Högnuðust um rúma tvo milljarða Jón Ísak Ragnarsson skrifar 28. nóvember 2025 18:59 Ísfélagið tapaði milljarði á fyrri helmingi ársins en hagnaðist um ríflega tvo milljarða á þriðja ársfjórðungi. Vísir/Vilhelm Rekstrartekjur Ísfélagsins á þriðja ársfjórðungi námu 74,7 milljónum dollara og rekstrarhagnaður á sama tímabili nam 17,9 milljónum dollara, sem gera um 2,3 milljarða íslnskra króna á gengi dagsins. Í tilkynningu segir að afkoma félagsins á tímabilinu hafi verið ágæt og skýrist einkum af því að annars vegar hafi veiðar og vinnsla á makríl gengið vel og hins vegar hafi Sólberg ÓF 1, frystitogari félagsins, aflað vel á tímabilinu. „Einnig hefur verð á helstu afurðum félagsins verið gott og sala afurða gengið vel á árinu. Hjá fyrirtækjum sem stunda uppsjávarvinnslu sveiflast birgðastaðan oft mikið milli vertíða og í lok þriðja ársfjórðungs var talsvert til af birgðum í uppsjávarfiski,“ er haft eftir Stefáni Friðrikssyni, forstjóra Ísfélagsins, í Kauphallartilkynningu. Skattahækkanir muni hafa neikvæð áhrif á reksturinn Fram kemur að félagið hafi fjárfest mikið á yfirstandandi ári, en þrátt fyrir miklar fjárfestingar sé félagið fjárhagslega stöndugt og fyrir hendi væri geta til að fjárfesta og styrkja rekstur félagsins til lengri tíma. „Miklar hækkanir á sköttum eins og veiðigjaldi og kolefnisgjaldi munu hins vegar hafa mjög neikvæð áhrif á reksturinn strax á næsta ári og öll sú óvissa sem fylgir slíkum skattahækkunum mun óhjákvæmilega hafa áhrif á og draga úr fjárfestingaráhuga sjávarútvegsfélaga að öllu öðru óbreyttu.“ „Tíminn einn mun leiða í ljós hver áhrif þessara illa ígrunduðu skattahækkana verða. Verri samkeppnisstaða sjávarútvegsins er þegar komin fram í þeirri staðreynd að fiskur er nú fluttur óunninn úr landi í meiri mæli en undanfarin ár.“ Helstu niðurstöður úr fjárhagsuppgjöri tímabilsins. Rekstrartekjur á þriðja ársfjórðungi námu 74,7 m.USD og 150,4 m.USD á fyrstu 9 mánuðum ársins. Hagnaður á rekstri nam 17,9 m.USD á þriðja ársfjórðungi og 8,3 m.USD, fyrstu 9 mánuðina. EBITDA þriðja ársfjórðungs var 33,1 m.USD eða 44,3%. Á fyrstu 9 mánuðum ársins var EBITDA 50,8 m.USD eða 33,8%. Heildareignir námu 871,7 m.USD í lok september sl. og var eiginfjárhlutfallið 63,6%. Nettó vaxtaberandi skuldir voru 193,5 m.USD í lok september sl. Ísfélagið Sjávarútvegur Uppgjör og ársreikningar Mest lesið „Beindu skammbyssu að höfðinu á mér og sögðu: I will kill you“ Atvinnulíf Kaffi Ó-le opið á ný Viðskipti innlent Félögin þeirra högnuðust mest Viðskipti innlent Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Viðskipti innlent Bíða enn eftir tæpri milljón í endurgreiðslu eftir fall Play Neytendur Framkvæmdastjóri Bónus: „Ég er svona „aulahúmor“-stríðinn“ Atvinnulíf Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Viðskipti innlent Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Viðskipti innlent Kostnaður við tónleika útskýri hátt miðaverð Neytendur Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kaffi Ó-le opið á ný Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Bein útsending: Orkan, álið og kísillinn Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Nefndarmaður hefði kosið að halda stýrivöxtunum óbreyttum Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Stefnir í að eitt minkabú verði eftir á landinu Ráðin nýr markaðsstjóri Nettó og Kjörbúðanna Félögin þeirra högnuðust mest Útspilið hafi komið á óvart og hætta sé á minni uppbyggingu „Mikilvægt að skrifa ekki undir neitt nema vita hvað það er“ Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Herða lánþegaskilyrði: „Við víkjum ekki frá þeim markmiðum“ 55 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Seðlabankinn breytir reglum um greiðslubyrðarhlutfall Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Prada gengur frá kaupunum á Versace Afrek að verkáætlun hafi staðist samhliða níu eldgosum Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Hvernig bý ég mig undir barneignir? Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Sjá meira
„Einnig hefur verð á helstu afurðum félagsins verið gott og sala afurða gengið vel á árinu. Hjá fyrirtækjum sem stunda uppsjávarvinnslu sveiflast birgðastaðan oft mikið milli vertíða og í lok þriðja ársfjórðungs var talsvert til af birgðum í uppsjávarfiski,“ er haft eftir Stefáni Friðrikssyni, forstjóra Ísfélagsins, í Kauphallartilkynningu. Skattahækkanir muni hafa neikvæð áhrif á reksturinn Fram kemur að félagið hafi fjárfest mikið á yfirstandandi ári, en þrátt fyrir miklar fjárfestingar sé félagið fjárhagslega stöndugt og fyrir hendi væri geta til að fjárfesta og styrkja rekstur félagsins til lengri tíma. „Miklar hækkanir á sköttum eins og veiðigjaldi og kolefnisgjaldi munu hins vegar hafa mjög neikvæð áhrif á reksturinn strax á næsta ári og öll sú óvissa sem fylgir slíkum skattahækkunum mun óhjákvæmilega hafa áhrif á og draga úr fjárfestingaráhuga sjávarútvegsfélaga að öllu öðru óbreyttu.“ „Tíminn einn mun leiða í ljós hver áhrif þessara illa ígrunduðu skattahækkana verða. Verri samkeppnisstaða sjávarútvegsins er þegar komin fram í þeirri staðreynd að fiskur er nú fluttur óunninn úr landi í meiri mæli en undanfarin ár.“ Helstu niðurstöður úr fjárhagsuppgjöri tímabilsins. Rekstrartekjur á þriðja ársfjórðungi námu 74,7 m.USD og 150,4 m.USD á fyrstu 9 mánuðum ársins. Hagnaður á rekstri nam 17,9 m.USD á þriðja ársfjórðungi og 8,3 m.USD, fyrstu 9 mánuðina. EBITDA þriðja ársfjórðungs var 33,1 m.USD eða 44,3%. Á fyrstu 9 mánuðum ársins var EBITDA 50,8 m.USD eða 33,8%. Heildareignir námu 871,7 m.USD í lok september sl. og var eiginfjárhlutfallið 63,6%. Nettó vaxtaberandi skuldir voru 193,5 m.USD í lok september sl.
Ísfélagið Sjávarútvegur Uppgjör og ársreikningar Mest lesið „Beindu skammbyssu að höfðinu á mér og sögðu: I will kill you“ Atvinnulíf Kaffi Ó-le opið á ný Viðskipti innlent Félögin þeirra högnuðust mest Viðskipti innlent Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Viðskipti innlent Bíða enn eftir tæpri milljón í endurgreiðslu eftir fall Play Neytendur Framkvæmdastjóri Bónus: „Ég er svona „aulahúmor“-stríðinn“ Atvinnulíf Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Viðskipti innlent Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Viðskipti innlent Kostnaður við tónleika útskýri hátt miðaverð Neytendur Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kaffi Ó-le opið á ný Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Bein útsending: Orkan, álið og kísillinn Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Nefndarmaður hefði kosið að halda stýrivöxtunum óbreyttum Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Stefnir í að eitt minkabú verði eftir á landinu Ráðin nýr markaðsstjóri Nettó og Kjörbúðanna Félögin þeirra högnuðust mest Útspilið hafi komið á óvart og hætta sé á minni uppbyggingu „Mikilvægt að skrifa ekki undir neitt nema vita hvað það er“ Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Herða lánþegaskilyrði: „Við víkjum ekki frá þeim markmiðum“ 55 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Seðlabankinn breytir reglum um greiðslubyrðarhlutfall Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Prada gengur frá kaupunum á Versace Afrek að verkáætlun hafi staðist samhliða níu eldgosum Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Hvernig bý ég mig undir barneignir? Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Sjá meira