Rétta yfir löggu fyrir aðgerðaleysi á meðan börn og kennarar voru myrt Samúel Karl Ólason skrifar 5. janúar 2026 11:08 Adrian Gonzales var einn af fyrstu lögregluþjónunum sem mættu á vettvang skotárásarinnar í Uvalde árið 2018. Nítján börn voru myrt og tveir kennarar en lögregluþjónar biðu á göngum skólans í um 77 mínútur. Skjáskot og AP Réttarhöld gegn einum af fyrstu lögregluþjónunum sem mættu á vettvang skotárásar í grunnskóla í Uvalde í Texas árið 2022 hefjast í dag. Adrian Gonzales hefur verið ákærður fyrir að yfirgefa 29 börn vegna aðgerðaleysis þegar táningur myrti nítján nemendur og tvo kennara í skólanum. Tæplega fjögur hundruð lögregluþjónar mættu á vettvang árásarinnar en þrátt fyrir það liðu 77 mínútur þar til morðinginn var felldur. Myndbönd úr skólanum sýndu að þeir fyrstu sem mættu á vettvang hörfuðu frá árásarmanninum og biðu á göngum skólans á meðan skothljóð heyrðust úr kennslustofunni og á meðan nemendur sem þóttust vera dáir inni í skólastofunni hringdu eftir aðstoð. Gonzales og Pete Arredono voru með þeim fyrstu sem mættu á vettvang og eru þeir einu sem hafa verið ákærðir. Eins og áður segir hefjast réttarhöldin gegn Gonzales í dag en ekki er búið að ákveða dagsetningu fyrir réttarhöldin gegn Arredono, samkvæmt AP fréttaveitunni. Gonzales stendur frammi fyrir allt að tveggja ára fangelsisvist. Hann hefur lýst yfir sakleysi sínu og AP hefur eftir lögmanni hans að Gonzales hafi reynt að bjarga lífi barna þennan dag. Hér að neðan má sjá frétt héraðsmiðilsins WFAA um réttarhöldin gegn Gonzales og lögregluþjóninn sjálfan. Foreldrar og aðrir ættingjar nemenda og kennara sem dóu í árásinni hafa kvartað yfir því að fleiri lögregluþjónar hafi ekki verið ákærðir. Þau hafa höfðað einkamál gegn fjölmörgum lögregluþjónum. Sjá einnig: Höfða mál gegn hundrað lögregluþjónum vegna árásarinnar í Uvalde Í grein AP segir að saksóknarar eigi ærið verk fyrir höndum, þar sem reynslan sýni að kviðdómendur séu ólíklegir til að sakfella lögregluþjóna fyrir aðgerðaleysi. Það hafi til að mynda sést í réttarhöldunum gegn lögregluþjóni sem ákærður var í kjölfar Parkland-árásarinnar árið 2018. Scot Peterson var gert að setjast í helgan stein eftir árásina í Parkland en hann var eini vörður skólans og upptökur úr myndavélum sýndu hann bíða fyrir utan húsið á meðan árásarmaður var þar inni að myrða fólk. Peterson sagði á sínum tíma að ástæðan hafi verið sú að hann vissi ekki hvar árásarmaðurinn væri og taldi hann að leyniskytta væri að skjóta. Sjá einnig: „Ég myndi aldrei sitja þarna og leyfa krökkunum mínum að vera slátrað“ Upprunalega stóð til að réttarhöldin gegn Gonzales færu fram í Uvalde en lögmenn hans fóru fram á að þau yrðu haldin annars staðar. Það var vegna þess að lögregluþjónninn fyrrverandi ætti ekki séns á réttlátum réttarhöldum í bænum. Því voru saksóknarar ekki ósammála. Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Skotárás í grunnskóla í Uvalde Mest lesið Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Innlent Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi Erlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Innlent Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Innlent Fleiri fréttir Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Óska eftir fundi með Rubio Kaffilaus fundur í gluggalausu herbergi „Ég ætla ekki að segja hættum við kosningarnar“ Nýtti sér leik sinn í Dansar við úlfa við að mynda sértrúarsöfnuð Hafa birt innan við prósent af Epstein-skjölunum Walz hættir við framboð vegna árása Trump-liða Sænskur ráðherra hlutgerður á miðli Musk Vill afhenda Trump friðarverðlaunin Svissneski skemmtistaðurinn ekki skoðaður í fimm ár Kristrún, Witkoff og Kushner á fundinum í París í dag Huldumaður hagnaðist verulega á árásinni á Venesúela Fyrrverandi fjármálaráðherra Kanada verður ráðgjafi Selenskí Var með fleiri en fimmtíu hunda á heimilinu Segir þörf á samtali um „meintan“ yfirráðarétt Dana „Ég er forseti sem hefur verið rænt; stríðsfangi!“ Fækkar ráðlögðum bóluefnum „Ég er ekki í pólitík til að gera fólk glatt“ „Einhver verður að gera eitthvað til að stoppa manninn af“ Hæddist að vörnum Dana á Grænlandi: „Þeir bættu við einum hundasleða“ Upphaf langra málaferla Ítrekaðar íhlutanir í „bakgarði“ Bandaríkjanna Fjallaljón banaði konu eftir að ráðist var á mann Maduro verður leiddur fyrir dómara síðdegis Rétta yfir löggu fyrir aðgerðaleysi á meðan börn og kennarar voru myrt Tíu sakfelld fyrir að halda því fram að forsetafrúin sé trans Reyna að koma sextán skipum gegnum herkví Rannsaka klámmyndir spjallmennis Musk af táningum Aðgerðasinnar tóku rafmagnið af Berlín Sjá meira
Tæplega fjögur hundruð lögregluþjónar mættu á vettvang árásarinnar en þrátt fyrir það liðu 77 mínútur þar til morðinginn var felldur. Myndbönd úr skólanum sýndu að þeir fyrstu sem mættu á vettvang hörfuðu frá árásarmanninum og biðu á göngum skólans á meðan skothljóð heyrðust úr kennslustofunni og á meðan nemendur sem þóttust vera dáir inni í skólastofunni hringdu eftir aðstoð. Gonzales og Pete Arredono voru með þeim fyrstu sem mættu á vettvang og eru þeir einu sem hafa verið ákærðir. Eins og áður segir hefjast réttarhöldin gegn Gonzales í dag en ekki er búið að ákveða dagsetningu fyrir réttarhöldin gegn Arredono, samkvæmt AP fréttaveitunni. Gonzales stendur frammi fyrir allt að tveggja ára fangelsisvist. Hann hefur lýst yfir sakleysi sínu og AP hefur eftir lögmanni hans að Gonzales hafi reynt að bjarga lífi barna þennan dag. Hér að neðan má sjá frétt héraðsmiðilsins WFAA um réttarhöldin gegn Gonzales og lögregluþjóninn sjálfan. Foreldrar og aðrir ættingjar nemenda og kennara sem dóu í árásinni hafa kvartað yfir því að fleiri lögregluþjónar hafi ekki verið ákærðir. Þau hafa höfðað einkamál gegn fjölmörgum lögregluþjónum. Sjá einnig: Höfða mál gegn hundrað lögregluþjónum vegna árásarinnar í Uvalde Í grein AP segir að saksóknarar eigi ærið verk fyrir höndum, þar sem reynslan sýni að kviðdómendur séu ólíklegir til að sakfella lögregluþjóna fyrir aðgerðaleysi. Það hafi til að mynda sést í réttarhöldunum gegn lögregluþjóni sem ákærður var í kjölfar Parkland-árásarinnar árið 2018. Scot Peterson var gert að setjast í helgan stein eftir árásina í Parkland en hann var eini vörður skólans og upptökur úr myndavélum sýndu hann bíða fyrir utan húsið á meðan árásarmaður var þar inni að myrða fólk. Peterson sagði á sínum tíma að ástæðan hafi verið sú að hann vissi ekki hvar árásarmaðurinn væri og taldi hann að leyniskytta væri að skjóta. Sjá einnig: „Ég myndi aldrei sitja þarna og leyfa krökkunum mínum að vera slátrað“ Upprunalega stóð til að réttarhöldin gegn Gonzales færu fram í Uvalde en lögmenn hans fóru fram á að þau yrðu haldin annars staðar. Það var vegna þess að lögregluþjónninn fyrrverandi ætti ekki séns á réttlátum réttarhöldum í bænum. Því voru saksóknarar ekki ósammála.
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Skotárás í grunnskóla í Uvalde Mest lesið Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Innlent Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi Erlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Innlent Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Innlent Fleiri fréttir Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Óska eftir fundi með Rubio Kaffilaus fundur í gluggalausu herbergi „Ég ætla ekki að segja hættum við kosningarnar“ Nýtti sér leik sinn í Dansar við úlfa við að mynda sértrúarsöfnuð Hafa birt innan við prósent af Epstein-skjölunum Walz hættir við framboð vegna árása Trump-liða Sænskur ráðherra hlutgerður á miðli Musk Vill afhenda Trump friðarverðlaunin Svissneski skemmtistaðurinn ekki skoðaður í fimm ár Kristrún, Witkoff og Kushner á fundinum í París í dag Huldumaður hagnaðist verulega á árásinni á Venesúela Fyrrverandi fjármálaráðherra Kanada verður ráðgjafi Selenskí Var með fleiri en fimmtíu hunda á heimilinu Segir þörf á samtali um „meintan“ yfirráðarétt Dana „Ég er forseti sem hefur verið rænt; stríðsfangi!“ Fækkar ráðlögðum bóluefnum „Ég er ekki í pólitík til að gera fólk glatt“ „Einhver verður að gera eitthvað til að stoppa manninn af“ Hæddist að vörnum Dana á Grænlandi: „Þeir bættu við einum hundasleða“ Upphaf langra málaferla Ítrekaðar íhlutanir í „bakgarði“ Bandaríkjanna Fjallaljón banaði konu eftir að ráðist var á mann Maduro verður leiddur fyrir dómara síðdegis Rétta yfir löggu fyrir aðgerðaleysi á meðan börn og kennarar voru myrt Tíu sakfelld fyrir að halda því fram að forsetafrúin sé trans Reyna að koma sextán skipum gegnum herkví Rannsaka klámmyndir spjallmennis Musk af táningum Aðgerðasinnar tóku rafmagnið af Berlín Sjá meira