Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Jón Þór Stefánsson skrifar 27. nóvember 2025 22:25 Kristinn Jens Sigþórsson var prestur í Saurbæjarprestkalli Landsréttur sýknaði í dag Þjóðkirkjuna af kröfum Kristins Jens Sigurþórssonar, fyrrverandi prests í Saurbæjarprestakalli á Hvalfjarðarströnd, og sneri þar með við dómi Héraðsdóms Reykjavíkur sem hafði dæmt kirkjuna skaðabótaskylduna. Kristinn hafði gegnt embætti í prestakallinu frá 1996 en það var lagt niður árið 2019 og í kjölfarið bauð biskup Kristni að taka við nýju embætti sem hann þáði nokkru síðar, en svo tilkynnti Þjóðkirkjan að það boð hefði fallið niður. Þar af leiðandi tók Kristinn ekki við nýju embætti og kvaðst hafa orðið fyrir tjóni vegna þess og vildi að skaðabótaskylda Þjóðkirkjunnar yrði viðurkennd. Aðalkrafa hans var þó sú að viðurkennt yrði að niðurlagning prestakallsins hafi ekki verið lögum samkvæm. Hættuleg mygla eftir skemmdir Forsaga málsins er sú að árin 2013 og 2014 urðu miklar skemmdir á prestsbústaðnum á Saurbæjar á Hvalfjarðarströnd, en á meðal starfskjara Kristins var að hann fékk að vera ábúandi þar ásamt fjölskyldu sinni. Skemmdirnar urðu þegar heimæð frá Hitaveitu Hvalfjarðar gaf sig. Það varð til þess að heitt vatn rann undir bússtaðinn og mikill raki settist í gólfplötu og veggi í kjallara. Það leiddi til myglu og sveppamyndunnar sem mælingar verkfræðistofu leiddu í ljós að væru langt umfram hættumörk. Í kjölfarið var farið í umfangsmiklar viðgerðir á húsnæðinu. Árin á eftir var deilt um hvort skemmdirnar væru enn viðloðandi, þangað til að prestakallið var lagt niður. Of seinn að taka boðinu Kristinn höfðaði mál á hendur Þjóðkirkjunni. Héraðsdómur féllst ekki á að niðurlagning prestakallsins hefði verið ólögmæt. Hins vegar komst héraðsdómur að þeirri niðurstöðu að kirkjan hefði ekki gætt meðalhófs þegar honum var hafnað um annað embætti. Kristni stóð það embætti til boða eftir niðurlagninguna, en samþykkti það nokkuð löngu eftir að kirkjan gerði boðið. Landsréttur var hins vegar á öðru máli en héraðsdómur varðandi það. Það var í mars 2019 sem samþykkt var að leggja niður prestakallið. Kristni var gefinn frestur fram í apríl til að ákveða hvort hann tæki við hinu embættinu sem Þjóðkirkjan bauð honum. Það var síðan í september þetta sama ár sem hann sagðist vilja taka boðinu. Landsrétti þótti kirkjan ekki hafa verið í ósamræmi við meginreglu stjórnsýsluréttar um réttmætar væntingar eða reglu um meðalhóf þegar hún hafnaði Kristni um embættið og sýknaði því kirkjuna af öllum kröfum. Dómsmál Þjóðkirkjan Trúmál Hvalfjarðarsveit Mest lesið Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Innlent Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Innlent Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Innlent „Margt óráðið í minni framtíð“ Innlent Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Innlent Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Innlent Fleiri fréttir Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Sjá meira
Kristinn hafði gegnt embætti í prestakallinu frá 1996 en það var lagt niður árið 2019 og í kjölfarið bauð biskup Kristni að taka við nýju embætti sem hann þáði nokkru síðar, en svo tilkynnti Þjóðkirkjan að það boð hefði fallið niður. Þar af leiðandi tók Kristinn ekki við nýju embætti og kvaðst hafa orðið fyrir tjóni vegna þess og vildi að skaðabótaskylda Þjóðkirkjunnar yrði viðurkennd. Aðalkrafa hans var þó sú að viðurkennt yrði að niðurlagning prestakallsins hafi ekki verið lögum samkvæm. Hættuleg mygla eftir skemmdir Forsaga málsins er sú að árin 2013 og 2014 urðu miklar skemmdir á prestsbústaðnum á Saurbæjar á Hvalfjarðarströnd, en á meðal starfskjara Kristins var að hann fékk að vera ábúandi þar ásamt fjölskyldu sinni. Skemmdirnar urðu þegar heimæð frá Hitaveitu Hvalfjarðar gaf sig. Það varð til þess að heitt vatn rann undir bússtaðinn og mikill raki settist í gólfplötu og veggi í kjallara. Það leiddi til myglu og sveppamyndunnar sem mælingar verkfræðistofu leiddu í ljós að væru langt umfram hættumörk. Í kjölfarið var farið í umfangsmiklar viðgerðir á húsnæðinu. Árin á eftir var deilt um hvort skemmdirnar væru enn viðloðandi, þangað til að prestakallið var lagt niður. Of seinn að taka boðinu Kristinn höfðaði mál á hendur Þjóðkirkjunni. Héraðsdómur féllst ekki á að niðurlagning prestakallsins hefði verið ólögmæt. Hins vegar komst héraðsdómur að þeirri niðurstöðu að kirkjan hefði ekki gætt meðalhófs þegar honum var hafnað um annað embætti. Kristni stóð það embætti til boða eftir niðurlagninguna, en samþykkti það nokkuð löngu eftir að kirkjan gerði boðið. Landsréttur var hins vegar á öðru máli en héraðsdómur varðandi það. Það var í mars 2019 sem samþykkt var að leggja niður prestakallið. Kristni var gefinn frestur fram í apríl til að ákveða hvort hann tæki við hinu embættinu sem Þjóðkirkjan bauð honum. Það var síðan í september þetta sama ár sem hann sagðist vilja taka boðinu. Landsrétti þótti kirkjan ekki hafa verið í ósamræmi við meginreglu stjórnsýsluréttar um réttmætar væntingar eða reglu um meðalhóf þegar hún hafnaði Kristni um embættið og sýknaði því kirkjuna af öllum kröfum.
Dómsmál Þjóðkirkjan Trúmál Hvalfjarðarsveit Mest lesið Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Innlent Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Innlent Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Innlent „Margt óráðið í minni framtíð“ Innlent Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Innlent Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Innlent Fleiri fréttir Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Sjá meira