Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 9. desember 2025 22:00 Ólafur Þ. Harðarson er prófessor í stjórnmálafræði. Vísir/Ívar Fannar Ólafur Þ. Harðarson, prófessor emeritus í stjórnmálafræði, segir borgarstjóra ekki þurfa að hafa miklar áhyggjur þótt hún mælist ekki sem einn af vinsælustu borgarfulltrúunum. Það sé algengt meðal Reykvíkinga að vera óánægðir með bæði meiri- og minnihluta borgarstjórnar. Ný könnun Maskínu sýnir að einungis sextán prósent Reykvíkinga séu ánægðir með störf Heiðu Bjargar Hilmisdóttur borgarstjóra. Ánægja með störf borgarstjórans hefur ekki mælst jafn lág í þrjú ár. Hins vegar segist helmingur vera óánægður með störf Heiðu Bjargar, en óánægjan mældist mest síðustu þrjú ár þegar Dagur B. Eggertsson gegndi embætti borgarstjóra. „Við erum búin að vera með þrjá borgarstjóra á þessu tímabili og það virðist vera almenn tilhneiging að borgarbúar séu gagnrýnir borgarstjórann,“ segir Ólafur. „Menn eiga alltaf að taka til sín svona niðurstöður. Hins vegar ef við skoðum þessa mynd í heild þá er það þannig líka allan tímann að það eru miklu fleiri óánægðir með borgarstjórann heldur en ánægðir. Sá sem kemur best út ef við skoðum bara vinsældirnar er Dagur B. Eggertsson en tölurnar fyrir hana Heiðu eru gróft tekið, mjög svipaðar og þær voru fyrir Einar Þorsteinsson. Þarna eru engin heljarstökk á ferðinni.“ Óánægðir Reykvíkingar „Ef við skoðum myndirnar, fyrst myndirnar af afstöðunni til meirihlutans, þá sjáum við að allt síðasta kjörtímabil hafa miklu fleiri verið óánægðir með meirihlutann en þeir sem eru ánægðir. Það hefur í sjálfu sér nánast engin breyting orðið núna,“ segir Ólafur. Óánægja með störf meirihlutans mældist um 51 prósent og ánægjan um átján prósent. Ellefu prósent segjast ánægð með störf minnihlutans og 47 prósent óánægð. „Ef við skoðum minnihlutann þar sama sagan þar, það sem er merkilegast er að það eru fleiri sem eru óánægðir, eða öllu heldur enn færri sem eru ánægðir með minnihlutann en það sem slær sérstaklega er hversu stöðugt þetta er allt tímabilið,“ segir hann. „Þannig að Reykvíkingar eru óánægðir með meirihlutann sinn og óánægðir með minnihlutann sinn og þetta hefur ekki breyst síðustu fjögur árin.“ Vinsældir borgarfulltrúa segi ekkert til um fylgi Einnig voru þátttakendur í könnunni spurðir hver vinsælasti borgarfulltrúinn sé og trónir Sanna Magdalena Mörtudóttir, oddviti Sósíalista, á toppnum. Þar á eftir kemur Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins. Ólafur segir vinsældir einstakra borgarfulltrúa ekkert segja til um fylgi flokkanna. „Sanna Magdalena hefur lengi mælst sem vinsælasti borgarfulltrúinn, í síðustu borgarstjórnarkosningum fékk hennar flokkur tæplega átta prósent. Hildur er að mælast með þarna 21 prósent, hennar flokkur mælist núna með 31 prósent og bæði hún og flokkurinn hafa hækkað í síðustu könnunum.“ Einar Þorsteinsson, oddviti Framsóknarflokksins, er í þriðja sæti yfir vinsælustu borgarfulltrúana. Dóra Björt Guðjónsdóttir, oddviti Pírata, er í því fjórða. „Síðan kemur Einar með níu prósent og flokkurinn hans er að mælast með á milli fjögur og fimm prósent. Heiða Björg kemst ekki á þennan topplista yfir besta borgarfulltrúann en ég myndu nú ekki hafa í hennar sporum sérstakar áhyggjur af því á meðan þessi könnun gefur flokkum hennar 26 prósent en flokkurinn fékk tuttugu prósent í síðustu kosningum. Fylgi flokksins er aðalatriðið.“ Reykjavík Borgarstjórn Skoðanakannanir Sósíalistaflokkurinn Framsóknarflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Samfylkingin Píratar Mest lesið Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Innlent „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Innlent Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Innlent Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Innlent Fleiri fréttir Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Sjá meira
Ný könnun Maskínu sýnir að einungis sextán prósent Reykvíkinga séu ánægðir með störf Heiðu Bjargar Hilmisdóttur borgarstjóra. Ánægja með störf borgarstjórans hefur ekki mælst jafn lág í þrjú ár. Hins vegar segist helmingur vera óánægður með störf Heiðu Bjargar, en óánægjan mældist mest síðustu þrjú ár þegar Dagur B. Eggertsson gegndi embætti borgarstjóra. „Við erum búin að vera með þrjá borgarstjóra á þessu tímabili og það virðist vera almenn tilhneiging að borgarbúar séu gagnrýnir borgarstjórann,“ segir Ólafur. „Menn eiga alltaf að taka til sín svona niðurstöður. Hins vegar ef við skoðum þessa mynd í heild þá er það þannig líka allan tímann að það eru miklu fleiri óánægðir með borgarstjórann heldur en ánægðir. Sá sem kemur best út ef við skoðum bara vinsældirnar er Dagur B. Eggertsson en tölurnar fyrir hana Heiðu eru gróft tekið, mjög svipaðar og þær voru fyrir Einar Þorsteinsson. Þarna eru engin heljarstökk á ferðinni.“ Óánægðir Reykvíkingar „Ef við skoðum myndirnar, fyrst myndirnar af afstöðunni til meirihlutans, þá sjáum við að allt síðasta kjörtímabil hafa miklu fleiri verið óánægðir með meirihlutann en þeir sem eru ánægðir. Það hefur í sjálfu sér nánast engin breyting orðið núna,“ segir Ólafur. Óánægja með störf meirihlutans mældist um 51 prósent og ánægjan um átján prósent. Ellefu prósent segjast ánægð með störf minnihlutans og 47 prósent óánægð. „Ef við skoðum minnihlutann þar sama sagan þar, það sem er merkilegast er að það eru fleiri sem eru óánægðir, eða öllu heldur enn færri sem eru ánægðir með minnihlutann en það sem slær sérstaklega er hversu stöðugt þetta er allt tímabilið,“ segir hann. „Þannig að Reykvíkingar eru óánægðir með meirihlutann sinn og óánægðir með minnihlutann sinn og þetta hefur ekki breyst síðustu fjögur árin.“ Vinsældir borgarfulltrúa segi ekkert til um fylgi Einnig voru þátttakendur í könnunni spurðir hver vinsælasti borgarfulltrúinn sé og trónir Sanna Magdalena Mörtudóttir, oddviti Sósíalista, á toppnum. Þar á eftir kemur Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins. Ólafur segir vinsældir einstakra borgarfulltrúa ekkert segja til um fylgi flokkanna. „Sanna Magdalena hefur lengi mælst sem vinsælasti borgarfulltrúinn, í síðustu borgarstjórnarkosningum fékk hennar flokkur tæplega átta prósent. Hildur er að mælast með þarna 21 prósent, hennar flokkur mælist núna með 31 prósent og bæði hún og flokkurinn hafa hækkað í síðustu könnunum.“ Einar Þorsteinsson, oddviti Framsóknarflokksins, er í þriðja sæti yfir vinsælustu borgarfulltrúana. Dóra Björt Guðjónsdóttir, oddviti Pírata, er í því fjórða. „Síðan kemur Einar með níu prósent og flokkurinn hans er að mælast með á milli fjögur og fimm prósent. Heiða Björg kemst ekki á þennan topplista yfir besta borgarfulltrúann en ég myndu nú ekki hafa í hennar sporum sérstakar áhyggjur af því á meðan þessi könnun gefur flokkum hennar 26 prósent en flokkurinn fékk tuttugu prósent í síðustu kosningum. Fylgi flokksins er aðalatriðið.“
Reykjavík Borgarstjórn Skoðanakannanir Sósíalistaflokkurinn Framsóknarflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Samfylkingin Píratar Mest lesið Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Innlent „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Innlent Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Innlent Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Innlent Fleiri fréttir Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Sjá meira