Það þarf ekki krísu til að reka borg af ábyrgð Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar 3. desember 2025 12:47 Það þarf engin áföll eða krísur til að reka Reykjavíkurborg af ábyrgð. Það þarf bara heilbrigðan, stöðugan rekstur og kjark til að taka ákvarðanir sem hafa áhrif til langs tíma. Þess vegna furðaði það mig í gær, að heyra borgarstjóra tala í borgarstjórn eins og allar tillögur um aðhald og sölu eigna séu viðbrögð við einhverju neyðarástandi. Þær eru það ekki. Þær eru einfaldlega skynsamlegar og nauðsynlegar ákvarðanir sem góð stjórnsýsla krefst. Við í Viðreisn höfum árum saman lagt fram tillögur sem eru skynsamar, framkvæmanlegar og fjárhagslega ábyrgar, án þess að þurfa blaðamannafundi eða glitrandi glærusýningar til að styðja við þær. Við leggjum til lausnir sem hægt er að hrinda í framkvæmd strax og skapa raunverulegt svigrúm til að bæta þjónustu við borgarbúa. Það er okkar hlutverk. Við erum ekki lögst í kosningabaráttu, við viljum sýna ábyrgð og stilla af rekstur borgarinnar til langrar framtíðar. 20 milljarðar skipta máli Breytingartillögur okkar við fjárhagsáætlun sýna svart á hvítu að hægt er að ná fram allt að 20 milljarða króna áhrifum á fimm ára tímabili. Þar af: 10 milljarðar króna í lægri rekstrarkostnaði, 10 milljarðar króna í söluhagnað sem geta lækkað skuldir, sem skapar rými til fjárfestinga án vaxtakostnaðar. Þetta er ekki flókið. Þetta er bara ábyrg fjármálastjórn. Við leggjum til sölu eigna sem borgin þarf ekki að eiga, því Reykjavíkurborg á ekki að vera föst í rekstri sem einkaaðilar sinna betur. Með því losum við borgina undan viðhaldskostnaði, fáum einskiptistekjur fyrir söluna og getum sett fjármagn í leikskóla, samgöngur og innviðauppbyggingu. Að lækka miðlægan kostnað er lágmark Þrátt fyrir að margir tali um aðhald eru fáir reiðubúnir að framkvæma það. Í Reykjavík er launahlutfall miðlægrar stjórnsýslu af heildarlaunahlutfalli 8%, sem er yfir landsmeðaltali. Þetta eru störf sem eru ekki í framlínunni, ekki í beinni þjónustu við íbúa. Þessi prósenta á að vera 6% á mínu mati. Að ná því markmiði myndi lækka kostnað um 2,7 milljarða króna á ársgrundvelli, eða um 10 milljarða á fimm árum. Þetta er raunhæft, framkvæmanlegt og byggt á gögnum frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga. Það sem vantar er kjarkur. Pólitíkin er íhaldssöm, kerfislæg og of oft hrædd við að taka á því sem þarf. Þessi tvö prósent eru táknræn fyrir stærra vandamál. Kerfið vex og vex án þess að spurt sé hvort það sé að skila betri þjónustu. Við í Viðreisn viljum snúa þessu við. Einfaldar, skýrar og framkvæmanlegar aðgerðir Tillögur okkar eru fimm og allar byggðar á reynslu og gagnreyndum rekstrarreglum: Lækka miðlæga stjórnsýslu í 6% sem sparar tæplega 10 milljarða á fimm árum. Leggja niður mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu frá júní 2026. Sparar 1,2 milljarða á tímabilinu. Selja Malbikunarstöðina Höfða. Söluhagnaður áætlaður 2–2,5 milljarðar. Selja fasteignir sem borgin á ekki að eiga s.s.Tjarnargötu 20, Lindargötu 51 og Iðnó; söluhagnaður áætlaður um 1–1,2 milljarðar. Selja bílastæðahús borgarinnar, áætlaður söluhagnaður 5,8–6,6 milljarðar. Allt eru þetta eðlilegar, ábyrgar tillögur sem myndu bæta rekstur borgarinnar án þess að skerða þjónustu. Þvert á móti myndu þær skapa rými til að efla hana. Kjarkur skiptir máli Ég hvet borgarstjórn til dáða. Nú er tíminn til að sýna kjark, halda fókus og standa við stóru orðin sem gjarnan eru sögð í kosningabaráttu. Það er auðvelt að vera stór í orði. Það er erfiðara að vera stór í verki. Við í Viðreisn erum tilbúin að stíga þessi skref með heiðarleika og ábyrgð. Við hlökkum til kosningabaráttunnar en þangað til munum við einbeita okkur að því sem skiptir máli, að Reykjavíkurborg sé rekin af skynsemi, ábyrgð og virðingu fyrir skattfé borgarbúa. Höfundur er oddviti Viðreisnar í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun: Sveitarstjórnarkosningar 2026 Reykjavík Borgarstjórn Mest lesið Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun Stúdentapólitík er pólitík Ármann Leifsson Skoðun Getum við munað Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir Skoðun Enn má Daði leiðrétta Skoðun Læra börn stafi og hljóð í Byrjendalæsi? Rannveig Oddsdóttir Skoðun Hundrað–múrinn rofinn! Anna Björg Jónsdóttir Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson Skoðun Eru íþróttamenn heimskir? Gunnar Björgvinsson Skoðun Skoðun Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar Skoðun Setjum ekki skátastarf á varamannabekkinn Óskar Eiríksson skrifar Skoðun Björg fyrir Reykvíkinga Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir,Þórey Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Enn má Daði leiðrétta skrifar Skoðun Ég sá Jesú í fréttunum Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Ógnarstjórn talmafíunnar Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Hundrað–múrinn rofinn! Anna Björg Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert stefnum við? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Hrunamannahreppur 5 - Kópavogur 0 Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Nýja kvótakerfið hennar Hönnu Katrínar Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Skipulag á að þjóna fólki, ekki pólitískum prinsippum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Eru íþróttamenn heimskir? Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Að grípa fólk í tíma – forvarnir sem virka á vinnumarkaði Guðrún Rakel Eiríksdóttir skrifar Skoðun Áhrif mín á daglegt líf og störf Stefáns Eiríkssonar Eyrún Magnúsdóttir skrifar Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Árangur byrjar í starfsmannahópnum Jana Katrín Knútsdóttir skrifar Skoðun Stúdentapólitík er pólitík Ármann Leifsson skrifar Skoðun Læra börn stafi og hljóð í Byrjendalæsi? Rannveig Oddsdóttir skrifar Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Árangur Dana í loftslagsmálum margfalt betri en Íslendinga Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Fyrir hverja eru leikskólar María Ellen Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hnefaleikameistarinn sem hefur aldrei keppt Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Getum við munað Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Fjölsmiðjan í 25 ár: Samfélagsleg fjárfesting sem borgar sig margfalt Davíð Bergmann skrifar Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Flótti ríkisstjórnarinnar frá Flóttamannavegi Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hvernig byggjum við upp hágæða almenningssamgöngur? Þórir Garðarsson skrifar Sjá meira
Það þarf engin áföll eða krísur til að reka Reykjavíkurborg af ábyrgð. Það þarf bara heilbrigðan, stöðugan rekstur og kjark til að taka ákvarðanir sem hafa áhrif til langs tíma. Þess vegna furðaði það mig í gær, að heyra borgarstjóra tala í borgarstjórn eins og allar tillögur um aðhald og sölu eigna séu viðbrögð við einhverju neyðarástandi. Þær eru það ekki. Þær eru einfaldlega skynsamlegar og nauðsynlegar ákvarðanir sem góð stjórnsýsla krefst. Við í Viðreisn höfum árum saman lagt fram tillögur sem eru skynsamar, framkvæmanlegar og fjárhagslega ábyrgar, án þess að þurfa blaðamannafundi eða glitrandi glærusýningar til að styðja við þær. Við leggjum til lausnir sem hægt er að hrinda í framkvæmd strax og skapa raunverulegt svigrúm til að bæta þjónustu við borgarbúa. Það er okkar hlutverk. Við erum ekki lögst í kosningabaráttu, við viljum sýna ábyrgð og stilla af rekstur borgarinnar til langrar framtíðar. 20 milljarðar skipta máli Breytingartillögur okkar við fjárhagsáætlun sýna svart á hvítu að hægt er að ná fram allt að 20 milljarða króna áhrifum á fimm ára tímabili. Þar af: 10 milljarðar króna í lægri rekstrarkostnaði, 10 milljarðar króna í söluhagnað sem geta lækkað skuldir, sem skapar rými til fjárfestinga án vaxtakostnaðar. Þetta er ekki flókið. Þetta er bara ábyrg fjármálastjórn. Við leggjum til sölu eigna sem borgin þarf ekki að eiga, því Reykjavíkurborg á ekki að vera föst í rekstri sem einkaaðilar sinna betur. Með því losum við borgina undan viðhaldskostnaði, fáum einskiptistekjur fyrir söluna og getum sett fjármagn í leikskóla, samgöngur og innviðauppbyggingu. Að lækka miðlægan kostnað er lágmark Þrátt fyrir að margir tali um aðhald eru fáir reiðubúnir að framkvæma það. Í Reykjavík er launahlutfall miðlægrar stjórnsýslu af heildarlaunahlutfalli 8%, sem er yfir landsmeðaltali. Þetta eru störf sem eru ekki í framlínunni, ekki í beinni þjónustu við íbúa. Þessi prósenta á að vera 6% á mínu mati. Að ná því markmiði myndi lækka kostnað um 2,7 milljarða króna á ársgrundvelli, eða um 10 milljarða á fimm árum. Þetta er raunhæft, framkvæmanlegt og byggt á gögnum frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga. Það sem vantar er kjarkur. Pólitíkin er íhaldssöm, kerfislæg og of oft hrædd við að taka á því sem þarf. Þessi tvö prósent eru táknræn fyrir stærra vandamál. Kerfið vex og vex án þess að spurt sé hvort það sé að skila betri þjónustu. Við í Viðreisn viljum snúa þessu við. Einfaldar, skýrar og framkvæmanlegar aðgerðir Tillögur okkar eru fimm og allar byggðar á reynslu og gagnreyndum rekstrarreglum: Lækka miðlæga stjórnsýslu í 6% sem sparar tæplega 10 milljarða á fimm árum. Leggja niður mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu frá júní 2026. Sparar 1,2 milljarða á tímabilinu. Selja Malbikunarstöðina Höfða. Söluhagnaður áætlaður 2–2,5 milljarðar. Selja fasteignir sem borgin á ekki að eiga s.s.Tjarnargötu 20, Lindargötu 51 og Iðnó; söluhagnaður áætlaður um 1–1,2 milljarðar. Selja bílastæðahús borgarinnar, áætlaður söluhagnaður 5,8–6,6 milljarðar. Allt eru þetta eðlilegar, ábyrgar tillögur sem myndu bæta rekstur borgarinnar án þess að skerða þjónustu. Þvert á móti myndu þær skapa rými til að efla hana. Kjarkur skiptir máli Ég hvet borgarstjórn til dáða. Nú er tíminn til að sýna kjark, halda fókus og standa við stóru orðin sem gjarnan eru sögð í kosningabaráttu. Það er auðvelt að vera stór í orði. Það er erfiðara að vera stór í verki. Við í Viðreisn erum tilbúin að stíga þessi skref með heiðarleika og ábyrgð. Við hlökkum til kosningabaráttunnar en þangað til munum við einbeita okkur að því sem skiptir máli, að Reykjavíkurborg sé rekin af skynsemi, ábyrgð og virðingu fyrir skattfé borgarbúa. Höfundur er oddviti Viðreisnar í Reykjavík.
Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir Skoðun
Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar
Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Fjölsmiðjan í 25 ár: Samfélagsleg fjárfesting sem borgar sig margfalt Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar
Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir Skoðun