Innlent

Breiðholtsbrautin opin á ný

Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar
Um tíma var lokað fyrir umferð um Breiðholtsbraut.
Um tíma var lokað fyrir umferð um Breiðholtsbraut. Vísir/Vilhelm

Breiðholtsbrautinni var lokað fyrr í dag eftir að vörubifreið var ekið á undirstöður nýrrar brúar. Engin slys urðu á fólki.

Atvikið átti sér stað í morgun en Árni Friðleifsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn í umferðardeild Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, segir að fyrir slysni hafi vörubifreið verið með pallinn uppi. Þegar pallurinn lenti á brúnni rifnaði hann af. 

Opnað var aftur fyrir umferð um Breiðholtsbrautina rétt fyrir klukkan sjö samkvæmt vef Vegagerð

„Athugið að hæðartakmarkanir eru enn 4 metrar. Mjög mikilvægt er að verktakar, flutningsaðilar sem og aðrir virði hæðartakmarkanir,“ segir á vefnum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×