Vinum hans ekki litist á blikuna Eiður Þór Árnason skrifar 2. janúar 2026 00:23 Pétur Marteinsson vill láta til sín taka í borginni. Sýn „Bæði vinir mínir og ég sjálfur, aðallega vinir mínir, voru í pólitíkinni. Ég var beðinn um að vera á lista á sínum tíma 2009, sem ég gerði 2009 strax eftir hrun og held að ég hafi verið í Reykjavík norður. Ég man ekki alveg hvort það var norður eða suður. Níunda sætið var eins og að vera í dag í 20. sæti eða eitthvað.“ Þetta segir Pétur Marteinsson sem tilkynnti í dag að hann sækist eftir fyrsta sæti á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík fyrir borgarstjórnarkosningarnar í maí. Fer hann þar með á móti Heiðu Björg Hilmisdóttur borgarstjóra sem fram að þessu hafði ein sóst eftir oddvitasætinu. Pétur var á lista Sjálfstæðisflokksins fyrir þingkosningarnar umrætt ár 2009 en hlaut ekki þingsæti. „Maður vissi að maður var ekki að fara að gera neitt í pólitík enda var það einhvern veginn ekki stefnan þá. Hins vegar er bæði ég sjálfur búinn að breytast mikið, samfélagið er búið að breytast helling og bæði Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn búnir að breytast mjög mikið.“ Alltaf verið krati „Ég er og hef alltaf verið krati. Og ég held reyndar að flest fólk á Íslandi sé kratar. Bestu samfélög mannkynssögunnar eru sósíaldemókratísk, svona norræn samfélög og það er byggt á þeim grunni. Auðvitað þarf ég ekki að skammast mín neitt fyrir þetta og ég hugsa að það myndu kannski margir vera hissa, því að ég er róttækur í sumum málum, í þessu en öðrum ekki. Við erum öll mismunandi en grunnstefið í sósíaldemókrasíu er mér bara mjög mikilvægt.“ Pétur segist ekki hafa tekið þátt í ungliðahreyfingu stjórnmálaflokks á sínum tíma en hann birtist í auglýsingu fyrir Sjálfstæðisflokkinn árið 1994. Þá lýsti hann því yfir þegar hann var í framboði árið 2009 að hann hefði fram að því „kosið til hægri.“ Í samtali við fréttastofu segir hann stöðuna breytta í dag. „Ég svona tengist Sjálfstæðisflokknum aðallega þegar ég var að hjálpa vinum mínum sem voru í prófkjörum og kosningum og svoleiðis. En í mörg, mörg ár hef ég kosið Samfylkinguna og það er dálítið langt síðan ég tengdist eitthvað Sjálfstæðisflokknum, það er ljóst.“ Verið rætt við hann áður Pétur segir að þetta sé ekki í fyrsta skipti sem hann er hvattur til að taka þátt í stjórnmálum og það eigi ekki bara við um fólk í Samfylkingunni. Framboðið hafi verið í undirbúningi í nokkurn tíma. „Ég hef náttúrulega verið í alls konar svona borgarrölti, hinum megin við borðið, verið í rekstri og stofnað fyrirtæki í Reykjavík, bæði hótel og veitingastaði og alls konar, eitthvað verið í fasteignauppbyggingu og þróun og oft hefur verið komið og talað við mig.“ „Það var ekki fyrr en núna, bara fyrir nokkrum vikum síðan, að ég fékk nokkur símtöl, aðallega frá ungu fólki, sem kom mér svolítið á óvart, og ég fann allt í einu að ég var svolítið spenntur.“ Spurt hvort stemning væri fyrir framboði Næst hafi hann rætt þetta við fjölskylduna og fundist hann geta lagt eitthvað til málanna. Í kjölfarið hafi hann haft samband við fólk innan Samfylkingarinnar, þar á meðal Kristrúnu Frostadóttur, formann flokksins. „Ég spurði bara að ef ég færi í þetta, hvort það væri stemning fyrir því. Mér var bara vel tekið og það væri gott að fá félagshyggjumann inn í flokkinn og þau bara vilja endilega að sem flest fólk komi og leggi lið. Þannig að ég fann strax að það er alveg stemning fyrir þessu.“ „Mér finnst eðlilegt að stór og stærsti stjórnmálaflokkur á landinu sé með prófkjör þannig að oddvitinn sé alveg með skýrt umboð þegar við förum inn í þessar mikilvægu kosningar í vor.“ Engin leynd yfir fundi með Kristrúnu Borið hefur á umræðu um hugsanlega leit Samfylkingarinnar að frambjóðanda sem gæti farið á móti Heiðu Björg Hilmisdóttur, sitjandi oddvita og borgarstjóra. „Ég hef séð eitthvað um þetta og ég veit ekkert um það. Þegar ég hitti Kristrúnu þá var það ekkert leyndarmál, það var bara fullt af fólki í kring. Málið er að ég held að pólitík sé ekki eins plottuð og allir halda. Hérna er ég, miðaldra karlmaður sem hefur gert alls konar og langar að leggja eitthvað til í borgarmálin og hef samband við fólk. Þannig byrjaði þetta að rúlla. Jafnvel ég sjálfur hef alltaf haldið að pólitíkin væri svo plottuð, þetta væri allt skipulagt af einhverri svona mafíu innan flokkanna eða auðvitað. Auðvitað er þetta ekki þannig. Þetta er bara fólk sem hefur áhuga á að taka þátt í borgarpólitík.“ Þannig að þú hefur frumkvæði að þessu samtali við Samfylkinguna um framboð? „Já, við semsagt fólk sem er í framlínunni. Það var alveg eitthvað fólk úr ungliðahreyfingunni og það var fólk sem er alveg innan Samfylkingarinnar sem hafði samband við mig. En ég þurfti nú að hafa samband sjálfur við svona fólkið í efri skúffunum.“ Vill að þjónusta við borgarbúa batni Pétur segist lengi hafa brunnið fyrir borgarmálum, búið í Stokkhólmi, Osló, Bretlandi og Boston og fengið að horfa á íslenskt samfélag og Reykjavík úr fjarlægð. Það hafi kennt honum ýmislegt. „Ég er ótrúlega stoltur Reykvíkingur. Mér finnst Reykjavík algjörlega frábær borg og það er kannski erfitt að átta sig alltaf á því þegar maður er hérna í borginni. Ef maður er með lítil börn þá er maður bara upptekinn af því að leikskólarnir virki eða ef maður býr langt frá vinnunni sinni, þá er það bara: „Ohh, helvítis umferðin.“ Það er bara það sem snertir mann. Þessi þjónusta þarf bara að virka. Ég held að besta pólitíkin sé sú þegar fólk er ekkert mikið að velta borgarpólitíkinni fyrir sér. Það þýðir það að það er bara búið að sópa göturnar, það er búið að moka snjóinn og taka ruslið, það eru engir biðlistar á leikskóla og þetta er náttúrulega eitthvað sem er svona blautur draumur að ná í gegn, að bara þjónusta við borgarbúa batni.“ Kostir fylgi því að hafa litla reynslu á stjórnmálasviðinu Pétur segir kosti og galla fylgja því að hann hafi frekar takmarkaða reynslu af stjórnmálum. „Þegar fólk er búið að vera lengi, hvort sem það er hjá fyrirtæki eða hjá hinu opinbera, þá verður það svolítið blint á það sem er hægt að gera. „Það væri mjög áhugavert að koma með fersk augu að því hvort það sé hægt að hagræða á sama tíma og við bætum þjónustu. Er hægt að einfalda ferla þannig að fólki líði betur með þá þjónustu sem það þarf að sækja hjá Reykjavíkurborg. Þetta held ég að fersk augu geti jafnvel séð betur heldur en þeir sem hafa verið lengi í þessu.“ Eðlilega ekki allir ánægðir Hann segist hafa fengið jákvæð viðbrögð frá fólki eftir að hann tilkynnti framboðið opinberlega í dag en þau hafi á tímabili verið misjöfn. „Vinir mínir voru svona: „Ertu viss um þetta? Þetta mun breyta svolítið lífinu og svona.“ Svo maður fékk það alveg til að byrja með en um leið og maður er búinn að tilkynna þetta þá hef ég náttúrulega bara fengið jákvætt.“ Hann geri sér grein fyrir að hann sé líklegri til að heyra frá þeim sem séu ánægðir með framtakið og síður frá öðrum. „Það getur líka verið pínu villandi. Þegar maður horfir raunsætt á þetta þá bara verður maður að vera duglegur að kynna sig og svo annað hvort kaupir fólk það sem maður er að segja eða er hlynnt því og treystir manni eða ekki. Og það er nú þetta fallega við lýðræðið, að það er nú fólkið að lokum sem stjórnar.“ Gefur lítið fyrir hugmyndir um bandalag RÚV, Samfylkingar og Kaffi Vest Eðlilega var mögulegt framboð Péturs til umræðu í Kryddsíld á gamlársdag. Þar talaði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, fjálglega um að framboðið tengdist einhvers konar bandalagi Samfylkingarinnar, RÚV og Kaffihúss Vesturbæjar sem Pétur rekur en væntanlega vísaði Sigmundur þar einnig til ákveðins þjóðfélagshóps sem finna má í Vesturbæ Reykjavíkur. „Mér finnst þetta bara mjög fyndið. Ég gef náttúrulega ekkert út á þetta. Það sem er verið að reyna að ýta að er að pólitíkin sé svo plottuð. Það sé alltaf allt skipulagt. „Já, já, það er búið að tala við RÚV þarna, og það er búið að tala við…“ Það er ekkert svona. Fólk er bara sjálft í þessu,“ segir Pétur. Rætt var um framboð Péturs í Kryddsíld á gamlársdag en þá var það mest megnis hávær orðrómur. „Ég segi að þetta sé fyndið en þetta gæti alveg verið smá alvarlegt líka. Þegar það er alltaf verið að búa til einhverja tortryggni úr öllu sem er ekkert óskylt einhverri svona upplýsingaóreiðu. Ég tek þessu algjörlega létt, finnst þetta ekkert mál, en þetta gæti alveg líka verið hluti af aðeins svona stærra samhengi.“ Ræddi við Heiðu Pétur segir að hann hafi rætt við Heiðu og átt gott samtal við hana um mótframboð sitt. „Það er ekki eins og einhver eigi eitthvað sæti og við vorum sammála um það að manneskjan sem kemur út sem sigurvegari í prófkjöri muni hafa miklu sterkari stöðu farandi inn í kosningar í vor. Og út á það gengur þetta allt saman.“ Samfylkingin Sveitarstjórnarkosningar 2026 Reykjavík Tengdar fréttir Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík segir það ekki endilega hafa komið sér á óvart að Pétur Marteinsson bjóði sig fram á móti henni í ljósi umræðunnar síðustu daga um hugsanlegt framboð hans. Hún fagni öllum sem vilji taka þátt í baráttunni fyrir jöfnuði og betri borg. 1. janúar 2026 21:53 Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Pétur Marteinsson, rekstrarstjóri og fyrrverandi knattspyrnumaður, ætlar að gefa kost á sér í oddvitasæti Samfylkingarinnar í Reykjavík fyrir næstu borgarstjórnarkosningar. Þar fer hann á móti Heiðu Björg Hilmisdóttur, núverandi oddvita og borgarstjóra. 1. janúar 2026 18:13 Hitnar undir feldi Péturs Pétur Marteinsson, veitingamaður og fyrrverandi knattspyrnukempa, hefur fram á laugardag til að tilkynna hugsanlegt framboð gegn Heiðu Björg Hilmisdóttur, sitjandi borgarstjóra Reykjavíkur, en hann hefur verið orðaður við slíkt framboð. Hann sást í viðtali við Ríkissjónvarpið fyrr í dag en hann hefur ekkert tjáð sig um málið við aðra miðla. 1. janúar 2026 16:07 Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra segist hafa rætt við Pétur Marteinsson, athafnamann og fyrrverandi knattspyrnumann, um hugsanlegt framboð fyrir Samfylkinguna í Reykjavík. Hann hefur verið orðaður við oddvitasæti. Kristrún segist hafa rætt við fleiri sem íhuga framboð fyrir flokkinn. 30. desember 2025 15:48 Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Fleiri fréttir Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Sjá meira
Þetta segir Pétur Marteinsson sem tilkynnti í dag að hann sækist eftir fyrsta sæti á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík fyrir borgarstjórnarkosningarnar í maí. Fer hann þar með á móti Heiðu Björg Hilmisdóttur borgarstjóra sem fram að þessu hafði ein sóst eftir oddvitasætinu. Pétur var á lista Sjálfstæðisflokksins fyrir þingkosningarnar umrætt ár 2009 en hlaut ekki þingsæti. „Maður vissi að maður var ekki að fara að gera neitt í pólitík enda var það einhvern veginn ekki stefnan þá. Hins vegar er bæði ég sjálfur búinn að breytast mikið, samfélagið er búið að breytast helling og bæði Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn búnir að breytast mjög mikið.“ Alltaf verið krati „Ég er og hef alltaf verið krati. Og ég held reyndar að flest fólk á Íslandi sé kratar. Bestu samfélög mannkynssögunnar eru sósíaldemókratísk, svona norræn samfélög og það er byggt á þeim grunni. Auðvitað þarf ég ekki að skammast mín neitt fyrir þetta og ég hugsa að það myndu kannski margir vera hissa, því að ég er róttækur í sumum málum, í þessu en öðrum ekki. Við erum öll mismunandi en grunnstefið í sósíaldemókrasíu er mér bara mjög mikilvægt.“ Pétur segist ekki hafa tekið þátt í ungliðahreyfingu stjórnmálaflokks á sínum tíma en hann birtist í auglýsingu fyrir Sjálfstæðisflokkinn árið 1994. Þá lýsti hann því yfir þegar hann var í framboði árið 2009 að hann hefði fram að því „kosið til hægri.“ Í samtali við fréttastofu segir hann stöðuna breytta í dag. „Ég svona tengist Sjálfstæðisflokknum aðallega þegar ég var að hjálpa vinum mínum sem voru í prófkjörum og kosningum og svoleiðis. En í mörg, mörg ár hef ég kosið Samfylkinguna og það er dálítið langt síðan ég tengdist eitthvað Sjálfstæðisflokknum, það er ljóst.“ Verið rætt við hann áður Pétur segir að þetta sé ekki í fyrsta skipti sem hann er hvattur til að taka þátt í stjórnmálum og það eigi ekki bara við um fólk í Samfylkingunni. Framboðið hafi verið í undirbúningi í nokkurn tíma. „Ég hef náttúrulega verið í alls konar svona borgarrölti, hinum megin við borðið, verið í rekstri og stofnað fyrirtæki í Reykjavík, bæði hótel og veitingastaði og alls konar, eitthvað verið í fasteignauppbyggingu og þróun og oft hefur verið komið og talað við mig.“ „Það var ekki fyrr en núna, bara fyrir nokkrum vikum síðan, að ég fékk nokkur símtöl, aðallega frá ungu fólki, sem kom mér svolítið á óvart, og ég fann allt í einu að ég var svolítið spenntur.“ Spurt hvort stemning væri fyrir framboði Næst hafi hann rætt þetta við fjölskylduna og fundist hann geta lagt eitthvað til málanna. Í kjölfarið hafi hann haft samband við fólk innan Samfylkingarinnar, þar á meðal Kristrúnu Frostadóttur, formann flokksins. „Ég spurði bara að ef ég færi í þetta, hvort það væri stemning fyrir því. Mér var bara vel tekið og það væri gott að fá félagshyggjumann inn í flokkinn og þau bara vilja endilega að sem flest fólk komi og leggi lið. Þannig að ég fann strax að það er alveg stemning fyrir þessu.“ „Mér finnst eðlilegt að stór og stærsti stjórnmálaflokkur á landinu sé með prófkjör þannig að oddvitinn sé alveg með skýrt umboð þegar við förum inn í þessar mikilvægu kosningar í vor.“ Engin leynd yfir fundi með Kristrúnu Borið hefur á umræðu um hugsanlega leit Samfylkingarinnar að frambjóðanda sem gæti farið á móti Heiðu Björg Hilmisdóttur, sitjandi oddvita og borgarstjóra. „Ég hef séð eitthvað um þetta og ég veit ekkert um það. Þegar ég hitti Kristrúnu þá var það ekkert leyndarmál, það var bara fullt af fólki í kring. Málið er að ég held að pólitík sé ekki eins plottuð og allir halda. Hérna er ég, miðaldra karlmaður sem hefur gert alls konar og langar að leggja eitthvað til í borgarmálin og hef samband við fólk. Þannig byrjaði þetta að rúlla. Jafnvel ég sjálfur hef alltaf haldið að pólitíkin væri svo plottuð, þetta væri allt skipulagt af einhverri svona mafíu innan flokkanna eða auðvitað. Auðvitað er þetta ekki þannig. Þetta er bara fólk sem hefur áhuga á að taka þátt í borgarpólitík.“ Þannig að þú hefur frumkvæði að þessu samtali við Samfylkinguna um framboð? „Já, við semsagt fólk sem er í framlínunni. Það var alveg eitthvað fólk úr ungliðahreyfingunni og það var fólk sem er alveg innan Samfylkingarinnar sem hafði samband við mig. En ég þurfti nú að hafa samband sjálfur við svona fólkið í efri skúffunum.“ Vill að þjónusta við borgarbúa batni Pétur segist lengi hafa brunnið fyrir borgarmálum, búið í Stokkhólmi, Osló, Bretlandi og Boston og fengið að horfa á íslenskt samfélag og Reykjavík úr fjarlægð. Það hafi kennt honum ýmislegt. „Ég er ótrúlega stoltur Reykvíkingur. Mér finnst Reykjavík algjörlega frábær borg og það er kannski erfitt að átta sig alltaf á því þegar maður er hérna í borginni. Ef maður er með lítil börn þá er maður bara upptekinn af því að leikskólarnir virki eða ef maður býr langt frá vinnunni sinni, þá er það bara: „Ohh, helvítis umferðin.“ Það er bara það sem snertir mann. Þessi þjónusta þarf bara að virka. Ég held að besta pólitíkin sé sú þegar fólk er ekkert mikið að velta borgarpólitíkinni fyrir sér. Það þýðir það að það er bara búið að sópa göturnar, það er búið að moka snjóinn og taka ruslið, það eru engir biðlistar á leikskóla og þetta er náttúrulega eitthvað sem er svona blautur draumur að ná í gegn, að bara þjónusta við borgarbúa batni.“ Kostir fylgi því að hafa litla reynslu á stjórnmálasviðinu Pétur segir kosti og galla fylgja því að hann hafi frekar takmarkaða reynslu af stjórnmálum. „Þegar fólk er búið að vera lengi, hvort sem það er hjá fyrirtæki eða hjá hinu opinbera, þá verður það svolítið blint á það sem er hægt að gera. „Það væri mjög áhugavert að koma með fersk augu að því hvort það sé hægt að hagræða á sama tíma og við bætum þjónustu. Er hægt að einfalda ferla þannig að fólki líði betur með þá þjónustu sem það þarf að sækja hjá Reykjavíkurborg. Þetta held ég að fersk augu geti jafnvel séð betur heldur en þeir sem hafa verið lengi í þessu.“ Eðlilega ekki allir ánægðir Hann segist hafa fengið jákvæð viðbrögð frá fólki eftir að hann tilkynnti framboðið opinberlega í dag en þau hafi á tímabili verið misjöfn. „Vinir mínir voru svona: „Ertu viss um þetta? Þetta mun breyta svolítið lífinu og svona.“ Svo maður fékk það alveg til að byrja með en um leið og maður er búinn að tilkynna þetta þá hef ég náttúrulega bara fengið jákvætt.“ Hann geri sér grein fyrir að hann sé líklegri til að heyra frá þeim sem séu ánægðir með framtakið og síður frá öðrum. „Það getur líka verið pínu villandi. Þegar maður horfir raunsætt á þetta þá bara verður maður að vera duglegur að kynna sig og svo annað hvort kaupir fólk það sem maður er að segja eða er hlynnt því og treystir manni eða ekki. Og það er nú þetta fallega við lýðræðið, að það er nú fólkið að lokum sem stjórnar.“ Gefur lítið fyrir hugmyndir um bandalag RÚV, Samfylkingar og Kaffi Vest Eðlilega var mögulegt framboð Péturs til umræðu í Kryddsíld á gamlársdag. Þar talaði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, fjálglega um að framboðið tengdist einhvers konar bandalagi Samfylkingarinnar, RÚV og Kaffihúss Vesturbæjar sem Pétur rekur en væntanlega vísaði Sigmundur þar einnig til ákveðins þjóðfélagshóps sem finna má í Vesturbæ Reykjavíkur. „Mér finnst þetta bara mjög fyndið. Ég gef náttúrulega ekkert út á þetta. Það sem er verið að reyna að ýta að er að pólitíkin sé svo plottuð. Það sé alltaf allt skipulagt. „Já, já, það er búið að tala við RÚV þarna, og það er búið að tala við…“ Það er ekkert svona. Fólk er bara sjálft í þessu,“ segir Pétur. Rætt var um framboð Péturs í Kryddsíld á gamlársdag en þá var það mest megnis hávær orðrómur. „Ég segi að þetta sé fyndið en þetta gæti alveg verið smá alvarlegt líka. Þegar það er alltaf verið að búa til einhverja tortryggni úr öllu sem er ekkert óskylt einhverri svona upplýsingaóreiðu. Ég tek þessu algjörlega létt, finnst þetta ekkert mál, en þetta gæti alveg líka verið hluti af aðeins svona stærra samhengi.“ Ræddi við Heiðu Pétur segir að hann hafi rætt við Heiðu og átt gott samtal við hana um mótframboð sitt. „Það er ekki eins og einhver eigi eitthvað sæti og við vorum sammála um það að manneskjan sem kemur út sem sigurvegari í prófkjöri muni hafa miklu sterkari stöðu farandi inn í kosningar í vor. Og út á það gengur þetta allt saman.“
Samfylkingin Sveitarstjórnarkosningar 2026 Reykjavík Tengdar fréttir Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík segir það ekki endilega hafa komið sér á óvart að Pétur Marteinsson bjóði sig fram á móti henni í ljósi umræðunnar síðustu daga um hugsanlegt framboð hans. Hún fagni öllum sem vilji taka þátt í baráttunni fyrir jöfnuði og betri borg. 1. janúar 2026 21:53 Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Pétur Marteinsson, rekstrarstjóri og fyrrverandi knattspyrnumaður, ætlar að gefa kost á sér í oddvitasæti Samfylkingarinnar í Reykjavík fyrir næstu borgarstjórnarkosningar. Þar fer hann á móti Heiðu Björg Hilmisdóttur, núverandi oddvita og borgarstjóra. 1. janúar 2026 18:13 Hitnar undir feldi Péturs Pétur Marteinsson, veitingamaður og fyrrverandi knattspyrnukempa, hefur fram á laugardag til að tilkynna hugsanlegt framboð gegn Heiðu Björg Hilmisdóttur, sitjandi borgarstjóra Reykjavíkur, en hann hefur verið orðaður við slíkt framboð. Hann sást í viðtali við Ríkissjónvarpið fyrr í dag en hann hefur ekkert tjáð sig um málið við aðra miðla. 1. janúar 2026 16:07 Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra segist hafa rætt við Pétur Marteinsson, athafnamann og fyrrverandi knattspyrnumann, um hugsanlegt framboð fyrir Samfylkinguna í Reykjavík. Hann hefur verið orðaður við oddvitasæti. Kristrún segist hafa rætt við fleiri sem íhuga framboð fyrir flokkinn. 30. desember 2025 15:48 Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Fleiri fréttir Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Sjá meira
Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík segir það ekki endilega hafa komið sér á óvart að Pétur Marteinsson bjóði sig fram á móti henni í ljósi umræðunnar síðustu daga um hugsanlegt framboð hans. Hún fagni öllum sem vilji taka þátt í baráttunni fyrir jöfnuði og betri borg. 1. janúar 2026 21:53
Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Pétur Marteinsson, rekstrarstjóri og fyrrverandi knattspyrnumaður, ætlar að gefa kost á sér í oddvitasæti Samfylkingarinnar í Reykjavík fyrir næstu borgarstjórnarkosningar. Þar fer hann á móti Heiðu Björg Hilmisdóttur, núverandi oddvita og borgarstjóra. 1. janúar 2026 18:13
Hitnar undir feldi Péturs Pétur Marteinsson, veitingamaður og fyrrverandi knattspyrnukempa, hefur fram á laugardag til að tilkynna hugsanlegt framboð gegn Heiðu Björg Hilmisdóttur, sitjandi borgarstjóra Reykjavíkur, en hann hefur verið orðaður við slíkt framboð. Hann sást í viðtali við Ríkissjónvarpið fyrr í dag en hann hefur ekkert tjáð sig um málið við aðra miðla. 1. janúar 2026 16:07
Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra segist hafa rætt við Pétur Marteinsson, athafnamann og fyrrverandi knattspyrnumann, um hugsanlegt framboð fyrir Samfylkinguna í Reykjavík. Hann hefur verið orðaður við oddvitasæti. Kristrún segist hafa rætt við fleiri sem íhuga framboð fyrir flokkinn. 30. desember 2025 15:48