Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Lovísa Arnardóttir skrifar 11. desember 2025 09:55 Daði segir þetta ekki endilega hagræðingu heldur sé þetta réttarbót fyrir almenning frekar. Ríkis spari þarna með því að eltast ekki við smáaura. Vísir/Ívar Fannar Daði Már Kristófersson, fjármála- og efnahagsráðherra, segir það skrautlega framsetningu að segja að fólk sem ofgreiðir skatt eigi ekki eftir að geta fengið endurgreitt frá skattinum hafi það ofgreitt lága upphæð. Það sé verið að bæta réttarstöðu almennings. Daði Már var til viðtals í Bítinu á Bylgjunni í morgun. „Breytingin snýr að því að bæta réttarstöðu almennings ef að fellur einhvers konar niðurstaða eða úrskurður í, til dæmis hjá yfirskattanefnd, að þá á þetta að tryggja almenningi að sér að kostnaðarlausu endurskoðun,“ segir Daði og að þetta snúist ekki um endurgreiðsluna. „Skatturinn endurgreiðir og mun endurgreiða eins og hann hefur gert og meira að segja þó að um sé að ræða óverulegar upphæðir þá mun hann halda því áfram,“ segir Daði. Breytingin lúti að því að fólk geti leitað til yfirskattanefndar sér að kostnaðarlausu en skatturinn geti metið hvort að hann heimili endurupptöku og metur það á grundvelli þess hvort hagsmunir fólks séu miklir eða litlir. Hann tekur dæmi og segir að ef til dæmis falli dómur og fólk telji sig í sambærilegri stöðu þá geti það sótt um endurupptöku en telji skatturinn að hagsmunir fólks séu óverulegir þá getur hann neitað þeim um það. „En það er líka þannig að þetta óverulega gengur í báðar áttir. Skatturinn getur heldur ekki sótt þig fyrir óverulegar upphæðir.“ Hann segir erfitt að setja tölu á „óverulegar upphæðir“. Það verði alltaf metið í tengslum við heildarveltu til dæmis. „Lögaðili sem veltir 50 milljörðum og einstaklingur sem veltir 15 milljónum [milljónum er innsk. blml.] eru ekki alveg í sambærilegri stöðu og hvað er óverulegt? Það er svolítið misjafnt milli þessara tveggja aðila. Þannig að þetta er gert á grundvelli sömu heimildar sem hefur verið í virðisaukaskattslögunum alla tíð, frá 1988. Og ég heyri nú ekki menn kvarta mikið yfir,“ segir hann og að þetta mótist í framkvæmdinni. Fáránlegt að eyða tíma í svo lágar upphæðir „En ég myndi segja fyrir allan almenning að þá þýðir óverulegt svo lítil upphæð að það yrði fáránlegt að eyða mjög miklum tíma í að eltast við að reikna hana.“ Hann segir slík mál reglulega koma upp hjá yfirskattanefndinni. Skattaframkvæmdin verði alltaf smám saman skýrari og skýrari en þegar lög eldist komi nýir úrskurðir og dómaframkvæmd þannig tilfellunum fækki ár frá ári. Hann segir að í dag geti fólk ekki leitað til yfirskattanefnda gjaldfrjálst og það sé verið að breyta því. „En það er bara verið að tryggja það að það sé ekki verið að þvinga skattinn í að reikna upphæðir sem eru svo lágar að það stendur ekki til kostnaðar að eltast við það.“ Sigríður Andersen þingkona Miðflokksins sakaði Daða Má um að lauma þessu inn í löggjöfina en Daði Már segist kannast ekki við það. Réttarbót frekar en hagræðing Daði segir þetta ekki endilega hagræðingu heldur sé þetta réttarbót fyrir almenning frekar. Ríkið spari þarna með því að eltast ekki við smáaura. „Það er það sem er gott fyrir skattinn. Allar stofnanir á Íslandi, skatturinn þar með talinn, eru svona frekar fjársveltar og það er gott að við þurfum ekki eða getum sagt: hér eru svo litlir hagsmunir að það bara tekur því ekki að vera að eltast við þá. En við erum alveg klár á því að við erum alltaf að tala um réttinn til þess að fá endurreikning vegna niðurstöðu í einhverju máli eða dómi sem er falinn. Ekki þetta almenna, þeir fá bara endurgreitt ef þeir eiga eitthvað inni,“ segir hann. Hækkun vörugjalda muni hafa áhrif en ekki veruleg Hvað varðar vörugjaldahækkun á ökutæki sem ganga að hluta eða öllu leyti fyrir jarðefnaeldsneyti sem voru kynntar í október segir Daði Már áhugavert að fylgjast með umræðunni og hvað, til dæmis, margir telja sig vita um bílasölu á næsta ári. Það sé markaður sem sé afar sveiflukenndur. Sem dæmi sé talað um „gríðarlega aukningu“ núna en hann segir að það verði að setja það í samhengi við „gríðarlegan samdrátt“ í fyrra. Bílasalan í ár sé svipuð og 2023 og 2022. Hann segir breytingarnar á vörugjöldunum augljóslega hafa áhrif á bílasölu en vill ekki taka undir spár um að það verði engin bílasala á næsta ári. Hann segir ákveðna bíla lækka í verði því vörugjöld á rafmagnsbíla lækki í núll krónur. Daði segir um 60 prósent bíla sem fjölskyldur á Íslandi kaupi knúna rafmagni. Hann segir Ísland dálítið eins og Noreg í þessu máli. „Þetta er svakalega mikið hagsmunamál fyrir þjóðina vegna þess að við getum framleitt alla okkar orku með umhverfisvænum hætti og þess vegna er svo mikill sparnaður fyrir samfélagið af því að fá fólk til þess að nota hreinorkubíla og við keyrum á íslenskri raforku. Þetta ver okkur fyrir sveiflunum sem eru í olíuverðinu,“ segir hann og að við flytjum mikið inn af henni. Daði Már segir að áhrif hækkunar vörugjaldanna á verðlag almennt hafi verið metin en bílakaup séu óverulegur hluti af daglegri neyslu. Hækkunin hafi verið metin upp á 0,1 prósent. Hvort það hefði þurft meiri fyrirvara segir Daði Már að þessi breyting hafi verið kynnt fyrst af fyrri ríkisstjórn í tengslum við fjármálaáætlun árið 2022. „Kannski les enginn það sem kemur frá Alþingi, en það er ekki eins og þetta hafi komið sem einhver þruma úr heiðskíru lofti og það er svolítið skrítið, finnst mér, að sitja inni á Alþingi og vera hérna sakaður um alls konar óheiðarlega framkomu þegar við erum að fylgja eftir ákvörðun sem raunverulega önnur stjórnvöld tóku,“ segir hann en að núverandi ríkisstjórn taki þessa ákvörðun vitandi um afleiðingar hennar. Hann segir þennan tekjustofn, greiðslur af bílum, bæði notkun þeirra og innkaupum, hafa verið að rýrna alveg rosalega hratt. Þessi hækkun sem sé verið að kynna núna sé að ná mjög litlum hluta af því sem var áður, fyrir tuttugu árum. Hann segir hafa verið setta inn hvata til að kaupa hreinorkubíla og sú þróun hafi gengið miklu hraðar en nokkurn óraði fyrir. Rafmagnsbílar verði ódýrari „En það þýddi að þessi tekjustofn hvarf bara smám saman.“ Hann segir að samhliða niðurfellingu vörugjalda á rafmagnsbíla sé verið að fella niður niðurgreiðslu á þá. Ódýrustu bílarnir muni þannig ekki lækka mikið en dýrari bílarnir muni gera það. Daði segir haustið hafa verið afar sérstakt. Hann segir stjórnvöld hafa miklar áhyggjur en það séu samt líka jákvæð teikn á lofti. „Fjárhagsleg staða Íslands er geysilega sterk, fyrirtækja og einstaklinga. Skuldir heimilanna eru í sögulegu lágmarki, sama með skuldir einstaklinga,“ segir hann en að það sé á sama tíma rétt að það þurfi að blása til sóknar. Þörf á fjárfestingum og nýsköpun „Það hefur of lítið gerst núna, frá svona 2017. Það hefur of lítið gerst í uppbyggingu á útflutningsatvinnuvegum,“ segir hann og að það sé þörf á að fara í bæði fjárfestingar og nýsköpun. Háir vextir þýði að Seðlabankinn hafi gríðarlegt svigrúm til þess að örva efnahagslífið með því að lækka vexti. Það þurfi að örva fjárfestingu og það gerist ekki síst með því að lækka vextina. „En ég held líka að ytri stöðugleikinn skipti miklu máli, að gengið sé þokkalega stöðugt. Af því að við sáum það á tímabilinu frá svona 2010-12 til 2017, að þá varð gríðarleg aukning í útflutningi á Íslandi,“ segir hann og að þá hafi aukist mjög útflutningur á hugviti sem byggi á fólki og viti þeirra. Þessi útflutningur sé viðkvæmur fyrir sveiflum og háu gengi. Daði Már segist mjög upptekinn af því að ná jafnvægi í ríkisfjármálunum og segist taka niðurstöður slíkrar könnunar alvarlega en það verði að líta til þess að hvert áfallið hafi dunið yfir okkur á fætur öðru. „Það eru forréttindi að vera fjármálaráðherra á Íslandi vegna þess að Íslendingar eru einhvern veginn, þeir eru bestir þegar ástandið er svartast.“ Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Skattar, tollar og gjöld Bílar Efnahagsmál Fjármál heimilisins Verðlag Seðlabankinn Alþingi Mest lesið Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Viðskipti innlent Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Viðskipti innlent Jóla jóla stemningin: Elsti í heiðurshópnum 90 ára Atvinnulíf Spá aukinni verðbólgu um jólin Viðskipti innlent Ætlar að endurreisa Niceair Viðskipti innlent Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar Viðskipti innlent Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu Viðskipti innlent Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Viðskipti innlent Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Viðskipti innlent Lofar að koma böndum á CNN Viðskipti erlent Fleiri fréttir Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Kaffi Ó-le opið á ný Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Sjá meira
„Breytingin snýr að því að bæta réttarstöðu almennings ef að fellur einhvers konar niðurstaða eða úrskurður í, til dæmis hjá yfirskattanefnd, að þá á þetta að tryggja almenningi að sér að kostnaðarlausu endurskoðun,“ segir Daði og að þetta snúist ekki um endurgreiðsluna. „Skatturinn endurgreiðir og mun endurgreiða eins og hann hefur gert og meira að segja þó að um sé að ræða óverulegar upphæðir þá mun hann halda því áfram,“ segir Daði. Breytingin lúti að því að fólk geti leitað til yfirskattanefndar sér að kostnaðarlausu en skatturinn geti metið hvort að hann heimili endurupptöku og metur það á grundvelli þess hvort hagsmunir fólks séu miklir eða litlir. Hann tekur dæmi og segir að ef til dæmis falli dómur og fólk telji sig í sambærilegri stöðu þá geti það sótt um endurupptöku en telji skatturinn að hagsmunir fólks séu óverulegir þá getur hann neitað þeim um það. „En það er líka þannig að þetta óverulega gengur í báðar áttir. Skatturinn getur heldur ekki sótt þig fyrir óverulegar upphæðir.“ Hann segir erfitt að setja tölu á „óverulegar upphæðir“. Það verði alltaf metið í tengslum við heildarveltu til dæmis. „Lögaðili sem veltir 50 milljörðum og einstaklingur sem veltir 15 milljónum [milljónum er innsk. blml.] eru ekki alveg í sambærilegri stöðu og hvað er óverulegt? Það er svolítið misjafnt milli þessara tveggja aðila. Þannig að þetta er gert á grundvelli sömu heimildar sem hefur verið í virðisaukaskattslögunum alla tíð, frá 1988. Og ég heyri nú ekki menn kvarta mikið yfir,“ segir hann og að þetta mótist í framkvæmdinni. Fáránlegt að eyða tíma í svo lágar upphæðir „En ég myndi segja fyrir allan almenning að þá þýðir óverulegt svo lítil upphæð að það yrði fáránlegt að eyða mjög miklum tíma í að eltast við að reikna hana.“ Hann segir slík mál reglulega koma upp hjá yfirskattanefndinni. Skattaframkvæmdin verði alltaf smám saman skýrari og skýrari en þegar lög eldist komi nýir úrskurðir og dómaframkvæmd þannig tilfellunum fækki ár frá ári. Hann segir að í dag geti fólk ekki leitað til yfirskattanefnda gjaldfrjálst og það sé verið að breyta því. „En það er bara verið að tryggja það að það sé ekki verið að þvinga skattinn í að reikna upphæðir sem eru svo lágar að það stendur ekki til kostnaðar að eltast við það.“ Sigríður Andersen þingkona Miðflokksins sakaði Daða Má um að lauma þessu inn í löggjöfina en Daði Már segist kannast ekki við það. Réttarbót frekar en hagræðing Daði segir þetta ekki endilega hagræðingu heldur sé þetta réttarbót fyrir almenning frekar. Ríkið spari þarna með því að eltast ekki við smáaura. „Það er það sem er gott fyrir skattinn. Allar stofnanir á Íslandi, skatturinn þar með talinn, eru svona frekar fjársveltar og það er gott að við þurfum ekki eða getum sagt: hér eru svo litlir hagsmunir að það bara tekur því ekki að vera að eltast við þá. En við erum alveg klár á því að við erum alltaf að tala um réttinn til þess að fá endurreikning vegna niðurstöðu í einhverju máli eða dómi sem er falinn. Ekki þetta almenna, þeir fá bara endurgreitt ef þeir eiga eitthvað inni,“ segir hann. Hækkun vörugjalda muni hafa áhrif en ekki veruleg Hvað varðar vörugjaldahækkun á ökutæki sem ganga að hluta eða öllu leyti fyrir jarðefnaeldsneyti sem voru kynntar í október segir Daði Már áhugavert að fylgjast með umræðunni og hvað, til dæmis, margir telja sig vita um bílasölu á næsta ári. Það sé markaður sem sé afar sveiflukenndur. Sem dæmi sé talað um „gríðarlega aukningu“ núna en hann segir að það verði að setja það í samhengi við „gríðarlegan samdrátt“ í fyrra. Bílasalan í ár sé svipuð og 2023 og 2022. Hann segir breytingarnar á vörugjöldunum augljóslega hafa áhrif á bílasölu en vill ekki taka undir spár um að það verði engin bílasala á næsta ári. Hann segir ákveðna bíla lækka í verði því vörugjöld á rafmagnsbíla lækki í núll krónur. Daði segir um 60 prósent bíla sem fjölskyldur á Íslandi kaupi knúna rafmagni. Hann segir Ísland dálítið eins og Noreg í þessu máli. „Þetta er svakalega mikið hagsmunamál fyrir þjóðina vegna þess að við getum framleitt alla okkar orku með umhverfisvænum hætti og þess vegna er svo mikill sparnaður fyrir samfélagið af því að fá fólk til þess að nota hreinorkubíla og við keyrum á íslenskri raforku. Þetta ver okkur fyrir sveiflunum sem eru í olíuverðinu,“ segir hann og að við flytjum mikið inn af henni. Daði Már segir að áhrif hækkunar vörugjaldanna á verðlag almennt hafi verið metin en bílakaup séu óverulegur hluti af daglegri neyslu. Hækkunin hafi verið metin upp á 0,1 prósent. Hvort það hefði þurft meiri fyrirvara segir Daði Már að þessi breyting hafi verið kynnt fyrst af fyrri ríkisstjórn í tengslum við fjármálaáætlun árið 2022. „Kannski les enginn það sem kemur frá Alþingi, en það er ekki eins og þetta hafi komið sem einhver þruma úr heiðskíru lofti og það er svolítið skrítið, finnst mér, að sitja inni á Alþingi og vera hérna sakaður um alls konar óheiðarlega framkomu þegar við erum að fylgja eftir ákvörðun sem raunverulega önnur stjórnvöld tóku,“ segir hann en að núverandi ríkisstjórn taki þessa ákvörðun vitandi um afleiðingar hennar. Hann segir þennan tekjustofn, greiðslur af bílum, bæði notkun þeirra og innkaupum, hafa verið að rýrna alveg rosalega hratt. Þessi hækkun sem sé verið að kynna núna sé að ná mjög litlum hluta af því sem var áður, fyrir tuttugu árum. Hann segir hafa verið setta inn hvata til að kaupa hreinorkubíla og sú þróun hafi gengið miklu hraðar en nokkurn óraði fyrir. Rafmagnsbílar verði ódýrari „En það þýddi að þessi tekjustofn hvarf bara smám saman.“ Hann segir að samhliða niðurfellingu vörugjalda á rafmagnsbíla sé verið að fella niður niðurgreiðslu á þá. Ódýrustu bílarnir muni þannig ekki lækka mikið en dýrari bílarnir muni gera það. Daði segir haustið hafa verið afar sérstakt. Hann segir stjórnvöld hafa miklar áhyggjur en það séu samt líka jákvæð teikn á lofti. „Fjárhagsleg staða Íslands er geysilega sterk, fyrirtækja og einstaklinga. Skuldir heimilanna eru í sögulegu lágmarki, sama með skuldir einstaklinga,“ segir hann en að það sé á sama tíma rétt að það þurfi að blása til sóknar. Þörf á fjárfestingum og nýsköpun „Það hefur of lítið gerst núna, frá svona 2017. Það hefur of lítið gerst í uppbyggingu á útflutningsatvinnuvegum,“ segir hann og að það sé þörf á að fara í bæði fjárfestingar og nýsköpun. Háir vextir þýði að Seðlabankinn hafi gríðarlegt svigrúm til þess að örva efnahagslífið með því að lækka vexti. Það þurfi að örva fjárfestingu og það gerist ekki síst með því að lækka vextina. „En ég held líka að ytri stöðugleikinn skipti miklu máli, að gengið sé þokkalega stöðugt. Af því að við sáum það á tímabilinu frá svona 2010-12 til 2017, að þá varð gríðarleg aukning í útflutningi á Íslandi,“ segir hann og að þá hafi aukist mjög útflutningur á hugviti sem byggi á fólki og viti þeirra. Þessi útflutningur sé viðkvæmur fyrir sveiflum og háu gengi. Daði Már segist mjög upptekinn af því að ná jafnvægi í ríkisfjármálunum og segist taka niðurstöður slíkrar könnunar alvarlega en það verði að líta til þess að hvert áfallið hafi dunið yfir okkur á fætur öðru. „Það eru forréttindi að vera fjármálaráðherra á Íslandi vegna þess að Íslendingar eru einhvern veginn, þeir eru bestir þegar ástandið er svartast.“
Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Skattar, tollar og gjöld Bílar Efnahagsmál Fjármál heimilisins Verðlag Seðlabankinn Alþingi Mest lesið Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Viðskipti innlent Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Viðskipti innlent Jóla jóla stemningin: Elsti í heiðurshópnum 90 ára Atvinnulíf Spá aukinni verðbólgu um jólin Viðskipti innlent Ætlar að endurreisa Niceair Viðskipti innlent Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar Viðskipti innlent Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu Viðskipti innlent Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Viðskipti innlent Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Viðskipti innlent Lofar að koma böndum á CNN Viðskipti erlent Fleiri fréttir Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Kaffi Ó-le opið á ný Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Sjá meira