Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar 3. desember 2025 07:31 Nú er eitt ár liðið frá því að íslensk þjóð kaus sér nýtt fólk til að stýra landinu. Niðurstaðan var hrein stjórnarskipti og við tóku flokkar sem lagt hafa áherslu á að ganga hreint til verka í samhentum takti. Gríðarlega margt hefur verið gert á því tæpa ári sem liðið er frá stjórnarskiptum. Við sögðumst til að mynda ætla að laga ríkisfjármálin. Við stóðum við það. Það er búið að auka tekjur með sanngjörnum aðgerðum sem leggjast fyrst og síðast á breiðustu bökin í samfélaginu. Þau sem geta sannarlega lagt meira til í samneysluna. Þar munar mestu um leiðréttingu veiðigjalda og lokun á skattaglufum sem nýttust aðallega fáum úr efstu hópum tekjustigans. Það hefur verið gripið til margháttaðra aðgerða til að tryggja að hagvöxtur framtíðar, sem verður undirstaða aukinnar velferðar, verði byggður á aukinni framleiðni og útflutningi. Þetta er meðal annars gert með mótun heildstæðrar atvinnustefnu til tíu ára. Sú stefna tekur við af stefnuleysi fyrri ríkisstjórna sem skilaði nær engum hagvexti á mann. Við komum hreyfingu á hluti Þetta var allt nauðsynlegt til að koma hreyfingu á hlutina. Laga vegi og byrja að bora göng. Vinna á mörg hundruð milljarða króna innviðaskuld. Fjölga lögreglumönnum, fjárfesta í auknum fíkniúrræðum og hefja undirbúning að nýrri öryggisvistun. Þetta var nauðsynlegt til að ríkið gæti tekið yfir þjónustu við börn með fjölþættan vanda og ráðist í öfluga uppbyggingu hjúkrunarheimila sem sárlega hefur skort. Ríkisstjórnin hefur líka kynnt fyrsta húsnæðispakka sinn sem mun taka á mörgum þeirra vandamála sem einkenna þann markað og gera mörgum landsmönnum erfitt fyrir að koma þaki yfir höfuðið. Hann er víðtækur og mun hafa mikil áhrif. Næsti húsnæðispakki er samt sem áður á leiðinni. Hann verður kynntur í byrjun næsta árs. Hér er einungis stiklað á stóru. Við erum að taka til Ekki er nóg að afla nýrra tekna og ráðast í ný verkefni. Það þarf líka að taka til. Á okkur hvílir sú skylda að fara vel með opinbert fé, enda peningarnir ykkar sem við erum að ráðstafa. Tiltektin hefur meðal annars falið í sér að það á að hagræða um 100 milljarða króna á gildistíma fjármálaáætlunar. Það er búið að lækka skuldir ríkissjóðs verulega með sölu eigna og uppgjöri á ÍL-sjóði. Það er búið að forgangsraða, einfalda ferla, sameina stofnanir og taka til kerfum. Það hefur verið innleidd efnahagsleg ábyrgð eftir óstjórn síðustu kjörtímabila með stöðugleikareglu og því skýra markmiði að skila hallalausum fjárlögum árið 2027. Samt er áfallaþolið í ríkisrekstrinum mun meira en áður var sem gerir það að verkum að hægt er að takast á við ýmiss konar efnahagslegar áskoranir á borð við þær sem dunið hafa á íslensku samfélagi síðustu vikur og mánuði. Við erum með plan sem er að virka Því verður ekki leynt að þetta hefur ekki alltaf verið auðvelt. Sumar ákvarðanir sem þurfti að taka mættu harðri mótstöðu sérhagsmunaafla. Aðrar hafa reynt á skilning þjóðarinnar. En almennt hefur fólk skilið að við séum að vinna fyrir það af einurð og alefli. Nú erum við byrjuð að uppskera. Verðbólga hefur ekki mælst minni í fimm ár. Stýrivextir hafa lækkað um 1,75 prósent frá því að boðað var til kosninga í fyrra sem skilar mörgum kjarabót upp á 60 þúsund krónur á mánuði fyrir dæmigerða fjölskyldu með 40 milljóna króna óverðtryggt íbúðalán. Þessu má ekki taka sem sjálfsögðum hlut og það þarf áfram að vera með augun á boltanum, vera tilbúinn að gera meira ef með þarf, svo þetta jafnvægi haldist. Þetta vitum við sem myndum meirihlutann sem stendur að baki ríkisstjórninni. En við vitum líka að við vorum, og erum, með plan. Nú er planið að virka. Höfundur er þingflokksformaður Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Samfylkingin Guðmundur Ari Sigurjónsson Mest lesið Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Skoðun Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Sameining vinstrisins Hlynur Már V. skrifar Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Almenningur og breiðu bök ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Sjá meira
Nú er eitt ár liðið frá því að íslensk þjóð kaus sér nýtt fólk til að stýra landinu. Niðurstaðan var hrein stjórnarskipti og við tóku flokkar sem lagt hafa áherslu á að ganga hreint til verka í samhentum takti. Gríðarlega margt hefur verið gert á því tæpa ári sem liðið er frá stjórnarskiptum. Við sögðumst til að mynda ætla að laga ríkisfjármálin. Við stóðum við það. Það er búið að auka tekjur með sanngjörnum aðgerðum sem leggjast fyrst og síðast á breiðustu bökin í samfélaginu. Þau sem geta sannarlega lagt meira til í samneysluna. Þar munar mestu um leiðréttingu veiðigjalda og lokun á skattaglufum sem nýttust aðallega fáum úr efstu hópum tekjustigans. Það hefur verið gripið til margháttaðra aðgerða til að tryggja að hagvöxtur framtíðar, sem verður undirstaða aukinnar velferðar, verði byggður á aukinni framleiðni og útflutningi. Þetta er meðal annars gert með mótun heildstæðrar atvinnustefnu til tíu ára. Sú stefna tekur við af stefnuleysi fyrri ríkisstjórna sem skilaði nær engum hagvexti á mann. Við komum hreyfingu á hluti Þetta var allt nauðsynlegt til að koma hreyfingu á hlutina. Laga vegi og byrja að bora göng. Vinna á mörg hundruð milljarða króna innviðaskuld. Fjölga lögreglumönnum, fjárfesta í auknum fíkniúrræðum og hefja undirbúning að nýrri öryggisvistun. Þetta var nauðsynlegt til að ríkið gæti tekið yfir þjónustu við börn með fjölþættan vanda og ráðist í öfluga uppbyggingu hjúkrunarheimila sem sárlega hefur skort. Ríkisstjórnin hefur líka kynnt fyrsta húsnæðispakka sinn sem mun taka á mörgum þeirra vandamála sem einkenna þann markað og gera mörgum landsmönnum erfitt fyrir að koma þaki yfir höfuðið. Hann er víðtækur og mun hafa mikil áhrif. Næsti húsnæðispakki er samt sem áður á leiðinni. Hann verður kynntur í byrjun næsta árs. Hér er einungis stiklað á stóru. Við erum að taka til Ekki er nóg að afla nýrra tekna og ráðast í ný verkefni. Það þarf líka að taka til. Á okkur hvílir sú skylda að fara vel með opinbert fé, enda peningarnir ykkar sem við erum að ráðstafa. Tiltektin hefur meðal annars falið í sér að það á að hagræða um 100 milljarða króna á gildistíma fjármálaáætlunar. Það er búið að lækka skuldir ríkissjóðs verulega með sölu eigna og uppgjöri á ÍL-sjóði. Það er búið að forgangsraða, einfalda ferla, sameina stofnanir og taka til kerfum. Það hefur verið innleidd efnahagsleg ábyrgð eftir óstjórn síðustu kjörtímabila með stöðugleikareglu og því skýra markmiði að skila hallalausum fjárlögum árið 2027. Samt er áfallaþolið í ríkisrekstrinum mun meira en áður var sem gerir það að verkum að hægt er að takast á við ýmiss konar efnahagslegar áskoranir á borð við þær sem dunið hafa á íslensku samfélagi síðustu vikur og mánuði. Við erum með plan sem er að virka Því verður ekki leynt að þetta hefur ekki alltaf verið auðvelt. Sumar ákvarðanir sem þurfti að taka mættu harðri mótstöðu sérhagsmunaafla. Aðrar hafa reynt á skilning þjóðarinnar. En almennt hefur fólk skilið að við séum að vinna fyrir það af einurð og alefli. Nú erum við byrjuð að uppskera. Verðbólga hefur ekki mælst minni í fimm ár. Stýrivextir hafa lækkað um 1,75 prósent frá því að boðað var til kosninga í fyrra sem skilar mörgum kjarabót upp á 60 þúsund krónur á mánuði fyrir dæmigerða fjölskyldu með 40 milljóna króna óverðtryggt íbúðalán. Þessu má ekki taka sem sjálfsögðum hlut og það þarf áfram að vera með augun á boltanum, vera tilbúinn að gera meira ef með þarf, svo þetta jafnvægi haldist. Þetta vitum við sem myndum meirihlutann sem stendur að baki ríkisstjórninni. En við vitum líka að við vorum, og erum, með plan. Nú er planið að virka. Höfundur er þingflokksformaður Samfylkingarinnar.
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun