„Ég er ekki í pólitík til að gera fólk glatt“ Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 5. janúar 2026 21:57 Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra ítrekaði afstöðu sína gagnvart Bandaríkjastjórn eftir atburði helgarinnar í kvöldfréttum. Vísi Utanríkisráðherra telur alþjóðasamfélagið ekki hafa borið næga virðingu fyrir Alþjóðlega sakamáladómstólnum eftir aðgerðir Bandaríkjastjórnar um liðna helgi. Hún segir áríðandi að Íslendingar standi vörð um hagsmuni sína gagnvart Bandaríkjamönnum þó að „vinur sé sá er til vamms segir“. Nicolas Maduro, forseti Venesúela, kvaðst saklaus af öllum ákæruliðum og sagðist enn leiðtogi lands síns þegar hann og eiginkona hans, Cilia Flores, voru leidd fyrir dómara í New York í Bandaríkjunum nú síðdegis. Flores lýsti sömuleiðis yfir sakleysi. Þau verða leidd aftur fyrir dómara 17. mars næstkomandi. Bæði eru ákærð fyrir aðkomu að umfangsmiklu smygli fíkniefna til Bandaríkjanna og hryðjuverkastarfsemi, en þau voru flutt með hervaldi frá Venesúela á laugardag. Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna kom saman á fjórða tímanum til að ræða stöðuna í heimsmálum í ljósi árásar Bandaríkjanna á Venesúela. Framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna lýsti yfir miklum áhyggjum af því að alþjóðalög hafi verið virt að vettugi en fulltrúi Bandaríkjanna varði ákvörðun stjórnvalda sinna. Hér til að verja íslenska hagsmuni Í kvöldfréttum svaraði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra gagnrýni fyrir að fordæma ekki aðgerðir Bandaríkjanna um helgina. „Strax í upphafi sagði ég að þessi aðgerð færi að mínu mati á svig við alþjóðalög. Ég tel það líka liggja nokkuð ljóst fyrir að með því að eitt ríki fari með hervaldi inn í annað ríki og taki forseta eða hluta af stjórnvöldum með hervaldi, sé líka brot á stofnsáttmála Sameinuðu þjóðanna.“ Hún segist að auki hafa verið gagnrýnd fyrir að hafa sagt að aðgerðin færi á svig við alþjóðalög. „Ég er ekki í pólitík til að gera fólk glatt. Ég er fyrst og fremst í pólitík og í stóli utanríkisráðherra til þess að verja íslenska hagsmuni og það eru ákveðin prinsipp sem við stöndum fyrir og við höldum því alltaf fram að það verður alltaf að fara eftir alþjóðalögum,“ segir Þorgerður. Þá segist hún hafa gjarnan viljað sjá öll stórveldi bera meiri virðingu fyrir alþjóðlega sakamáladómstólnum eftir vendingar helgarinnar. Þú hefur ekki viljað fordæma beint árás Bandaríkjamanna á Venesúela. Hvaða skilaboð eiga til dæmis Rússar og Kínverjar að taka út úr því? Hvers vegna eru aðgerðir í Venesúela í lagi en ekki, til dæmis, innrás Rússa í Úkraínu eða möguleg árás Kínverja á Taívan? „Ég hef alltaf ítrekað það að það beri að virða alþjóðalög. Það er náttúrulega stór munur á þessari aðgerð og til að mynda hrikalegum aðgerðum Rússa í Úkraínu.“ Rússar séu að beita hervaldi, brjót ítrekað mannréttindi, fari gegn borgaralegum innviðum og hafi drepið hundruð þúsunda manna í Úkraínu. „Hitt er síðan að ég er einfaldlega, eins og ég segi, utanríkisráðherra Íslands. Það eru ákveðnir hagsmunir sem við þurfum að gæta. Prinsippið er samt alltaf til staðar varðandi alþjóðalög en auðvitað erum við að vega og meta stöðuna.“ Samstarf við Bandaríkin okkar pólitíski veruleiki Hún ítrekar enn einu sinni þá afstöðu sína að verið sé að fara á svig við alþjóðalög og stofnsáttmáli Sameinuðu þjóðanna hafi verið brotinn. „En við verðum líka að hafa það hugfast að við Íslendingar, alveg eins og aðrar Evrópuþjóðir, verðum að fara varlega eins og staðan er núna varðandi það að fara í kapphlaup um yfirsýn. Ég er ekki í pólitík heldur til þess að vera með einhverjar digurbarkalegar yfirlýsingar og skora einhver pólitísk stig.“ Fyrst og fremst þurfi Íslendingar að gæta að íslenskum prinsippum og hagsmunum, sem séu mjög víðtækir. „Okkar pólitíski veruleiki er líka sá að við erum í miklu og sterku sambandi við Bandaríkjamenn. Við erum með varnarsamninginn og eðlilega spyr fólk um hans gildi, en raunveruleikinn er sá að hann er í gildi og við erum með þetta varnar- og öryggissamstarf sem er okkur dýrmætt. En það breytir ekki því að vinurinn sá er til vamms segir og það eru Íslendingar að gera.“ Venesúela Bandaríkin Öryggis- og varnarmál Utanríkismál Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Innlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent Fleiri fréttir Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Óska eftir fundi með Rubio Kaffilaus fundur í gluggalausu herbergi „Ég ætla ekki að segja hættum við kosningarnar“ Nýtti sér leik sinn í Dansar við úlfa við að mynda sértrúarsöfnuð Hafa birt innan við prósent af Epstein-skjölunum Walz hættir við framboð vegna árása Trump-liða Sænskur ráðherra hlutgerður á miðli Musk Vill afhenda Trump friðarverðlaunin Svissneski skemmtistaðurinn ekki skoðaður í fimm ár Kristrún, Witkoff og Kushner á fundinum í París í dag Huldumaður hagnaðist verulega á árásinni á Venesúela Fyrrverandi fjármálaráðherra Kanada verður ráðgjafi Selenskí Var með fleiri en fimmtíu hunda á heimilinu Segir þörf á samtali um „meintan“ yfirráðarétt Dana „Ég er forseti sem hefur verið rænt; stríðsfangi!“ Sjá meira
Nicolas Maduro, forseti Venesúela, kvaðst saklaus af öllum ákæruliðum og sagðist enn leiðtogi lands síns þegar hann og eiginkona hans, Cilia Flores, voru leidd fyrir dómara í New York í Bandaríkjunum nú síðdegis. Flores lýsti sömuleiðis yfir sakleysi. Þau verða leidd aftur fyrir dómara 17. mars næstkomandi. Bæði eru ákærð fyrir aðkomu að umfangsmiklu smygli fíkniefna til Bandaríkjanna og hryðjuverkastarfsemi, en þau voru flutt með hervaldi frá Venesúela á laugardag. Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna kom saman á fjórða tímanum til að ræða stöðuna í heimsmálum í ljósi árásar Bandaríkjanna á Venesúela. Framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna lýsti yfir miklum áhyggjum af því að alþjóðalög hafi verið virt að vettugi en fulltrúi Bandaríkjanna varði ákvörðun stjórnvalda sinna. Hér til að verja íslenska hagsmuni Í kvöldfréttum svaraði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra gagnrýni fyrir að fordæma ekki aðgerðir Bandaríkjanna um helgina. „Strax í upphafi sagði ég að þessi aðgerð færi að mínu mati á svig við alþjóðalög. Ég tel það líka liggja nokkuð ljóst fyrir að með því að eitt ríki fari með hervaldi inn í annað ríki og taki forseta eða hluta af stjórnvöldum með hervaldi, sé líka brot á stofnsáttmála Sameinuðu þjóðanna.“ Hún segist að auki hafa verið gagnrýnd fyrir að hafa sagt að aðgerðin færi á svig við alþjóðalög. „Ég er ekki í pólitík til að gera fólk glatt. Ég er fyrst og fremst í pólitík og í stóli utanríkisráðherra til þess að verja íslenska hagsmuni og það eru ákveðin prinsipp sem við stöndum fyrir og við höldum því alltaf fram að það verður alltaf að fara eftir alþjóðalögum,“ segir Þorgerður. Þá segist hún hafa gjarnan viljað sjá öll stórveldi bera meiri virðingu fyrir alþjóðlega sakamáladómstólnum eftir vendingar helgarinnar. Þú hefur ekki viljað fordæma beint árás Bandaríkjamanna á Venesúela. Hvaða skilaboð eiga til dæmis Rússar og Kínverjar að taka út úr því? Hvers vegna eru aðgerðir í Venesúela í lagi en ekki, til dæmis, innrás Rússa í Úkraínu eða möguleg árás Kínverja á Taívan? „Ég hef alltaf ítrekað það að það beri að virða alþjóðalög. Það er náttúrulega stór munur á þessari aðgerð og til að mynda hrikalegum aðgerðum Rússa í Úkraínu.“ Rússar séu að beita hervaldi, brjót ítrekað mannréttindi, fari gegn borgaralegum innviðum og hafi drepið hundruð þúsunda manna í Úkraínu. „Hitt er síðan að ég er einfaldlega, eins og ég segi, utanríkisráðherra Íslands. Það eru ákveðnir hagsmunir sem við þurfum að gæta. Prinsippið er samt alltaf til staðar varðandi alþjóðalög en auðvitað erum við að vega og meta stöðuna.“ Samstarf við Bandaríkin okkar pólitíski veruleiki Hún ítrekar enn einu sinni þá afstöðu sína að verið sé að fara á svig við alþjóðalög og stofnsáttmáli Sameinuðu þjóðanna hafi verið brotinn. „En við verðum líka að hafa það hugfast að við Íslendingar, alveg eins og aðrar Evrópuþjóðir, verðum að fara varlega eins og staðan er núna varðandi það að fara í kapphlaup um yfirsýn. Ég er ekki í pólitík heldur til þess að vera með einhverjar digurbarkalegar yfirlýsingar og skora einhver pólitísk stig.“ Fyrst og fremst þurfi Íslendingar að gæta að íslenskum prinsippum og hagsmunum, sem séu mjög víðtækir. „Okkar pólitíski veruleiki er líka sá að við erum í miklu og sterku sambandi við Bandaríkjamenn. Við erum með varnarsamninginn og eðlilega spyr fólk um hans gildi, en raunveruleikinn er sá að hann er í gildi og við erum með þetta varnar- og öryggissamstarf sem er okkur dýrmætt. En það breytir ekki því að vinurinn sá er til vamms segir og það eru Íslendingar að gera.“
Venesúela Bandaríkin Öryggis- og varnarmál Utanríkismál Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Innlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent Fleiri fréttir Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Óska eftir fundi með Rubio Kaffilaus fundur í gluggalausu herbergi „Ég ætla ekki að segja hættum við kosningarnar“ Nýtti sér leik sinn í Dansar við úlfa við að mynda sértrúarsöfnuð Hafa birt innan við prósent af Epstein-skjölunum Walz hættir við framboð vegna árása Trump-liða Sænskur ráðherra hlutgerður á miðli Musk Vill afhenda Trump friðarverðlaunin Svissneski skemmtistaðurinn ekki skoðaður í fimm ár Kristrún, Witkoff og Kushner á fundinum í París í dag Huldumaður hagnaðist verulega á árásinni á Venesúela Fyrrverandi fjármálaráðherra Kanada verður ráðgjafi Selenskí Var með fleiri en fimmtíu hunda á heimilinu Segir þörf á samtali um „meintan“ yfirráðarétt Dana „Ég er forseti sem hefur verið rænt; stríðsfangi!“ Sjá meira