Þegar fjárlögin vinna gegn markmiðinu Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar 8. desember 2025 14:02 Fjárlög eru eitt mikilvægasta stýritæki stjórnvalda – sérstaklega þegar efnahagshorfur versna. En fjárlög 2026, eins og þau liggja fyrir, skortir nauðsynlega varfærni og byggja á veikum forsendum á tíma þegar hagvöxtur 2025 er langt undir væntingum og 2026 gæti reynst enn erfiðara ár. Í slíkri stöðu þarf skýrari forgangsröðun, meira aðhald og traustari áætlanagerð. Þess í stað blasir við útgjaldaaukning í sögulegu hámarki: 143 milljarðar milli ára af um 1.600 milljarða útgjöldum. Um leið eru vaxtagjöld komin í nýjar hæðir og hallinn verður áfram verulegur. Þetta vinnur gegn stöðugleika þegar þörfin er mest. Trúverðugleiki ríkisfjármála – lykillinn að lægri vöxtum og verðbólgu Það sem skiptir þó mestu er trúverðugleiki ríkisfjármála. Ríkisfjármálin eru lykilþáttur í því að ná niður verðbólgu og skapa skilyrði til vaxtalækkana. Þegar útgjöld vaxa hratt, forsendur eru óhóflega bjartsýnar og halli viðvarandi dregur það úr trúverðugleika efnahagsstefnunnar. Afleiðingin getur orðið sú að verðbólguvæntingar haldast þrálátar og vaxtaálag verði hærra en ella. Ef markmiðið er að létta vaxtabyrði heimila og fyrirtækja þarf fjárlagagerðin að styðja við það markmið – ekki vinna gegn því. Varasjóðurinn í lágmarki – minni viðnámskraftur gegn áföllum Sérstaklega vekur athygli að almennur varasjóður ríkissjóðs er skorinn niður í um 1% – sem er lágmark samkvæmt lögum um opinber fjármál. Það er gert á sama tíma og áhættur í efnahagslífinu hafa aukist, bæði heima og erlendis. Varasjóður er öryggisnet þegar forsendur bresta. Að halda honum í lágmarki við þessar aðstæður er ákvörðun sem veikir getu ríkisins til að bregðast við óvæntum áföllum. Minnkandi trúverðugleiki ríkisfjármála Þá er svigrúm stöðugleikareglunnar nýtt til fulls og hætt við að hún standist ekki þegar samspil útgjalda og tekna er metið. Þegar reglur um ábyrga hagstjórn eru teygðar í botn, rýrnar trúverðugleiki ríkisfjármála – og sá trúverðugleiki er forsenda þess að peningastefnan geti skilað árangri með lægri vöxtum. Vandinn er ekki aðeins tölulegur heldur líka kerfislægur: of víða eru markmið fjárlaga óljós og illa mælanleg, sem veikir getu Alþingis til að sinna fjárstjórnarhlutverki sínu. Fjárlög eiga að segja skýrt hvaða árangri er stefnt að – annars er Alþingi svipt raunhæfum grunni til að meta forgangsröðun og fylgja eftir framkvæmd. Niðurstaða Við þurfum fjárlög sem endurspegla efnahagslegan veruleika: meiri varfærni, burðugri varasjóð, skýrari markmið og raunhæfari forsendur. Fjárlög 2026 verða að draga úr áhættu – og vera hluti af lausninni til að ná niður verðbólgu og vöxtum, ekki þáttur í því að festa vandann í sessi. Höfundur er formaður Framsóknar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurður Ingi Jóhannsson Framsóknarflokkurinn Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Fjárlagafrumvarp 2026 Rekstur hins opinbera Mest lesið Ný nálgun á foreldrasamstarf Valgeir Þór Jakobsson Skoðun Skóli án aðgreiningar: martraðarkenndur draumur Gunnar Salvarsson Skoðun Að finna upp hjólið! Sigfús Aðaslsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Íslands fullorðnu synir Hannes Pétursson Skoðun Vinnufriður Eyþór Arnalds Skoðun Klípa forsetaembættisins Þorsteinn Pálsson Fastir pennar Njótum hátíðanna Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Rannsóknir í ferðaþjónustu Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir Skoðun VG á tímamótum Fastir pennar Ölþingi Lára G. Sigurðardóttir Bakþankar Skoðun Skoðun Að hamstra húsnæði Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Heilnæmt umhverfi – má brjóta verkefnið upp? Pétur Halldórsson skrifar Skoðun Fyrir heimabæinn minn Hilmar Gunnarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: aðferð til að tryggja mannréttindi Anna Lára Steindal,Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Hjóla – og göngustígar í Reykjavík: Metnaður á pappír, en brotakennd framkvæmd Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Þegar kristin trú er sögð án krossins — Hvar sagan byrjar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hver er sinnar gæfu smiður, hver er næstur sjálfum sér Jón Þór Júlíusson skrifar Skoðun Samráðsleysi um atvinnuleysistryggingar er feigðarflan Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Gefum íslensku séns Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ný nálgun á foreldrasamstarf Valgeir Þór Jakobsson skrifar Skoðun Hvenær er það besta nógu gott? Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð íslenskrar líftækni Jens Bjarnason skrifar Skoðun Sjókvíaeldi og framtíð villta laxins Brynjar Arnarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: martraðarkenndur draumur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Trump „verður að fá“ Grænland fyrir Elon Musk, ekki vegna þjóðaröryggis Bandaríkjanna Page Wilson skrifar Skoðun Þegar Píratar vöruðu okkur við Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Farsismi Trumps Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Að finna upp hjólið! Sigfús Aðaslsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Sjókvíaeldið: Höfuðstól náttúrunnar fórnað fyrir skammtímagróða Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Um uppbyggingu og starfsemi Arctic Adventures við Skaftafell Ásgeir Baldurs skrifar Skoðun Orkuskipti í orði – ekki á borði Hildur Hauksdóttir skrifar Skoðun Fiskeldi til framtíðar Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Dómarar í vitnastúku Hilmar Garðars Þorsteinsson skrifar Skoðun Uppbygging á Blikastöðum Anna Sigríður Guðnadóttir skrifar Skoðun Traust fjarskipti eru þjóðaröryggismál Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Að vilja ekki borga fyrir félagslega þjónustu Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Stóru málin: Börn í leikskólum, ekki á biðlistum Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Ísland einn jaðar á einum stað? Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Ný rannsókn með stórfrétt? Björn Ólafsson skrifar Skoðun Eru kórallar á leið í sögubækurnar? Jean-Rémi Chareyre skrifar Sjá meira
Fjárlög eru eitt mikilvægasta stýritæki stjórnvalda – sérstaklega þegar efnahagshorfur versna. En fjárlög 2026, eins og þau liggja fyrir, skortir nauðsynlega varfærni og byggja á veikum forsendum á tíma þegar hagvöxtur 2025 er langt undir væntingum og 2026 gæti reynst enn erfiðara ár. Í slíkri stöðu þarf skýrari forgangsröðun, meira aðhald og traustari áætlanagerð. Þess í stað blasir við útgjaldaaukning í sögulegu hámarki: 143 milljarðar milli ára af um 1.600 milljarða útgjöldum. Um leið eru vaxtagjöld komin í nýjar hæðir og hallinn verður áfram verulegur. Þetta vinnur gegn stöðugleika þegar þörfin er mest. Trúverðugleiki ríkisfjármála – lykillinn að lægri vöxtum og verðbólgu Það sem skiptir þó mestu er trúverðugleiki ríkisfjármála. Ríkisfjármálin eru lykilþáttur í því að ná niður verðbólgu og skapa skilyrði til vaxtalækkana. Þegar útgjöld vaxa hratt, forsendur eru óhóflega bjartsýnar og halli viðvarandi dregur það úr trúverðugleika efnahagsstefnunnar. Afleiðingin getur orðið sú að verðbólguvæntingar haldast þrálátar og vaxtaálag verði hærra en ella. Ef markmiðið er að létta vaxtabyrði heimila og fyrirtækja þarf fjárlagagerðin að styðja við það markmið – ekki vinna gegn því. Varasjóðurinn í lágmarki – minni viðnámskraftur gegn áföllum Sérstaklega vekur athygli að almennur varasjóður ríkissjóðs er skorinn niður í um 1% – sem er lágmark samkvæmt lögum um opinber fjármál. Það er gert á sama tíma og áhættur í efnahagslífinu hafa aukist, bæði heima og erlendis. Varasjóður er öryggisnet þegar forsendur bresta. Að halda honum í lágmarki við þessar aðstæður er ákvörðun sem veikir getu ríkisins til að bregðast við óvæntum áföllum. Minnkandi trúverðugleiki ríkisfjármála Þá er svigrúm stöðugleikareglunnar nýtt til fulls og hætt við að hún standist ekki þegar samspil útgjalda og tekna er metið. Þegar reglur um ábyrga hagstjórn eru teygðar í botn, rýrnar trúverðugleiki ríkisfjármála – og sá trúverðugleiki er forsenda þess að peningastefnan geti skilað árangri með lægri vöxtum. Vandinn er ekki aðeins tölulegur heldur líka kerfislægur: of víða eru markmið fjárlaga óljós og illa mælanleg, sem veikir getu Alþingis til að sinna fjárstjórnarhlutverki sínu. Fjárlög eiga að segja skýrt hvaða árangri er stefnt að – annars er Alþingi svipt raunhæfum grunni til að meta forgangsröðun og fylgja eftir framkvæmd. Niðurstaða Við þurfum fjárlög sem endurspegla efnahagslegan veruleika: meiri varfærni, burðugri varasjóð, skýrari markmið og raunhæfari forsendur. Fjárlög 2026 verða að draga úr áhættu – og vera hluti af lausninni til að ná niður verðbólgu og vöxtum, ekki þáttur í því að festa vandann í sessi. Höfundur er formaður Framsóknar.
Skoðun Skóli án aðgreiningar: aðferð til að tryggja mannréttindi Anna Lára Steindal,Katarzyna Kubiś skrifar
Skoðun Hjóla – og göngustígar í Reykjavík: Metnaður á pappír, en brotakennd framkvæmd Gunnar Einarsson skrifar
Skoðun Trump „verður að fá“ Grænland fyrir Elon Musk, ekki vegna þjóðaröryggis Bandaríkjanna Page Wilson skrifar
Skoðun Sjókvíaeldið: Höfuðstól náttúrunnar fórnað fyrir skammtímagróða Stefán Jón Hafstein skrifar