Fótbolti

Åge Hareide látinn

Valur Páll Eiríksson skrifar
Åge Hareide lést í kvöld eftir nokkurra mánaða baráttu við krabbamein í heila. Hans síðasta þjálfarastarf var á Íslandi.
Åge Hareide lést í kvöld eftir nokkurra mánaða baráttu við krabbamein í heila. Hans síðasta þjálfarastarf var á Íslandi. Getty/Nick Potts

Åge Hareide, fyrrum landsliðsþjálfari Íslands í fótbolta, er látinn 72 ára að aldri. Hann hafði glímt við krabbamein í heila síðustu mánuði.

„Pabbi sofnaði í kvöld, heima umvafinn fjölskyldunni. Hann hefur nú spilað sinn síðasta leik. Við erum ævinlega þakklát fyrir allan þann hlýhug sem okkur hefur borist meðan hann barðist við veikindin,“ segir í bréfi sem sonur hans, Bendik, sendi á VG í Noregi.

Hareide hafði greinst með krabbamein í heila í lok júlí og glímt við það síðustu mánuði. Barátta hans tapaðist í kvöld og hann látinn 72 ára að aldri.

Síðasta þjálfarastarf Hareide var með íslenska karlalandsliðið en hann stýrði því frá apríl 2023 þar til hann sagði af sér í nóvember 2024.

Hann hafði áður þjálfað landslið Noregs og Danmerkur og unnið efstu deild í Noregi með Rosenborg, dönsku úrvalsdeildina með Bröndby, og sænsku úrvalsdeildina sem þjálfari Helsingborg og Malmö.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×