Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Samúel Karl Ólason skrifar 2. desember 2025 18:38 Juan Orlando Hernández, fyrrverandi forseti Hondúras. AP/Andy Buchanan Juan Orlando Hernández, fyrrverandi forseti Hondúras, er laus úr fangelsi í Bandaríkjunum. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, náðaði hann á dögunum en Hernández var í fyrra dæmdur í 45 ára fangelsi fyrir aðkomu að smygli á hundruðum tonna af kókaíni til Bandaríkjanna. Hernández var sleppt úr alríkisfangelsi í Vestur-Virginíu í dag. Ekki liggur fyrir hvert hann fór í kjölfarið. Ekki þykir líklegt að hann fari aftur til Hondúras eftir að ríkissaksóknari landsins sagði að hann yrði lögsóttur þar. Trump var spurður að því í gær af hverju hann hefði náðað forsetann fyrrverandi og þá sagðist hann hafa verið beðinn um að gera það, af fjölmörgum íbúum Hondúras. „Íbúum Hondúras fannst eins og sök hefði verið komið á hann og það var hræðilegt,“ sagði Trump samkvæmt AP fréttaveitunni. Trump sagði Hernández hefði einungis verið sakaður um fíkniefnasmygl vegna þess að hann hefði verið forseti Hondúras og að ríkisstjórn Joes Biden, forvera Trumps, hefði komið sök á hann. Forsetinn eða starfsmenn hans hafa engar sannanir sýnt sem styðja þann málflutning. Hér að neðan má sjá frétt NBC News um Hernández frá því í gær. Þar má sjá ummæli Trumps um að ríkisstjórn Bidens hafi komið sök á Hernández. Hernández var handtekinn í febrúar 2022, að beiðni yfirvalda í Bandaríkjunum og eftir að Xiomara Castro tók við embætti forseta Hondúras af honum. Tveimur árum síðar var hann dæmdur í 45 ára fangelsi fyrir að taka við mútum frá glæpasamtökum til að gera þeim kleift að flytja hundruð tonn af kókaíni í gegnum Hondúras og til Bandaríkjanna um árabil. Hann hélt fram sakleysi sínu og sagði að glæpasamtök hefðu komið höggi á hann í hefndarskyni vegna aðgerða hans gegn smygli fíkniefna. Í gegnum árin teiknaði Hernández mynd af sjálfum sér sem miklum baráttumanni gegn útbreiðslu fíkniefna og stærði sig af því að hafa unnið með þremur ríkisstjórnum Bandaríkjanna í að draga úr smygli. Þóttist berjast gegn fíkniefnum Þegar hann var dæmdur sagði dómarinn að sönnunargögn sýndu að Hernándes hefði mikla leiklistarhæfileika. Hann hefði látið líta út fyrir að hann væri að berjast gegn fíkniefnum á sama tíma og hann beitti lögreglu og her Hondúras til að vernda smyglara. Meðal þess sem fram kom í réttarhöldunum var að Hernández stærði sig eitt sinn af því að troða fíkniefnum í nef Bandaríkjamanna. Hann tók einnig við milljón dala greiðslu frá hinum víðfræga El Chapo, til að leyfa Sinaloa-samtökunum að smygla fíkniefnum gegnum Hondúras og þar að auki kom fram að maður hafði verið myrtur til að vernda forsetann fyrrverandi. Saksóknarar sögðu Hernández hafa aðstoðað smyglara í rúmlega tuttugu ár og að á þeim tíma hefði að minnsta kosti fimm hundruð tonnum af kókaíni verið smyglað til Bandaríkjanna, með viðkomu í Hondúras, samkvæmt grein New York Times þar sem farið er yfir feril Hernández sem forseti Hondúras. Náðun Trumps hefur verið gagnrýnd af þingmönnum bæði Demókrata- og Repúblikanaflokksins. Sérstaklega hvað varðar samhengið við Venesúela og árásir á Karíbahafinu, þar sem Trump segist í stríði við fíkniefnahryðjuverkamenn. Bandaríkin Donald Trump Hondúras Mest lesið Auglýsingaskilti framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Innlent Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Innlent Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Innlent Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Innlent Útvarp Sólheimar er vinsæl útvarpsstöð Innlent Fleiri fréttir Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Sjá meira
Hernández var sleppt úr alríkisfangelsi í Vestur-Virginíu í dag. Ekki liggur fyrir hvert hann fór í kjölfarið. Ekki þykir líklegt að hann fari aftur til Hondúras eftir að ríkissaksóknari landsins sagði að hann yrði lögsóttur þar. Trump var spurður að því í gær af hverju hann hefði náðað forsetann fyrrverandi og þá sagðist hann hafa verið beðinn um að gera það, af fjölmörgum íbúum Hondúras. „Íbúum Hondúras fannst eins og sök hefði verið komið á hann og það var hræðilegt,“ sagði Trump samkvæmt AP fréttaveitunni. Trump sagði Hernández hefði einungis verið sakaður um fíkniefnasmygl vegna þess að hann hefði verið forseti Hondúras og að ríkisstjórn Joes Biden, forvera Trumps, hefði komið sök á hann. Forsetinn eða starfsmenn hans hafa engar sannanir sýnt sem styðja þann málflutning. Hér að neðan má sjá frétt NBC News um Hernández frá því í gær. Þar má sjá ummæli Trumps um að ríkisstjórn Bidens hafi komið sök á Hernández. Hernández var handtekinn í febrúar 2022, að beiðni yfirvalda í Bandaríkjunum og eftir að Xiomara Castro tók við embætti forseta Hondúras af honum. Tveimur árum síðar var hann dæmdur í 45 ára fangelsi fyrir að taka við mútum frá glæpasamtökum til að gera þeim kleift að flytja hundruð tonn af kókaíni í gegnum Hondúras og til Bandaríkjanna um árabil. Hann hélt fram sakleysi sínu og sagði að glæpasamtök hefðu komið höggi á hann í hefndarskyni vegna aðgerða hans gegn smygli fíkniefna. Í gegnum árin teiknaði Hernández mynd af sjálfum sér sem miklum baráttumanni gegn útbreiðslu fíkniefna og stærði sig af því að hafa unnið með þremur ríkisstjórnum Bandaríkjanna í að draga úr smygli. Þóttist berjast gegn fíkniefnum Þegar hann var dæmdur sagði dómarinn að sönnunargögn sýndu að Hernándes hefði mikla leiklistarhæfileika. Hann hefði látið líta út fyrir að hann væri að berjast gegn fíkniefnum á sama tíma og hann beitti lögreglu og her Hondúras til að vernda smyglara. Meðal þess sem fram kom í réttarhöldunum var að Hernández stærði sig eitt sinn af því að troða fíkniefnum í nef Bandaríkjamanna. Hann tók einnig við milljón dala greiðslu frá hinum víðfræga El Chapo, til að leyfa Sinaloa-samtökunum að smygla fíkniefnum gegnum Hondúras og þar að auki kom fram að maður hafði verið myrtur til að vernda forsetann fyrrverandi. Saksóknarar sögðu Hernández hafa aðstoðað smyglara í rúmlega tuttugu ár og að á þeim tíma hefði að minnsta kosti fimm hundruð tonnum af kókaíni verið smyglað til Bandaríkjanna, með viðkomu í Hondúras, samkvæmt grein New York Times þar sem farið er yfir feril Hernández sem forseti Hondúras. Náðun Trumps hefur verið gagnrýnd af þingmönnum bæði Demókrata- og Repúblikanaflokksins. Sérstaklega hvað varðar samhengið við Venesúela og árásir á Karíbahafinu, þar sem Trump segist í stríði við fíkniefnahryðjuverkamenn.
Bandaríkin Donald Trump Hondúras Mest lesið Auglýsingaskilti framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Innlent Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Innlent Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Innlent Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Innlent Útvarp Sólheimar er vinsæl útvarpsstöð Innlent Fleiri fréttir Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Sjá meira