ör­æfum allan ársins hring

Heilbrigðisráðherra mun styrkja heilbrigðisþjónustu og bráðaviðbragð í Öræfum árið um kring. Starfshópur verður skipaður um verkefnið til að móta fyrirkomulag þess og á hann að skila tillögum til ráðherra í lok október. Frá þessu er greint í tilkynningu frá stjórnarráðinu.

Innlent
Fréttamynd

Bundið slit­lag að fossinum Dynjanda í næsta mánuði

Vegagerðin segir vonir standa til að hægt verði að klæða Dynjandisveg, það er veginn inn að fossinum Dynjanda, í ágústmánuði. Þetta er stuttur vegarkafli sem liggur frá Vestfjarðavegi að þessu helsta náttúrudjásni fjórðungsins.

Innlent