Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Jakob Bjarnar skrifar 6. janúar 2026 14:47 Guðmundur Ingi Þóroddsson formaður Afstöðu er hörkuduglegur við að smala fólki í Samfylkinguna en prófkjör fer fram eftir 17 daga. Hann hefur enn ekki myndað kosningabandalag með neinum öðrum frambjóðanda. vísir/vilhelm Guðmundur Ingi Þóroddsson formaður Afstöðu býður sig fram til 3. sætis á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík. Guðmundur er með duglegri mönnum og hann hefur nú þegar fengið hundruð manna til að skrá sig í flokkinn til að geta kosið í prófkjöri sem fer fram eftir 17 daga. „Jú, það er mikið að gera núna,“ segir Guðmundur Ingi í samtali við Vísi. „Mesta vinnan var fyrir fjórum árum en ég er ánægður með að fólk skuli vilja styðja mig og taka vel í þetta. Ég er þakklátur fyrir það.“ Ekki liggur fyrir hversu margir nákvæmlega hafa gengið í Samfylkinguna með það fyrir augum að styðja Guðmund Inga en hann segir ljóst að það skipti hundruðum. „Það teldi nú ekki mikið ef þetta væru bara einhverjir tugir,“ segir hann og hlær. Guðmundur Ingi segist leggja mesta áherslu á „mjúku málin“ sem séu ef til vill ekki svo mjúk þegar allt kemur til alls. „Mínir málaflokkar eru velferðarmálin. Þar vill fólk sjá breytingar, að hugsað sé meira um fólkið.“ Þessi mikli stuðningur sem Guðmundur Ingi nýtur, en hann má sjá á framboðssíðu hans og er þar metinn 900 manns, hefur ekki bara áhrif á hans gengi heldur getur það skipt sköpum fyrir til að mynda þau sem eru í oddvitaslag; Heiðu Björk Hilmisdóttur og Pétur Marteinsson – styður þú einhvern þar? „Þetta er svo viðkvæmt að ég get ekkert sagt til um það enn sem komið er. Ég er náttúrlega fyrst og fremst að vinna fyrir sjálfan mig. En á einhverjum tímapunkti þarf maður að taka ákvörðun,“ segir Guðmundur Ingi. Hann bendir líka á að þau séu fimm sem eru að berjast um annað sætið þannig að margir eru um hituna. „Það eru 17 að bítast um sex sæti. Þetta er flókið mál.“ Sveitarstjórnarkosningar 2026 Reykjavík Samfylkingin Tengdar fréttir Þessi bjóða sig fram fyrir Samfylkinguna í Reykjavík Í dag leið framboðsfrestur í flokksvali Samfylkingarinnar í Reykjavík. Þannig er orðið ljóst að einhverjir eftirfarandi einstaklinga verða á listum Samfylkingarinnar í Reykjavík í sveitarstjórnarkosningunum sem fram fara í vor. 3. janúar 2026 21:35 Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Pétur Marteinsson, rekstrarstjóri og fyrrverandi knattspyrnumaður, ætlar að gefa kost á sér í oddvitasæti Samfylkingarinnar í Reykjavík fyrir næstu borgarstjórnarkosningar. Þar fer hann á móti Heiðu Björg Hilmisdóttur, núverandi oddvita og borgarstjóra. 1. janúar 2026 18:13 Mest lesið Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent „Ég er sátt“ Innlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Innlent Fleiri fréttir „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Sjá meira
„Jú, það er mikið að gera núna,“ segir Guðmundur Ingi í samtali við Vísi. „Mesta vinnan var fyrir fjórum árum en ég er ánægður með að fólk skuli vilja styðja mig og taka vel í þetta. Ég er þakklátur fyrir það.“ Ekki liggur fyrir hversu margir nákvæmlega hafa gengið í Samfylkinguna með það fyrir augum að styðja Guðmund Inga en hann segir ljóst að það skipti hundruðum. „Það teldi nú ekki mikið ef þetta væru bara einhverjir tugir,“ segir hann og hlær. Guðmundur Ingi segist leggja mesta áherslu á „mjúku málin“ sem séu ef til vill ekki svo mjúk þegar allt kemur til alls. „Mínir málaflokkar eru velferðarmálin. Þar vill fólk sjá breytingar, að hugsað sé meira um fólkið.“ Þessi mikli stuðningur sem Guðmundur Ingi nýtur, en hann má sjá á framboðssíðu hans og er þar metinn 900 manns, hefur ekki bara áhrif á hans gengi heldur getur það skipt sköpum fyrir til að mynda þau sem eru í oddvitaslag; Heiðu Björk Hilmisdóttur og Pétur Marteinsson – styður þú einhvern þar? „Þetta er svo viðkvæmt að ég get ekkert sagt til um það enn sem komið er. Ég er náttúrlega fyrst og fremst að vinna fyrir sjálfan mig. En á einhverjum tímapunkti þarf maður að taka ákvörðun,“ segir Guðmundur Ingi. Hann bendir líka á að þau séu fimm sem eru að berjast um annað sætið þannig að margir eru um hituna. „Það eru 17 að bítast um sex sæti. Þetta er flókið mál.“
Sveitarstjórnarkosningar 2026 Reykjavík Samfylkingin Tengdar fréttir Þessi bjóða sig fram fyrir Samfylkinguna í Reykjavík Í dag leið framboðsfrestur í flokksvali Samfylkingarinnar í Reykjavík. Þannig er orðið ljóst að einhverjir eftirfarandi einstaklinga verða á listum Samfylkingarinnar í Reykjavík í sveitarstjórnarkosningunum sem fram fara í vor. 3. janúar 2026 21:35 Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Pétur Marteinsson, rekstrarstjóri og fyrrverandi knattspyrnumaður, ætlar að gefa kost á sér í oddvitasæti Samfylkingarinnar í Reykjavík fyrir næstu borgarstjórnarkosningar. Þar fer hann á móti Heiðu Björg Hilmisdóttur, núverandi oddvita og borgarstjóra. 1. janúar 2026 18:13 Mest lesið Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent „Ég er sátt“ Innlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Innlent Fleiri fréttir „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Sjá meira
Þessi bjóða sig fram fyrir Samfylkinguna í Reykjavík Í dag leið framboðsfrestur í flokksvali Samfylkingarinnar í Reykjavík. Þannig er orðið ljóst að einhverjir eftirfarandi einstaklinga verða á listum Samfylkingarinnar í Reykjavík í sveitarstjórnarkosningunum sem fram fara í vor. 3. janúar 2026 21:35
Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Pétur Marteinsson, rekstrarstjóri og fyrrverandi knattspyrnumaður, ætlar að gefa kost á sér í oddvitasæti Samfylkingarinnar í Reykjavík fyrir næstu borgarstjórnarkosningar. Þar fer hann á móti Heiðu Björg Hilmisdóttur, núverandi oddvita og borgarstjóra. 1. janúar 2026 18:13