Morðinginn í Brown gengur enn laus Samúel Karl Ólason skrifar 15. desember 2025 09:50 Tveir eru látnir og níu særðust í árásinni í Brown. Einn er enn sagður í alvarlegu ástandi. AP/Steven Senne Lögreglan í Providence í Rhode Island hefur sleppt manni sem handtekinn var í gær vegna skotárásar í Brown-háskólanum. Tveir létu lífið í árásinni á laugardaginn og níu særðust í árásinni en talið er að morðinginn gangi laus og er útlit fyrir að yfirvöld viti ekki hver hann er. Brett Smiley, borgarstjóri Providence, sagði á blaðamannafundi í gær að ekki væri vitað hvort árásarmaðurinn væri enn í borginni og hefur lögreglan ekki nefnt annan sem gæti legið undir grun. Birt hefur verið myndband sem lögreglan vonast til að geti leitt til þess að maðurinn þekkist. Handtóku mann en slepptu honum Um klukkan fjögur á laugardaginn ruddist grímuklæddur og vopnaður maður inn í skólastofu þar sem háskólanemendur voru að taka próf. Þar hóf hann skothríð, með áðurnefndum afleiðingum. AP fréttaveitan segir manninn hafa hleypt af rúmlega fjörutíu skotum tvær byssur fundust á vettvangi og tvo hlaðinn þrjátíu skota magasín. Tiltölulega skömmu eftir árásina var maður handtekinn á hóteli í borginni vegna gruns um að hann væri árásarmaðurinn. Þeim manni var svo sleppt í gær og sögðust forsvarsmenn lögreglunnar ekki hafa næg sönnunargögn til að bendla hann við árásina. „Morðingi gengur laus,“ sagði Peter Neronha, saksóknari, á fundinum í gærkvöldi. Hann sagði fregnirnar líklegar til að valda fólki kvíða en íbúar hafa ekki verið beðnir um að halda sig heima eða draga úr ferðum sínum. Ekkert tilefni fyrir árásinni liggur fyrir og eins og áður segir er lögreglan ekki með neinn grunaðan að svo stöddu. Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Erlend sakamál Tengdar fréttir Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Íslenskur nemandi við Brown-háskóla hefði mætt í kennslustund í kvöld í sömu skólastofu og mannskæð skotárás var framin í gær, en hún sækir flesta sína tíma í umræddri stofu. Öll kennsla og lokapróf hafa nú verið felld niður vegna árásarinnar. Hún segir samfélagið í Providence í áfalli og lýsir flótta vinar síns af háskólasvæðinu eftir að hafa heyrt skothvelli frá stofunni. 14. desember 2025 16:26 Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Einn er í haldi lögreglu í tengslum við rannsókn á skotárás í Brown-háskóla á Rhode eyju í Bandaríkjunum í gær. Tveir eru látnir og níu særðir eftir árásina. 14. desember 2025 13:51 Mest lesið „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Innlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Fleiri fréttir Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Ákæru fyrir manndráp vísað frá Trump útnefnir Warsh sem næsta seðlabankastjóra Tíu ákærðir fyrir að drepa friðaða úlfa Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Sjá meira
Brett Smiley, borgarstjóri Providence, sagði á blaðamannafundi í gær að ekki væri vitað hvort árásarmaðurinn væri enn í borginni og hefur lögreglan ekki nefnt annan sem gæti legið undir grun. Birt hefur verið myndband sem lögreglan vonast til að geti leitt til þess að maðurinn þekkist. Handtóku mann en slepptu honum Um klukkan fjögur á laugardaginn ruddist grímuklæddur og vopnaður maður inn í skólastofu þar sem háskólanemendur voru að taka próf. Þar hóf hann skothríð, með áðurnefndum afleiðingum. AP fréttaveitan segir manninn hafa hleypt af rúmlega fjörutíu skotum tvær byssur fundust á vettvangi og tvo hlaðinn þrjátíu skota magasín. Tiltölulega skömmu eftir árásina var maður handtekinn á hóteli í borginni vegna gruns um að hann væri árásarmaðurinn. Þeim manni var svo sleppt í gær og sögðust forsvarsmenn lögreglunnar ekki hafa næg sönnunargögn til að bendla hann við árásina. „Morðingi gengur laus,“ sagði Peter Neronha, saksóknari, á fundinum í gærkvöldi. Hann sagði fregnirnar líklegar til að valda fólki kvíða en íbúar hafa ekki verið beðnir um að halda sig heima eða draga úr ferðum sínum. Ekkert tilefni fyrir árásinni liggur fyrir og eins og áður segir er lögreglan ekki með neinn grunaðan að svo stöddu.
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Erlend sakamál Tengdar fréttir Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Íslenskur nemandi við Brown-háskóla hefði mætt í kennslustund í kvöld í sömu skólastofu og mannskæð skotárás var framin í gær, en hún sækir flesta sína tíma í umræddri stofu. Öll kennsla og lokapróf hafa nú verið felld niður vegna árásarinnar. Hún segir samfélagið í Providence í áfalli og lýsir flótta vinar síns af háskólasvæðinu eftir að hafa heyrt skothvelli frá stofunni. 14. desember 2025 16:26 Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Einn er í haldi lögreglu í tengslum við rannsókn á skotárás í Brown-háskóla á Rhode eyju í Bandaríkjunum í gær. Tveir eru látnir og níu særðir eftir árásina. 14. desember 2025 13:51 Mest lesið „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Innlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Fleiri fréttir Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Ákæru fyrir manndráp vísað frá Trump útnefnir Warsh sem næsta seðlabankastjóra Tíu ákærðir fyrir að drepa friðaða úlfa Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Sjá meira
Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Íslenskur nemandi við Brown-háskóla hefði mætt í kennslustund í kvöld í sömu skólastofu og mannskæð skotárás var framin í gær, en hún sækir flesta sína tíma í umræddri stofu. Öll kennsla og lokapróf hafa nú verið felld niður vegna árásarinnar. Hún segir samfélagið í Providence í áfalli og lýsir flótta vinar síns af háskólasvæðinu eftir að hafa heyrt skothvelli frá stofunni. 14. desember 2025 16:26
Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Einn er í haldi lögreglu í tengslum við rannsókn á skotárás í Brown-háskóla á Rhode eyju í Bandaríkjunum í gær. Tveir eru látnir og níu særðir eftir árásina. 14. desember 2025 13:51