Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Jón Ísak Ragnarsson og Margrét Helga Erlingsdóttir skrifa 12. desember 2025 00:06 Guðmundur Ari Sigurjónsson, þingflokksformaður Samfylkingarinnar og Sigríður Andersen, þingflokksformaður Miðflokksins fóru yfir málið í kvöldfréttum Sýnar. Sýn Sigríður Á. Andersen, þingflokksformaður Miðflokksins, segir að frumvarp ríkisstjórnarinnar um kílómetragjald sé ekki tilbúið að taka gildi eins og stefnt er að um áramótin, og gerir við það ýmsar athugasemdir. Guðmundur Ari Sigurjónsson, þingflokksformaður Samfylkingarinnar, segir að frumvarpið hafi orðið til á síðasta vorþingi og hafi tekið ýmsum breytingum og fengið góða umfjöllun í nefnd. Kílómetragjaldið er enn og aftur á dagskrá þingsins í dag. Önnur umræða um frumvarp fjármálaráðherra er enn í gangi og búið er að boða til þingfundar bæði á morgun og á laugardag. Vegið að undirstöðum ferðaþjónustunnar Sigríður Andersen segir eitt og annað við frumvarpið að athuga. „Það er nú kannski einkum tvennt, frumvarpið er lagt fram í því skyni að einfalda gjaldheimtu af bifreiðum, en reyndin er sú að það er í rauninni engin einföldun, það er bara verið að breyta nafni á einum gjaldflokki yfir í annan.“ „Hins vegar er það líka boðað að ástæðan fyrir frumvarpinu sé sú að það þurfi að fjármagna vegakerfið, það liggur hins vegar á sama tíma fyrir, að gjaldtaka af bifreiðaeigendum, hefur verið langt umfram það sem nokkurn tímann hefur verið sett í vegasamgöngur á Íslandi.“ Einnig liggi fyrir að með frumvarpinu sé vegið að undirstöðum ferðaþjónustunnar, sem hafi látið í sér heyra í þessu sambandi. „Þannig að við teljum þetta mál í rauninni ekki tilbúið til að taka gildi eins og stenft er að nú um áramótin, og höfum fullan hug á að koma þeim sjónarmiðum okkar á framfæri.“ Komið hafi verið til móts við athugasemdir Guðmundur Ari segir að frumvarpið hafi fengið góða umfjöllun, og komið hafi verið til móts við margar af þeim athugasemdum sem bárust. „Varðandi kílómetragjaldið er það einfaldlega þannig að þetta er kerfisbreyting þar sem að þeir greiða sem nota vegina, það hefur verið þannig að með sparneytnari bílum hefur þessi tekjustofn fallið hjá ríkinu.“ „Á sama tíma og við ætlum að ráðast í stórtæka uppbyggingu á vegakerfi landsins, byrja aftur að bora göng, eyða einbreiðum brúm og svo framvegis, þá ætlum við að tryggja það að við náum hallalausum rekstri, og þá er mikilvægt að hafa trygga fjármögnun á vegakerfinu, og kílómetragjaldið er mjög auðveld lausn til að gera það.“ „Sérstaklega í því ljósi að við erum þegar búin að innleiða þetta kerfi varðandi rafmagnsbílana, og því er tiltölulega einföld lausn að taka þetta kerfi upp og á sama tíma fella niður skatta og gjöld á eldsneyti, sem lækkar bensínverð á dælu fyrir eigendur bíla á Íslandi.“ „Þetta er einföld breyting sem í raun innleiðir kerfi sem þegar er komið í notkun.“ Hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni í spilaranum ofar í fréttinni. Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Miðflokkurinn Samfylkingin Skattar, tollar og gjöld Samgöngur Mest lesið „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Innlent Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Innlent Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Innlent Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Erlent Handtekinn grunaður um íkveikju Innlent Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Innlent Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Innlent Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Innlent Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Innlent Fleiri fréttir Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Heiðu hafnað og fjöldi niðurfellinga heimilisofbeldismála hjá lögreglu Segir Heiðu hafa átt betra skilið Icelandair aflýsir flugferðum Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Sjá meira
Kílómetragjaldið er enn og aftur á dagskrá þingsins í dag. Önnur umræða um frumvarp fjármálaráðherra er enn í gangi og búið er að boða til þingfundar bæði á morgun og á laugardag. Vegið að undirstöðum ferðaþjónustunnar Sigríður Andersen segir eitt og annað við frumvarpið að athuga. „Það er nú kannski einkum tvennt, frumvarpið er lagt fram í því skyni að einfalda gjaldheimtu af bifreiðum, en reyndin er sú að það er í rauninni engin einföldun, það er bara verið að breyta nafni á einum gjaldflokki yfir í annan.“ „Hins vegar er það líka boðað að ástæðan fyrir frumvarpinu sé sú að það þurfi að fjármagna vegakerfið, það liggur hins vegar á sama tíma fyrir, að gjaldtaka af bifreiðaeigendum, hefur verið langt umfram það sem nokkurn tímann hefur verið sett í vegasamgöngur á Íslandi.“ Einnig liggi fyrir að með frumvarpinu sé vegið að undirstöðum ferðaþjónustunnar, sem hafi látið í sér heyra í þessu sambandi. „Þannig að við teljum þetta mál í rauninni ekki tilbúið til að taka gildi eins og stenft er að nú um áramótin, og höfum fullan hug á að koma þeim sjónarmiðum okkar á framfæri.“ Komið hafi verið til móts við athugasemdir Guðmundur Ari segir að frumvarpið hafi fengið góða umfjöllun, og komið hafi verið til móts við margar af þeim athugasemdum sem bárust. „Varðandi kílómetragjaldið er það einfaldlega þannig að þetta er kerfisbreyting þar sem að þeir greiða sem nota vegina, það hefur verið þannig að með sparneytnari bílum hefur þessi tekjustofn fallið hjá ríkinu.“ „Á sama tíma og við ætlum að ráðast í stórtæka uppbyggingu á vegakerfi landsins, byrja aftur að bora göng, eyða einbreiðum brúm og svo framvegis, þá ætlum við að tryggja það að við náum hallalausum rekstri, og þá er mikilvægt að hafa trygga fjármögnun á vegakerfinu, og kílómetragjaldið er mjög auðveld lausn til að gera það.“ „Sérstaklega í því ljósi að við erum þegar búin að innleiða þetta kerfi varðandi rafmagnsbílana, og því er tiltölulega einföld lausn að taka þetta kerfi upp og á sama tíma fella niður skatta og gjöld á eldsneyti, sem lækkar bensínverð á dælu fyrir eigendur bíla á Íslandi.“ „Þetta er einföld breyting sem í raun innleiðir kerfi sem þegar er komið í notkun.“ Hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni í spilaranum ofar í fréttinni.
Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Miðflokkurinn Samfylkingin Skattar, tollar og gjöld Samgöngur Mest lesið „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Innlent Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Innlent Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Innlent Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Erlent Handtekinn grunaður um íkveikju Innlent Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Innlent Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Innlent Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Innlent Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Innlent Fleiri fréttir Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Heiðu hafnað og fjöldi niðurfellinga heimilisofbeldismála hjá lögreglu Segir Heiðu hafa átt betra skilið Icelandair aflýsir flugferðum Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Sjá meira