Það þarf ekki krísu til að reka borg af ábyrgð Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar 3. desember 2025 12:47 Það þarf engin áföll eða krísur til að reka Reykjavíkurborg af ábyrgð. Það þarf bara heilbrigðan, stöðugan rekstur og kjark til að taka ákvarðanir sem hafa áhrif til langs tíma. Þess vegna furðaði það mig í gær, að heyra borgarstjóra tala í borgarstjórn eins og allar tillögur um aðhald og sölu eigna séu viðbrögð við einhverju neyðarástandi. Þær eru það ekki. Þær eru einfaldlega skynsamlegar og nauðsynlegar ákvarðanir sem góð stjórnsýsla krefst. Við í Viðreisn höfum árum saman lagt fram tillögur sem eru skynsamar, framkvæmanlegar og fjárhagslega ábyrgar, án þess að þurfa blaðamannafundi eða glitrandi glærusýningar til að styðja við þær. Við leggjum til lausnir sem hægt er að hrinda í framkvæmd strax og skapa raunverulegt svigrúm til að bæta þjónustu við borgarbúa. Það er okkar hlutverk. Við erum ekki lögst í kosningabaráttu, við viljum sýna ábyrgð og stilla af rekstur borgarinnar til langrar framtíðar. 20 milljarðar skipta máli Breytingartillögur okkar við fjárhagsáætlun sýna svart á hvítu að hægt er að ná fram allt að 20 milljarða króna áhrifum á fimm ára tímabili. Þar af: 10 milljarðar króna í lægri rekstrarkostnaði, 10 milljarðar króna í söluhagnað sem geta lækkað skuldir, sem skapar rými til fjárfestinga án vaxtakostnaðar. Þetta er ekki flókið. Þetta er bara ábyrg fjármálastjórn. Við leggjum til sölu eigna sem borgin þarf ekki að eiga, því Reykjavíkurborg á ekki að vera föst í rekstri sem einkaaðilar sinna betur. Með því losum við borgina undan viðhaldskostnaði, fáum einskiptistekjur fyrir söluna og getum sett fjármagn í leikskóla, samgöngur og innviðauppbyggingu. Að lækka miðlægan kostnað er lágmark Þrátt fyrir að margir tali um aðhald eru fáir reiðubúnir að framkvæma það. Í Reykjavík er launahlutfall miðlægrar stjórnsýslu af heildarlaunahlutfalli 8%, sem er yfir landsmeðaltali. Þetta eru störf sem eru ekki í framlínunni, ekki í beinni þjónustu við íbúa. Þessi prósenta á að vera 6% á mínu mati. Að ná því markmiði myndi lækka kostnað um 2,7 milljarða króna á ársgrundvelli, eða um 10 milljarða á fimm árum. Þetta er raunhæft, framkvæmanlegt og byggt á gögnum frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga. Það sem vantar er kjarkur. Pólitíkin er íhaldssöm, kerfislæg og of oft hrædd við að taka á því sem þarf. Þessi tvö prósent eru táknræn fyrir stærra vandamál. Kerfið vex og vex án þess að spurt sé hvort það sé að skila betri þjónustu. Við í Viðreisn viljum snúa þessu við. Einfaldar, skýrar og framkvæmanlegar aðgerðir Tillögur okkar eru fimm og allar byggðar á reynslu og gagnreyndum rekstrarreglum: Lækka miðlæga stjórnsýslu í 6% sem sparar tæplega 10 milljarða á fimm árum. Leggja niður mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu frá júní 2026. Sparar 1,2 milljarða á tímabilinu. Selja Malbikunarstöðina Höfða. Söluhagnaður áætlaður 2–2,5 milljarðar. Selja fasteignir sem borgin á ekki að eiga s.s.Tjarnargötu 20, Lindargötu 51 og Iðnó; söluhagnaður áætlaður um 1–1,2 milljarðar. Selja bílastæðahús borgarinnar, áætlaður söluhagnaður 5,8–6,6 milljarðar. Allt eru þetta eðlilegar, ábyrgar tillögur sem myndu bæta rekstur borgarinnar án þess að skerða þjónustu. Þvert á móti myndu þær skapa rými til að efla hana. Kjarkur skiptir máli Ég hvet borgarstjórn til dáða. Nú er tíminn til að sýna kjark, halda fókus og standa við stóru orðin sem gjarnan eru sögð í kosningabaráttu. Það er auðvelt að vera stór í orði. Það er erfiðara að vera stór í verki. Við í Viðreisn erum tilbúin að stíga þessi skref með heiðarleika og ábyrgð. Við hlökkum til kosningabaráttunnar en þangað til munum við einbeita okkur að því sem skiptir máli, að Reykjavíkurborg sé rekin af skynsemi, ábyrgð og virðingu fyrir skattfé borgarbúa. Höfundur er oddviti Viðreisnar í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun: Sveitarstjórnarkosningar 2026 Reykjavík Borgarstjórn Mest lesið Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson Skoðun Halldór 06.12.25 Halldór Baldursson Halldór Skoðun Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Að gera eða vera? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Málfrelsi ungu kynslóðarinnar – og ábyrgðin sem bíður okkar Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Sjá meira
Það þarf engin áföll eða krísur til að reka Reykjavíkurborg af ábyrgð. Það þarf bara heilbrigðan, stöðugan rekstur og kjark til að taka ákvarðanir sem hafa áhrif til langs tíma. Þess vegna furðaði það mig í gær, að heyra borgarstjóra tala í borgarstjórn eins og allar tillögur um aðhald og sölu eigna séu viðbrögð við einhverju neyðarástandi. Þær eru það ekki. Þær eru einfaldlega skynsamlegar og nauðsynlegar ákvarðanir sem góð stjórnsýsla krefst. Við í Viðreisn höfum árum saman lagt fram tillögur sem eru skynsamar, framkvæmanlegar og fjárhagslega ábyrgar, án þess að þurfa blaðamannafundi eða glitrandi glærusýningar til að styðja við þær. Við leggjum til lausnir sem hægt er að hrinda í framkvæmd strax og skapa raunverulegt svigrúm til að bæta þjónustu við borgarbúa. Það er okkar hlutverk. Við erum ekki lögst í kosningabaráttu, við viljum sýna ábyrgð og stilla af rekstur borgarinnar til langrar framtíðar. 20 milljarðar skipta máli Breytingartillögur okkar við fjárhagsáætlun sýna svart á hvítu að hægt er að ná fram allt að 20 milljarða króna áhrifum á fimm ára tímabili. Þar af: 10 milljarðar króna í lægri rekstrarkostnaði, 10 milljarðar króna í söluhagnað sem geta lækkað skuldir, sem skapar rými til fjárfestinga án vaxtakostnaðar. Þetta er ekki flókið. Þetta er bara ábyrg fjármálastjórn. Við leggjum til sölu eigna sem borgin þarf ekki að eiga, því Reykjavíkurborg á ekki að vera föst í rekstri sem einkaaðilar sinna betur. Með því losum við borgina undan viðhaldskostnaði, fáum einskiptistekjur fyrir söluna og getum sett fjármagn í leikskóla, samgöngur og innviðauppbyggingu. Að lækka miðlægan kostnað er lágmark Þrátt fyrir að margir tali um aðhald eru fáir reiðubúnir að framkvæma það. Í Reykjavík er launahlutfall miðlægrar stjórnsýslu af heildarlaunahlutfalli 8%, sem er yfir landsmeðaltali. Þetta eru störf sem eru ekki í framlínunni, ekki í beinni þjónustu við íbúa. Þessi prósenta á að vera 6% á mínu mati. Að ná því markmiði myndi lækka kostnað um 2,7 milljarða króna á ársgrundvelli, eða um 10 milljarða á fimm árum. Þetta er raunhæft, framkvæmanlegt og byggt á gögnum frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga. Það sem vantar er kjarkur. Pólitíkin er íhaldssöm, kerfislæg og of oft hrædd við að taka á því sem þarf. Þessi tvö prósent eru táknræn fyrir stærra vandamál. Kerfið vex og vex án þess að spurt sé hvort það sé að skila betri þjónustu. Við í Viðreisn viljum snúa þessu við. Einfaldar, skýrar og framkvæmanlegar aðgerðir Tillögur okkar eru fimm og allar byggðar á reynslu og gagnreyndum rekstrarreglum: Lækka miðlæga stjórnsýslu í 6% sem sparar tæplega 10 milljarða á fimm árum. Leggja niður mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu frá júní 2026. Sparar 1,2 milljarða á tímabilinu. Selja Malbikunarstöðina Höfða. Söluhagnaður áætlaður 2–2,5 milljarðar. Selja fasteignir sem borgin á ekki að eiga s.s.Tjarnargötu 20, Lindargötu 51 og Iðnó; söluhagnaður áætlaður um 1–1,2 milljarðar. Selja bílastæðahús borgarinnar, áætlaður söluhagnaður 5,8–6,6 milljarðar. Allt eru þetta eðlilegar, ábyrgar tillögur sem myndu bæta rekstur borgarinnar án þess að skerða þjónustu. Þvert á móti myndu þær skapa rými til að efla hana. Kjarkur skiptir máli Ég hvet borgarstjórn til dáða. Nú er tíminn til að sýna kjark, halda fókus og standa við stóru orðin sem gjarnan eru sögð í kosningabaráttu. Það er auðvelt að vera stór í orði. Það er erfiðara að vera stór í verki. Við í Viðreisn erum tilbúin að stíga þessi skref með heiðarleika og ábyrgð. Við hlökkum til kosningabaráttunnar en þangað til munum við einbeita okkur að því sem skiptir máli, að Reykjavíkurborg sé rekin af skynsemi, ábyrgð og virðingu fyrir skattfé borgarbúa. Höfundur er oddviti Viðreisnar í Reykjavík.
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun