Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar 30. nóvember 2025 19:32 Það hlýtur að vera erfitt að sitja í ríkisstjórn sem lofaði að hækka ekki skatta, en boðar nú yfir 25 milljarða skattahækkun á næsta ári. Ríkisstjórnin virðist átta sig á að hún er að svíkja gefin loforð og til að blekkja sjálfa sig og aðra er farin sú leið að fela skattahækkanirnar. Það er einkum gert með því að endurskíra þær, t.d. „minni ívilnun“, „skattaleiðrétting“, „loka glufum“ og „minnka skattaafslátt“. Flestir sjá þó í gegnum orðagjálfrið. Í stað þess að nota eitthvað af hagræðingartillögunum sem bárust og draga úr útgjöldum þá er staðan sú að þessi ríkisstjórn boðar meiri útgjöld en nokkur önnur ríkisstjórn í sögu lýðveldisins. Því berast okkur tillögur um skattahækkanir á færibandi. Ein skattahækkunin sem birtist óvænt í svokölluðum auka bandormi var hækkun á erfðafjárskatti. Ekki er lögð til hærri skattprósenta heldur flókin og torskilin leið til að hækka skattinn án þess að segja það berum orðum. Niðurstaðan verður brot á meginreglum skatta- og félagaréttar, ómöguleiki og óskýr skattheimta. Ég vakti athygli á nokkrum göllum málsins þegar það kom fyrir þing, en frumvarpið snýr að mestu á breytingu á hvernig eignir skulu verðmetnar. Þær ríma á engan hátt við önnur lög og reglur um verðmat eigna. Frumvarpið mun t.a.m gera kynslóðaskipti bújarða erfiðari og dýrari með tilheyrandi afleiðingum. Uppgjör dánarbúa verður mun flóknara og í sumum tilfellum verður ógerningur að framfylgja lögunum ef þau fara í gegn óbreytt. Er þetta bara mat mitt sem stjórnarandstæðings? Nei, Alþingi hafa borist fjöldi alvarlegra umsagna. Neikvæðar afleiðingar þessarar skattahækkunar eru fyrirséðar. Ég vek athygli á nokkrum punktum úr umsögnum við þetta mál frá óháðum, sérfróðum aðilum. KPMG LAW „Sé litið til textans í frumvarpinu hvað þetta varðar má ætla að um sé að ræða minniháttar breytingar, en svo er ekki. Verði frumvarpið samþykkt þá er ljóst að ákveðinn hluti framkvæmdar erfðamála verður í uppnámi og veruleg óvissa mun skapast í málaflokknum auk þess sem verulega íþyngjandi kröfur verða lagðar á herðar þeim sem njóta arfs.“ „Verði endurákvörðunarheimild skattyfirvalda aukin svo verulega sem lagt er til, þ.e. í sex ár, í stað þess 40 daga frests sem nú er, þá getur komið upp erfið og flókin staða. Þannig gæti endurákvörðun sem fram kemur mörgum árum eftir lokun dánarbús, leitt til þess að einn erfingi í hópi fleiri, geti setið uppi með það að greiða hinn aukna erfðafjárskatt meðerfingja sinna á grundvelli hinnar óskiptu ábyrgðar.“ „Komi til þess að gerðar verði breytingar á lögum um erfðafjárskatt þá þurfa þær breytingar að vera til bóta og hugsaðar til enda. Afar óheppilegt er að slíkar breytingar leiði til réttaróvissu og verulegs aukins kostnaðar sem leggjast mun á erfingja.“ „Að mati KPMG er því lagt til að hætt verði við umræddar breytingar og þær felldar út úr fyrirliggjandi frumvarpsdrögum í meðförum Alþingis.“ SÝSLUMANNARÁÐ: „Samandregið gerir Sýslumannaráð athugasemdir er lúta að skýrleika skattlagningarheimilda, að svigrúm til mats við ákvörðun skattstofns verði of rúmt og enn fremur að frumvarpið kunni að valda auknum kostnaði og flækjustigi við dánarbússkipti.“ DELOITTE LEGAL „Samandregið þá er afar margt við 11. gr. frumvarpsins sem er rangstætt í samanburði við það sem almennt gengur og gerist í íslenskum skattarétti. Í samræmi við það er mælst til þess að 11. gr. frumvarpsins falli brott eða verði í það minnsta vísað aftur til fjármála- og efnahagsráðuneytisins til frekari vinnu.“ „Mat á löndum og jörðum til „markaðsverðs“ geta falið í sér verulega hækkun erfðafjárskatts fyrir erfingja íslenskra bænda, án þess að raunveruleg verðmæti eða fjármagn sé til staðar til að greiða skattinn.“ „Fyrirhugaðar breytingar skv. c-lið 11. gr. frumvarpsins um hækkun á skattstofni óskráðra félaga fela í sér gróft frávik frá almennum meginreglum skatta og félagaréttar sem gilt hafa um árabil.“ „Breytingarnar fela í sér talsverða hækkun á erfðafjárskatti“ „Breytingarnar gætu skapað talsverða óvissu um skattalega meðferð vegna annarra skatta þar sem byggt hefur verið á sömu meginreglu.“ „Líkur eru á að sama eign yrði tvískattlögð í kjölfar yfirfærslu eignar vegna arftöku“ „Líkur eru á að erfingjar þurfi að leggja út í kostnað við öflunar verðmats eða sérfræðiaðstoðar til að verðmeta óskráð félög.“ Þessi atriði eru týnd af handahófi úr umsögnum en allir sem eru áhugasamir um að kynna sér málið betur geta fundið helstu gögn inni á heimasíðu Alþingis undir máli 257 á yfirstandandi þingi. Sjálf bind ég vonir við að breyting á lögum um erfðafjárskatt nái ekki fram að ganga og mun Miðflokkurinn berjast fyrir því. Höfundur er þingmaður Miðflokksins Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Miðflokkurinn Skattar, tollar og gjöld Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Að gera eða vera? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Málfrelsi ungu kynslóðarinnar – og ábyrgðin sem bíður okkar Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Ísland: Meistari orkuþríþrautarinnar – sem stendur Jónas Hlynur Hallgrímsson skrifar Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Þegar líf liggur við Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson skrifar Sjá meira
Það hlýtur að vera erfitt að sitja í ríkisstjórn sem lofaði að hækka ekki skatta, en boðar nú yfir 25 milljarða skattahækkun á næsta ári. Ríkisstjórnin virðist átta sig á að hún er að svíkja gefin loforð og til að blekkja sjálfa sig og aðra er farin sú leið að fela skattahækkanirnar. Það er einkum gert með því að endurskíra þær, t.d. „minni ívilnun“, „skattaleiðrétting“, „loka glufum“ og „minnka skattaafslátt“. Flestir sjá þó í gegnum orðagjálfrið. Í stað þess að nota eitthvað af hagræðingartillögunum sem bárust og draga úr útgjöldum þá er staðan sú að þessi ríkisstjórn boðar meiri útgjöld en nokkur önnur ríkisstjórn í sögu lýðveldisins. Því berast okkur tillögur um skattahækkanir á færibandi. Ein skattahækkunin sem birtist óvænt í svokölluðum auka bandormi var hækkun á erfðafjárskatti. Ekki er lögð til hærri skattprósenta heldur flókin og torskilin leið til að hækka skattinn án þess að segja það berum orðum. Niðurstaðan verður brot á meginreglum skatta- og félagaréttar, ómöguleiki og óskýr skattheimta. Ég vakti athygli á nokkrum göllum málsins þegar það kom fyrir þing, en frumvarpið snýr að mestu á breytingu á hvernig eignir skulu verðmetnar. Þær ríma á engan hátt við önnur lög og reglur um verðmat eigna. Frumvarpið mun t.a.m gera kynslóðaskipti bújarða erfiðari og dýrari með tilheyrandi afleiðingum. Uppgjör dánarbúa verður mun flóknara og í sumum tilfellum verður ógerningur að framfylgja lögunum ef þau fara í gegn óbreytt. Er þetta bara mat mitt sem stjórnarandstæðings? Nei, Alþingi hafa borist fjöldi alvarlegra umsagna. Neikvæðar afleiðingar þessarar skattahækkunar eru fyrirséðar. Ég vek athygli á nokkrum punktum úr umsögnum við þetta mál frá óháðum, sérfróðum aðilum. KPMG LAW „Sé litið til textans í frumvarpinu hvað þetta varðar má ætla að um sé að ræða minniháttar breytingar, en svo er ekki. Verði frumvarpið samþykkt þá er ljóst að ákveðinn hluti framkvæmdar erfðamála verður í uppnámi og veruleg óvissa mun skapast í málaflokknum auk þess sem verulega íþyngjandi kröfur verða lagðar á herðar þeim sem njóta arfs.“ „Verði endurákvörðunarheimild skattyfirvalda aukin svo verulega sem lagt er til, þ.e. í sex ár, í stað þess 40 daga frests sem nú er, þá getur komið upp erfið og flókin staða. Þannig gæti endurákvörðun sem fram kemur mörgum árum eftir lokun dánarbús, leitt til þess að einn erfingi í hópi fleiri, geti setið uppi með það að greiða hinn aukna erfðafjárskatt meðerfingja sinna á grundvelli hinnar óskiptu ábyrgðar.“ „Komi til þess að gerðar verði breytingar á lögum um erfðafjárskatt þá þurfa þær breytingar að vera til bóta og hugsaðar til enda. Afar óheppilegt er að slíkar breytingar leiði til réttaróvissu og verulegs aukins kostnaðar sem leggjast mun á erfingja.“ „Að mati KPMG er því lagt til að hætt verði við umræddar breytingar og þær felldar út úr fyrirliggjandi frumvarpsdrögum í meðförum Alþingis.“ SÝSLUMANNARÁÐ: „Samandregið gerir Sýslumannaráð athugasemdir er lúta að skýrleika skattlagningarheimilda, að svigrúm til mats við ákvörðun skattstofns verði of rúmt og enn fremur að frumvarpið kunni að valda auknum kostnaði og flækjustigi við dánarbússkipti.“ DELOITTE LEGAL „Samandregið þá er afar margt við 11. gr. frumvarpsins sem er rangstætt í samanburði við það sem almennt gengur og gerist í íslenskum skattarétti. Í samræmi við það er mælst til þess að 11. gr. frumvarpsins falli brott eða verði í það minnsta vísað aftur til fjármála- og efnahagsráðuneytisins til frekari vinnu.“ „Mat á löndum og jörðum til „markaðsverðs“ geta falið í sér verulega hækkun erfðafjárskatts fyrir erfingja íslenskra bænda, án þess að raunveruleg verðmæti eða fjármagn sé til staðar til að greiða skattinn.“ „Fyrirhugaðar breytingar skv. c-lið 11. gr. frumvarpsins um hækkun á skattstofni óskráðra félaga fela í sér gróft frávik frá almennum meginreglum skatta og félagaréttar sem gilt hafa um árabil.“ „Breytingarnar fela í sér talsverða hækkun á erfðafjárskatti“ „Breytingarnar gætu skapað talsverða óvissu um skattalega meðferð vegna annarra skatta þar sem byggt hefur verið á sömu meginreglu.“ „Líkur eru á að sama eign yrði tvískattlögð í kjölfar yfirfærslu eignar vegna arftöku“ „Líkur eru á að erfingjar þurfi að leggja út í kostnað við öflunar verðmats eða sérfræðiaðstoðar til að verðmeta óskráð félög.“ Þessi atriði eru týnd af handahófi úr umsögnum en allir sem eru áhugasamir um að kynna sér málið betur geta fundið helstu gögn inni á heimasíðu Alþingis undir máli 257 á yfirstandandi þingi. Sjálf bind ég vonir við að breyting á lögum um erfðafjárskatt nái ekki fram að ganga og mun Miðflokkurinn berjast fyrir því. Höfundur er þingmaður Miðflokksins
Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson Skoðun
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar
Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar
Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson Skoðun